Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 66

Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 66
gönguferð. Þar skjátlaðist mér hrapallega og mér varð ekki um sel þegar fólk fór að hópast að svo tugum skipti. Það varð veru- legur höfuðverkur að ná til allra og láta þá heyra það sem verið var að segja frá. Með mér og til aðstoðar var Arni Jón Eyþórsson á Bálkastöðum, góður fjárbóndi og vanur að telja fé við breyti- legar aðstæður. Elann tók sig til og kastaði tölu á hópinn og komst að því að þarna voru yfir tvö hundruð manns. Fljótlega fylltist staðurinn af fólki sem kom víða að, mest þó úr nágrenn- inu. Urn tíma var nánast öngþveiti og örtröð. Oll stæði full af bíl- um, öll hús full af fólki að skoða sýningar og staðinn. Kvenfé- lagskonur lentu í vandræðum vegna mikillar aðsóknar, ekki hafðist undan að afgreiða kaffi, meðlæti var fljótlega uppétið. En þær eru ýmsu vanar og settu á fót bakstur í snarheitum í næstu húsum. Þannig að allt bjargaðist nú svona einhvernveg- inn. Björgunarsveitin Káraborg og Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu lögðu til hraðskreiða báta sem gengu stöðugt um víkina innan Borðeyrar og út á fjörðinn. Ollum var boðið far og var það eftirsótt, sérstaklega af börnum og unglingum. Gamall traktor dró heyvagn með háum grindum og góðum sætum. Þetta var strætisvagn Borðeyrar og gekk hann reglulega um staðinn allan daginn, stjórnandi var Sveinn Karlsson. Vagn- inn var mikið notaður og sérlega vinsæll af börnum á öllum aldri. Allir fengu frítt í Strætó þennan dag vegna hátíðarinnar. Hugmyndin var að hafa útileiki og óvæntar uppákomur sem afþreyingu fýrir unga sem aldna og enda daginn með grillveislu, varðeldi og brekkusöng. En nú tók veðrið í taumana. Um kl. fjögur um daginn fór að hvessa af norðri með úrhellis rigningu, því varð að breyta skipulaginu snarlega. Flestir voru staðráðnir í að láta ekki veðrið eyðileggja fýrir sér daginn. Grillveislan sem átti að vera úti var færð inn í sláturhúsið sem hefur nú lokið hlutverki sínu sem sláturhús. Þar var rýmt til í skyndi og sett upp borð og sæti. Bjarni Ingvason matreiðslumeistari setti upp grillið í húsaskjóli undir skyggni og grillaði ósköpin öll af lambakjöti, svo var matast inni í sláturhúsinu. Veðrið hrakti marga af svæðinu þar sem ekki var gott að vera 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.