Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 38
Bikarkeppni karla í knattspyrnu fór fram á Hólmavíkurvelli
12. júlí og 23. ágúst. Sex lið tóku þátt í keppninni og hlaut lið
„aldraðra“ úr Geislanum sigurinn. Að loknu mótinu voru valin
knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins. Fyrir valinu urðu
Erlendur Magnússon og Guðrún Magnúsdótdr.
Héraðsmót HSS fór fram helgina 26.-27. júlí á Sævangsvelli.
Keppendur voru alls um 90. Umf. Geislinn varð stigahæst á mót-
inu með 268,5 stig.
Héraðsmódð var líka einskonar úrtökumót fyrir Vestfjarða-
mót, sem fram fór á Bíldudalsvelli 9. ágúst. Þangað fóru 26
keppendur frá HSS og stóðu krakkarnir sig vel. HSS lenti þar í
3. sæti af 3 með 247 stig. I 600 m hlaupi í flokki keppenda 10
ára og yngri lenti Grétar Matthíasson í 1. sæti af 6 á 2:10,0 mín.
og Hólmfríður Eysteinsdóttir í 2. sæti af 5 í hástökki, stökk 0,90
m. í flokki keppenda 11-12 ára lenti Adam Levý Karlsson í 1.
sæti af 6 í langstökki, stökk 4,34 m, og Hafþór Oskarsson í 1. sæti
af 6 í hástökki, stökk 1,35 m. í flokki 15-16 ára lenti Brynjólfur
Georgsson í 1. sæd af 6, bæði í kúluvarpi og kringlukasti, varp-
aði kúlunni 9,93 m og kringlunni 29,44 m, Fannar Guðbjörns-
son í 1. sæti af 6 í spjótkasti, kastaði 41,28 m, og Steinunn Ey-
steinsdóttir í 1. sæti af 6 í kúluvarpi, varpaði kúlunni 23,16 m.
Þann 13. ágúst efndi HSS dl keppni á Hólmavík í Strandatví-
þraut. Er hún fólgin í því að hlaupa gðngustíginn eftir Borgun-
um og í gegnum bæinn og hjóla síðan Oshringinn. Feðgarnir
Sigvaldi Magnússon og Magnús Steingrímsson urðu hlutskarp-
astir í tvíþrautinni.
Barnamót HSS var haldið 17. ágúst. Þar varð Umf. Geislinn
hæst að stigum 3. árið í röð, með 90 stig og vann farandbikar til
eignar.
Hólmadrangshlaupið fór fram á sjómannadaginn 1. júní.
Hlaupnar voru tvær vegalengdir, 3 km og 10 km og voru þátttak-
endur 25. Þrír fyrstu í hverjum flokki fengu verðlaun og allir
þátttökuviðurkenningu.
Körfuboltamót HSS var haldið á Hólmavík 29. mars. Þar var
Umf. Leifur heppni hlutskarpast og vann bikar til eignar.
36