Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 26

Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 26
Á árinu 1996 var unnið mikið undirbúningsstarf við að koma á víðtæku samstarfi sláturhúsa í Strandasýslu, Vestur-Húnavatns- sýslu, Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu. Engin niðurstaða fékkst þó í þessum efnum á því ári. Harðnandi samkeppni í verslun með búvörur og samruni stórverslana á smásölumarkað- inurn kalla á stærri og sterkari fyrirtæki á vettvangi framleiðsl- unnar, ef jafnvægi á að nást á þessu sviði. Á árinu 1997 var þessu sameiningarstarfi haldið áfram og lyktaði með því að stofnað var Norðvesturbandalagið hf., en aðaltilgangur þess og markmið er rekstur sláturhúsa og hagræðing í rekstri þeirra. Stærstu hluthaf- ar eru Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Hrútflrðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Afurðastöðin í Búðardal og Skinnaiðnaður hf. á Akureyri, auk Byggðastofnunar. Allir starf- andi sláturleyfishafar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum, nema Kaupfélag Bitrufjarðar og Kaupfélag Króksfjarðar tóku þátt í stofnun bandalagsins. Þá eru fjögur búnaðarsambönd á Norð- vesturlandi aðilar að bandalaginu, Búnaðarsamband Dala- manna, Búnaðarsamband Vestfjarða, Búnaðarsamband Stranda- manna og Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu. Hlutafé Norðvesturbandalagsins er um 270 milljónir króna og félagið stefnir að skráningu á Verðbréfaþingi Islands. Með stofnun Norðvesturbandalagsins er kominn til stærsti sláturleyfishafi landsins í kindakjötsframleiðslu, með fast að 20% heildarframleiðslunnar. Á síðasta hausti var slátrað í þremur sláturhúsum á vegum bandalagsins, á Hólmavík, Búðardal og Hvammstanga. Slátrun í sláturhúsinu á Borðeyri var hins vegar lögð af. Höfuðstöðvar Norðvesturbandalagsins eru á Hvammstanga. Slátrun sauðfjár hófst fyrri hluta septembermánaðar. Væn- leiki dilka var mjög góður og ívið meiri en árið áður, enda var tíðarfar og grasspretta búpeningi hagstætt. Eins og þegar er fram komið varð mikil uppstokkun á tilhögun slátrunar og til- færsla milli sláturhúsa með tilkomu Norðvesturbandalagsins. Nú var slátrað á Hólmavík fé úr Norður-ísafjarðarsýslu og úr Vestur- Isafjarðarsýslu til Dýrafjarðar. Hins vegar fór það fé úr Hrúta- firði, sem áður var slátrað á Borðeyri allt til slátrunar á Hvamms- 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.