Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 99
Gísli Jónatansson, Naustavík:
Mörg voru
áratogin
Nú á tímum, þegar ekkert er ferðast nema vélarafl knýi farar-
tækið hvort heldur er á sjó eða landi, þykir ótrúlegt hvað menn
lögðu mikið á sig áður á árum, er þeir gengu eða réru óra lang-
ar leiðir. En þetta var venja, og þegar þörfin krafði þá var ekki
neitt verið að fást um fyrirhöfnina.
Eg ætla að minnast hér á langa sjóferð, er tveir menn fóru
fyrir mörgum árum. Þetta voru menn á góðum aldri, eða rétt
rúmlega fertugir og báðir þrekmenni og sannarlega vanir ræð-
arar. Það var seinnipartinn í janúar árið 1932. - Við Runólfur
bróðir minn höfðum verið að róa með lóðir öðru hverju, því að
það var besta fiskreyta, sem fremur var óvenjulegt á þeim tíma,
þó að nokkru seinna eða frá 1936 til 1948 mætti stunda fiskveið-
ar allan veturinn og þótti það undur, því það hafði ekki átt sér
stað fyrr, svo menn vissu.
Þá bar það við einn morgun er við bræðurnir komum í land
frá því að leggja lóðirnar, að Guðbrandur bóndi á Heydalsá tók
á móti okkur í lendingunni og falaði Rúna til að fara með sér
inn að Reykjum í Hrútafirði. Hann þurfti að koma þangað harð-
fiski og öðrum varningi, sem átti að fara til skólans. Guðmund-
ur elsti sonur hans var þá við nám í Reykjaskóla. - Eg bauð Guð-
brandi að lána honum skektuna mína til fararinnar og þótti
97