Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 106

Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 106
Harrastaðir talin góð btijörð og sjálfsagt hafa margir viljað eign- ast hana. Var sýslumaður þarna á staðnum til að bjóða upp jörð- ina. Voru margir sem gerðu boð í jörðina. Meðal þeirra sem geiðu boð í hana var Guðjón Einarsson fiá Munaðarnesi, utan- sveitarmaður. Hafa heimamenn eflaust ekki viljað missa af kaup- unum. En eftir því sem fleiri gera boð, verður Guðjón því ákaf- ari og fór það svo að aðrir gáfust upp við að bjóða á móti hon- um. Var honum þá slegin jörðin sem hæstbjóðanda af sýslu- manni. Guðjón var nú orðinn eigandi jarðarinnar að nafninu til. En þá vandaðist málið. Til þess að geta fest kaupin varð Guðjón að leggja ákveðna fjárupphæð svo boð hans væri tekið gilt. Var nú úr vöndu að ráða hjá Guðjóni. Sjálfur var hann félítill eða félaus og gat því ekki lagt fram það sem þurfti. Sama var að segja um sveitunga hans sem þarna voru staddir. Engir þeirra voru færir um að hlaupa undir bagga með honum. Horfði nú í óefni hjá Guðjóni. Honum fannst nú eins og öll sund væru lokuð og hann yrði af kaupunum. I öngum sínum kemur honum þá í hug að leita á náðir Andr- ésar Arnasonar, verslunarstjóra þar á staðnum, og fer það svo að Andrés hleypur undir bagga með Guðjóni, þó utansveitarmaður væri og lánar honum þá upphæð sem þurfti til að festa boð Guðjóns. Var það höfðinglega gert og bendir til að kaupmanni hafi þótt nokkuð í Guðjón spunnið. Mat Guðjón það mikils og hélst vinátta með þeim æ síðan. Og til marks um það er að Guð- jón lét son sinn, fæddan á Harrastöðum, heita í höfuðið á vel- gerðarmanni sínum og skírði hann Andrés. Líklegt þykir mér að Guðjón hafi haft hraðar hendur á, eftir að hann kom heim að Munaðarnesi úr kaupstaðarferðinni. Mun hann hafa tekið saman búslóð sína og ráðstafað öðrum eignum sínum eftir getu og flust þá um sumarið að Harrastöð- um. Mun hann hafa verið feginn að losna úr þröngbýlinu á Munaðarnesi og vera nú orðinn sjálfseignarbóndi á góðri bú- jörð. Og með tímanum tókst honum að greiða velgerðarmanni sínum skuld sína við hann. Segir nú ekki af honum annað en að honum hafi búnast vel á Harrastöðum og unað þar vel hag sín- um. Arferði batnaði eftir 1890. 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.