Strandapósturinn - 01.06.1997, Qupperneq 105
sveinn skírður Einar. Sá Einar fluttist hingað norður í Árnes-
hrepp og giftist Guðrúnu Guðmundsdóttur, Benónýssonar, syst-
ur Elísabetar á Munaðarnesi, langömmu Guðmundar G. Jóns-
sonar bónda og hreppstjóra á Munaðarnesi. Bjó Einar eitt ár á
Felli (1869-70), en fluttist þaðan að Munaðarnesi og bjó þar til
ársins 1888. Fluttist þá suður í Dali, að Saurum í Laxárdal.
Aður en Einar fluttist hingað norður og kvæntist Guðrúnu á
Munaðarnesi hafði hann eignast son með Maríu Eyjólfsdóttur á
Gilsstöðum í Selárdal, Guðjón að nafni. Fluttist Guðjón með
föður sínum og stjúpu að Munaðarnesi. Þótti hann efnismaður
og vel gefinn. Guðjón var fæddur 18. júlí 1854. Þegar hann var
orðinn fullorðinn giftist hann Lilju Pétursdóttur frá Dröngum,
systur hinna nafnkunnu dugnaðarmanna, sona Péturs Magnús-
sonar frá Finnbogastöðum og Hallfríðar Jónsdóttur frá Melum.
Gerist hann þá bóndi á Munaðarnesi 1885 og býr þar til ársins
1891 er hann flytur að Harrastöðum á Skagaströnd. Líklegt er
að Guðjóni hafi þótt þröngt um sig á Munaðarnesi. Þó jörðin
Munaðarnes væri talið með bestu jörðum í Arneshreppi þá voru
margir ábúendur þar og líklegt að hann hafi viljað komast yfir
rýmra jarðnæði, en það lá ekki á lausu hér.
Við eftirgrennslan mína um þau Guðjón og Lilju komst ég á
snoðir um aðdraganda þess að Guðjón komst yfir Harrastaði.
Var það með nokkuð sögulegum hætti. Það mun hafa verið á
vorkauptíð 1891 að bændur úr Arneshreppi fóru í kaupstaðar-
ferð til Skagastrandar á skipum sínum, svo sem algengt var á
þeim tíma. Voru þeir þá að fara með framleiðslu sína og afurð-
ir s.s. hákarlalýsi, ull, búsáhöld sem þeir smíðuðu og seldu, og
fleira. Jafnframt keyptu þeir nauðsynjar til búa sinna og heimila,
sem þurftu að duga til næsta árs. Þó verslun væri reyndar á
Kúvíkum á þessum tíma þar sem Jakob Thorarensen rak verslun
og réði hér ríkjum, sóttu bændur einnig viðskipti á Skagaströnd.
Mun ýmislegt hafa kornið til þess. Þar voru fleiri kaupmenn og
meira vöruúrval og samkeppni milli kaupmanna um að ná til
sín viðskiptum. En hvernig sem það hefur verið, þá var Guðjón
Einarsson á Munaðarnesi þar kominn í viðskiptaerindum. Með-
an þeir Strandamenn voru þarna á Skagaströnd bar svo til að
jörðin Harrastaðir, undir Spákonufelli, var sett á uppboð. Voru
103
L