Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 26
Á árinu 1996 var unnið mikið undirbúningsstarf við að koma
á víðtæku samstarfi sláturhúsa í Strandasýslu, Vestur-Húnavatns-
sýslu, Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu. Engin niðurstaða
fékkst þó í þessum efnum á því ári. Harðnandi samkeppni í
verslun með búvörur og samruni stórverslana á smásölumarkað-
inurn kalla á stærri og sterkari fyrirtæki á vettvangi framleiðsl-
unnar, ef jafnvægi á að nást á þessu sviði. Á árinu 1997 var þessu
sameiningarstarfi haldið áfram og lyktaði með því að stofnað var
Norðvesturbandalagið hf., en aðaltilgangur þess og markmið er
rekstur sláturhúsa og hagræðing í rekstri þeirra. Stærstu hluthaf-
ar eru Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Hrútflrðinga,
Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Afurðastöðin í Búðardal og
Skinnaiðnaður hf. á Akureyri, auk Byggðastofnunar. Allir starf-
andi sláturleyfishafar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum, nema
Kaupfélag Bitrufjarðar og Kaupfélag Króksfjarðar tóku þátt í
stofnun bandalagsins. Þá eru fjögur búnaðarsambönd á Norð-
vesturlandi aðilar að bandalaginu, Búnaðarsamband Dala-
manna, Búnaðarsamband Vestfjarða, Búnaðarsamband Stranda-
manna og Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu. Hlutafé
Norðvesturbandalagsins er um 270 milljónir króna og félagið
stefnir að skráningu á Verðbréfaþingi Islands.
Með stofnun Norðvesturbandalagsins er kominn til stærsti
sláturleyfishafi landsins í kindakjötsframleiðslu, með fast að 20%
heildarframleiðslunnar.
Á síðasta hausti var slátrað í þremur sláturhúsum á vegum
bandalagsins, á Hólmavík, Búðardal og Hvammstanga. Slátrun í
sláturhúsinu á Borðeyri var hins vegar lögð af. Höfuðstöðvar
Norðvesturbandalagsins eru á Hvammstanga.
Slátrun sauðfjár hófst fyrri hluta septembermánaðar. Væn-
leiki dilka var mjög góður og ívið meiri en árið áður, enda var
tíðarfar og grasspretta búpeningi hagstætt. Eins og þegar er
fram komið varð mikil uppstokkun á tilhögun slátrunar og til-
færsla milli sláturhúsa með tilkomu Norðvesturbandalagsins. Nú
var slátrað á Hólmavík fé úr Norður-ísafjarðarsýslu og úr Vestur-
Isafjarðarsýslu til Dýrafjarðar. Hins vegar fór það fé úr Hrúta-
firði, sem áður var slátrað á Borðeyri allt til slátrunar á Hvamms-
24