Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 28
sagaði fyrir marga bændur í verktöku. Einnig var töluvert sagað
í Arneshreppi með annarri stórri sögunarvél sem er í eigu
tveggja bænda. Mikil eftirspurn er eftir unnum gæðavið af rek-
anum. Hann hentar ákaflega vel til viðgerða á gömlum timbur-
húsum og margir sækjast eftir honum í panelgólf og veggklæðn-
ingar þar sem þeir vilja hafa meira við.
Uppskera garðávaxta var í meðallagi.
Sjávarútvegur og fiskvinnsla: Miklar breytingar hafa orðið á sviði
fiskveiða og fiskvinnslu frá því sem áður var. Það er ekki nýtt á
Ströndum að veiðar og vinnsla á rækju sé einn stærsti þáttur
atvinnulífsins, en hitt er nýtt að vinnsla á bolfiski í landi hefur
lagst af. A Norðurfirði var þó smávegis saltfiskverkun íyrstu mán-
uði ársins og voru framleidd um 20 tonn af saltfiski, en síðan
lagðist sú vinnsla niður því ekki reyndist rekstrargrundvöllur
fyrir henni. Að öðru leyti var allur bolfiskur fluttur á markað
óunninn, mest til Hafnarfjarðar.
Fiskgengd var oft góð og langtímum saman var þorskur inni í
Húnaflóa, jafnvel inni á fjörðum. Vorið f997 áttu grásleppu-
veiðimenn oft í erfíðleikum við að verjast þorski sem sótti mjög
í grásleppunetin og lentu þeir í vanda sem ekki áttu þorskkvóta.
Handfærabátar öfluðu því margir vel, en allir eru þó háðir þeim
þrönga kvóta sem þeim er ætlaður.
Að mati sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar fór ástand
rækjustofnsins í Húnaflóa versnandi. Samkvæmt því var dregið
úr leyfisveitingum til veiða úr stofninum og aðeins leyfð veiði á
1.400 tonnum af rækju haustið 1997 á móti 2.100 tonnum árið
áður.
Mestu umsvifin eru í kringum veiðar og vinnslu rækjunnar.
Varðandi rækjuvinnsluna í landi er Hólmadrangur hf. á Hólma-
vík eini aðilinn og hann gerir einnig út frystiskipin Hólmadrang
ST 70 og Víkurnes ST 10.
Árið 1997 var ekki gott rekstrarár hjá Hólmadrangi hf. Tæp-
lega 87 milljón króna tap varð á rekstri fýrirtækisins á árinu, en
hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam ríflega 31
milljónum króna. Meginhluta ársins hélt sú þróun áfram sem
hófst á fýrra ári, að verð rækjuafurða lækkaði. Seinni hluta árs-
26