Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 27
tanga. Þá var einnig slátrað á Hvammstanga ákveðnum þyngdar-
flokkum dilka af öllu svæði Norðvesturbandalagsins, til að full-
nægja útflutningsskyldu einstakra bænda, en sláturhúsið á
Hvammstanga er það eina af húsum þess sem hefur viðurkenn-
ingu Evrópubandalagsins til að flytja kjöt út á Evrópumarkað.
Eftirfarandi tafla sýnir fjölda og fallþunga þeirra dilka sem slátr-
að var í sláturhúsunum á Hólmavík og Ospakseyri:
Dilkar Fallþungi
Hólmavík 16.168 stk 16,63 kg
Óspakseyri 5.121- 15,73-
Samt. og meðalt. 21.289 stk 16,41 kg
Auk dilkanna var slátrað 1.570 rosknum kindum á Hólmavík
og Óspakseyri og var kjöt af þeim um 42 tonn.
Ekki hefur enn tekist að útrýma riðuveiki úr landinu. Árlega
korna upp ný tilfelli á nokkrum bæjum á landinu og er þá öllu
fé slátrað þar. Eftir 1-2 ár hefur yfirleitt verið leyft að kaupa aft-
ur heilbrigt fé á þessa bæi af þeim svæðum sem öruggt er talið
að engir sjúkdómar geti leynst. Meirihluti Strandasýslu er eitt af
þessurn svæðum og hefur það verið árvisst að eitthvað af líflömb-
um hefur verið keypt þar í þessi fjárskipti. Einnig hefur verið
vaxandi ásókn í að kaupa lömb úr Strandasýslu, einkum hrúta til
kynbóta. Haustið 1997 munu hafa verið seld til lífs af svæðinu
urn það bil 600 lömb.
Verð á æðardúni var mjög hagstætt fyrri hluta ársins og fór
upp í 60 þúsund krónur fýrir kílóið. Síðan fór það að þokast nið-
ur á við og einnig fór að gæta nokkurrar sölutregðu. Aukin
ásókn tófu í varplönd veldur æðarbændum nokkrum áhyggjum.
Friðun refsins í friðlandinu á Hornströndum veldur röskun
lífríkisins þar og refur þaðan flæðir yfír nágrannabyggðir og
veldur þar búsifjum, bæði hjá bændum og í sjóðum sveitarfélag-
anna.
Viðarreki var með minna rnóti. Aftur á rnóti var töluvert
unnið að úrvinnslu rekaviðar. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði
fór með sögunarvél Háareka hf. urn norðurhluta sýslunnar og
25