Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 17
Sama tíðarfar hélt áfram allan ágústmánuð. Stöðug hlýindi,
með suddarigningu eða hitaskúrum. Heildarúrkoma var þó ekki
mikil, en örðugt varð með heyþurrk og lenti það hey sem bænd-
ur vildu þurrka í hrakningum. Um miðjan mánuðinn komu þó
nokkrir samfelldir þurrkdagar sem breyttu miklu. Við þessar
aðstæður kemur hin gamalreynda votheysverkun Strandamanna
sér vel. Þó er það svo að nú hefur ný heyverkunaraðferð, rúllu-
baggatæknin, víða leyst votheysverkunina af hólmi og fer hlutur
hennar sífellt vaxandi. Þar er auðveldara að koma við miklum
tæknibúnaði. Grasspretta, bæði á túnum og úthaga, varð með
fádæmum. Heyfengur bænda varð því með allra mesta móti að
vöxtum, en tæpast í meðallagi að gæðurn.
September var hlýr og góðviðrasamur framan af, en laust fyrir
miðjan mánuðinn varð veðrabreyting, með kólnandi norðanátt.
Um 20. september snjóaði í fjöll og sums staðar í byggð og tók
þann snjó ekki aftur upp úr fjöllum.
í október var umhleypingatíð og vætusamt. Eftir miðjan mán-
uðinn snjóaði mikið til fjalla og urðu nú fáfarnari heiðarvegir
flestir ófærir. Olli það bændum víða nokkrum erfiðleikum við
eftirleitir.
Nóvember var hlýr og góðviðrasamur. Frost kom ekki að ráði
í jörð fýrr en nokkuð var liðið á mánuðinn. Um miðjan mánuð-
inn kom þó norðaustan hríðargusa, en varð skammvinn. Eftir
það stillti til fram yfir mánaðamót.
Afram hélst góðviðri í desember, að undanteknum tveggja
daga hríðarbyl sem gerði um 10. desember. Mjög lítill snjór var
þó í byggð. Föl var ájörð, en svellalaust. Svo átti að heita að jólin
væru hvít og hélst góðviðrið allt til áramóta.
Mannfjöldi: íbúum Strandasýslu fækkaði um 29 á árinu 1997.
Þann 1. desember 1997 voru þeir 958 og hafði fækkað um 2,9%
frá fýrra ári. Mest varð fækkunin í Hólmavíkurhreppi, en þar
fækkaði um 12 rnanns. Hlutfallsleg fækkun varð mest í Arnes-
hreppi, þar sem íbúurn fækkaði um 12% eða urn 10 manns. I
Kirkjubólshreppi fækkaði um 4, í Broddaneshreppi urn 4 og í
Bæjarhreppi um 6. Aftur á móti fjölgaði íbúum um 7 í Kaldrana-
neshreppi.
15