Fréttablaðið - 10.12.2021, Side 12

Fréttablaðið - 10.12.2021, Side 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þessum þing- mönnum var fyrir- munað að standa með nátt- úruvernd vegna þess að þeim var svo mjög í mun að koma höggi á Guðmund Inga. Áföll og andlegt álag á borð við við- varandi misrétti og ofbeldi geta stuðlað að áhættu- hegðun. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Hver sá stjórnmálamaður sem beitir sér fyrir náttúruvernd er að berjast hinni góðu baráttu. Honum ætti að þakka inni- lega í stað þess að hneykslast á áherslum hans. Þess vegna er það sönn gleði- fregn að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hafi, á síðasta degi sínum í embætti umhverfisráð- herra, friðlýst jörðina Dranga á Ströndum. Það sýnir að honum er verulega annt um náttúru- perlur þessa lands og beitir áhrifum sínum til að vernda þær, í stað þess að sitja aðgerðalaus hjá. Ekki gerði þessi góða gjörð þó alls staðar lukku. Til dæmis ekki hjá Miðflokknum. Þing- menn þess flokks, eða það sem er eftir af þeim, sáu ástæðu til að kveðja sér hljóðs á Alþingi til að froðufella vegna ákvörðunar Guðmundar Inga. Ekki kom það á óvart. Þingmenn Mið- flokksins hafa alveg einstakt lag á að leggjast gegn góðum málstað. Hitt vekur meiri furðu, að hluti stjórnarand- stöðunnar ákvað að stilla sér upp við hliðina á Miðflokknum, þar á meðal þingmenn Samfylk- ingarinnar og Viðreisnar. Þessir tveir flokkar eiga, eins og alkunna er, í töluvert mikilli tilvistarkreppu. Sú vonda staða hefur greinileg áhrif á einhverja þingmenn þessara flokka, sem virðast vera orðnir ansi ruglaðir í ríminu. Eða af hverju tóku þeir upp á því að gagnrýna það sem þeir hefðu réttilega átt að styðja? Frammistaða stjórnarandstöðunnar þennan dag var ansi aum – og er þá vægt til orða tekið. Ákvörðun Guðmundar Inga, sögðu þingmenn- irnir, væri dæmi um undarleg vinnubrögð. Þessum þingmönnum var fyrirmunað að standa með náttúruvernd vegna þess að þeim var svo mjög í mun að koma höggi á Guðmund Inga og vildu um leið reyna að ala á tortryggni innan ríkisstjórnarinnar. Hluta stjórnarandstöðunnar fannst sem sagt mikilvægara að steypa sér í pólitískar skotgrafir en að lýsa yfir stuðningi við náttúruvernd. Sú forgangsröðun kallar ekki beinlínis á aðdáun. Það er dapurlegt að horfa upp á þennan vesældarlega afleik stjórnarand- stöðunnar. Hún verður að standa sig betur en þetta ætli hún sér að verða marktæk. Tómas Guðbjartsson, læknir og ötull náttúru- verndarsinni, þekkir hina fögru náttúru lands- ins betur en flestir aðrir og er, eins og margir, heillaður af hinni einstöku náttúru Stranda. Hann segir: „Þetta er einhver stórkostlegasta náttúra sem Ísland hefur upp á að bjóða … Frá- farandi umhverfisráðherra verður minnst fyrir stuðning sinn við friðun þessarar náttúruperlu á meðan hinir gráðugu munu gleymast.“ n Friðunin Við fáum oft að heyra að íþróttir séu besta forvörnin, en er það svo? Við getum aðeins treyst á forvarnar- gildi íþróttaástundunar þegar jafnrétti ríkir í allri sinni dýrð. Aðeins þá. Eðli forvarna er að sporna við hvers konar áhættu- hegðun, eða hegðun sem gæti dregið úr lífsgæðum og hamingju. Áföll og andlegt álag á borð við viðvarandi misrétti og of beldi geta stuðlað að áhættuhegðun og ýtt undir aðra kvilla á borð við kvíða, brotna sjálfs- mynd og þunglyndi. Á meðan #MeToo-bylgjan stóð sem hæst var það álit fólks að frásagnir af upplifun stúlkna og kvenna í íþróttum væru hvað mest sláandi. Þar afhjúpaðist hversu mikið kynjamisréttið hefur verið í gegnum tíðina. En átakanlegast fannst mér að lesa um það kyn- ferðisof beldi sem hefur verið beitt og svo þaggað niður. Líkt og fram kemur hér að ofan geta slík áföll orðið algjör andhverfa þess sem forvarnir standa fyrir. Í vikunni kom út skýrsla um kynferðislega áreitni og of beldi innan KSÍ og tillögur starfshóps til úrbóta innan hreyfingarinnar. Í skýrslunni blasir vandinn skýrt við og það er ósk mín að þessar tillögur marki tímabær tímamót í sögu íþrótta á Íslandi. Í dag, 10.desember, er alþjóðlegur dagur mann- réttinda og af því tilefni stendur Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir opinni málstofu um jafn- rétti í íþróttum í Ráðhúsinu kl.9 - 10.30. Þar verða kynntar niðurstöður jafnréttisúttektar hverfis- íþróttafélaga í Reykjavík, rætt um hinsegin fólk og íþróttir, aðgengi fólks af erlendum uppruna að íþróttum og fyrrnefnda skýrslu um KSÍ. Við verðum að nýta þann mikla kraft sem umræða um kynjamisrétti í íþróttum hefur gefið okkur til að efla enn frekar forvarnagildi íþrótta, til að við öll getum stundað þær með þeirri vissu að jafnrétti ríki þar í öllum birtingarmyndum. n Eru íþróttir besta forvörnin? Diljá Ámundadóttur Zoega situr fyrir hönd Viðreisnar í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í Reykjavík ser@frettabladid.is Skrýtin byrjun Hildur Björnsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í fyrradag að hún sæktist eftir oddavitastöðu f lokksins í Reykjavík og hygðist þar með keppa við Eyþór Arnalds um fyrsta sætið fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Alvanalegt er að frambjóðendur láti bera meira á sér en minna eftir svona yfirlýsingar og því vakti það sérstaka athygli í gær, þegar Hildi bauðst að setjast niður með Eyþóri á Fréttavaktinni á Hringbraut, að hún sá sér ekki fært að mæta. Kannski er þetta nýtt trix í bókinni … Vinaóreiðan Hagsmunaöflin í landinu hafa verið á ofsafengnum yfirsnún- ingi síðustu daga, eftir að ein mesta verkefnatilfærsla innan íslenskra ráðuneyta var til- kynnt með viðhöfn af Katrínu og kó á Kjarvalsstöðum. Og voru nú góð ráð dýr, því allt í einu voru uppsöfnuð og árang- ursrík kynni þrýstihópanna við lykilfólk í einu ráðuneyti orðin einskis nýt af því málaflokkur- inn tilheyrði nú allt öðru húsi Stjórnarráðsins. En staðan er þá þessi: Aldrei hafa eins margir lobbíistar þurft að eignast jafn marga nýja vini innan kerfisins og einmitt núna … n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.