Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 8

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 8
LÚXUS vegar er ég afar þakklátur fyrir tíma minn hjá sjónvarpinu; það var minn skóli í kvikmyndagerð eins og ég sagði áðan.“ Við verðum fyrir truflun. Sá yngsti af þremur sonum Egils, fjögurra ára hnokki, er á vappi í kringum okkur og krefst þess öðru hvoru að pabbi segi álit sitt á myndum sem hann er að teikna. Hann fær það álit fljótt og vel. Inni í húsinu liggur miðsonurinn veikur en kalltæki bak við hurð í kofan- um, stúdíóinu, höllinni heldur honum í sambandi við föður sinn. Móðir þeirra bræðra er einhvers staðar úti í heimi, en Guðrún starfar líka sem Flugfreyja hjá Flugleiðum, og Egill sinnir þeim af mikilli blíðu. „Einhverjar fallegustu bernsku- minningar mínar," segir hann þegar hann er búinn að ráðleggja sjúklingnum að drekka kók við magapínunni, „eru frá því þegar ég fékk að hjálpa föður mínum við störf hans. Hann rak Ijós- myndastofu norður á Akureyri og ég man eftir sjálfum mér sjö átta ára gömlum að kópíera fyrir hann myndir. Það var mikið ævintýri og þá ekki síður þegar ég ferðaðist um með honum og hann sýndi kvikmyndirnar sínar. Hann var atvinnuljósmyndari en áhuga- maður um kvikmyndatöku og tók ýmsar myndir sem ég hugsa að eigi eftir að þykja býsna merkileg menningarverðmæti. Frægasta myndin hans var um Geysisslysið á Vatnajökli en hann var í björg- unarsveitinni frá Akureyri sem fann vélina og bjargaði fólkinu. Af þessu tók hann mynd og hún skipaði öndvegi í safninu sem hann fór með um allt Norðurland og sýndi fyrir fólk. Ég var nokkurs konar aðstoðarmaður hans; við fórum um á voldugum Chevrolet '47 og svo fékk ég að rétta honum snúrur, halda á töskunum og þess háttar. Sérstaklega er mér minnisstæð sýning í bragga á Möðrudal á Fjöllum. Öll sveitin var mætt, prúðbúin, og ég var ansi góður með mig þegar ég hjálpaði pabba við að koma sýn- ingarvélinni upp. Þetta var tölu- verður „performance" hjá honum; myndirnar voru náttúrlega þöglar svo hann sþilaði 78 snúninga plötur með Strauss-völsum undir og talaði síðan í míkrafón og lýsti því sem fyrir augu bar. Þetta er einhvern veginn mjög notalegt og fallegt í minningunni." Það liggur beint við að spyrja hvort þessi barnsreynsla hafi síð- ar meir valdið því að Egill fór út í kvikmyndagerð. „Já ..svarar hann hikandi. „Kannski hef ég aldrei farið mikið lengra en að rétta pabba snúrur í litla bragganum á Möðrudal eða fylgjast með myndunum verða til á Ijósmyndastofunni á Akureyri. Það má vera að þá hafi ég farið að hugsa f myndum - litlum myndum. Hins vegar ætlaði ég aldrei að feta í fótsþor hans, taka við Ijósmyndastofunni eða eitt- hvað þess háttar. Nei, ég ætlaði að gera eitthvað allt allt annað. Svo er þetta ekki svo óskylt ef út í það er farið. Aftur á móti hafa þessar bernskuminningar mínar orðið til þess að ég reyni að hafa strákana mína sem mest í kring- um mig í vinnunni, láta þá taka þátt í því sem ég er að gera. Það gilda ákveðin lögmál; þeir læra fljótt hvenær þeir mega ekki trufla mig en ég reyni líka að sinna þeim og þeirra þörfum. Ég tók til dæmis þann sjö ára iðulega með mér á Sögu meðan ég var að setja upp „showið" hans Ladda og ég ímynda mér - og vona - að svona hlutir geti orðið að jafn hlýjum minningum og ferðirnar okkar pabba um Norðurland. Ég er mjög meðvitaður fjölskyldu- maður, býst ég við. Ég reyni að komast hjá því að ýta fjölskyld- unni til hliðar; auðvitað er það óhjákvæmilegt einstaka sinnum en það er að minnsta kosti ekki vitandi vits. Það skiptir mig miklu máliaðþettaséu vinirmínir.. Egill situr hugsi nokkra stund; svo fer hann að tala um mat. Nánar tiltekið kvöldmat. „Kvöldmáltíðin er það sem allt snýst um í þessari fjölskyldu og ég hlakka oft til allan daginn. Ég er í raun og veru lukkunnar pam- fíll því Gunna er snillingur í að búa til mat. Á mánudagskvöldi get ég allt eins búist við því að fá þriggja rétta kínverska veislu. Núorðið má víst ekki nefna konu og eldhús í sömu setningunni. Ég er á hinn bóainn mesti klaufi við matargerð. Á tímabili var ég að reyna að búa til alls konar framúr- stefnulega rétti en gafst upp eftir •að hafa prófað fransbrauð með appelsínudjúsi og síðan hef ég látið hana um þetta. Ég er nú orðinn ansi góðu vanur; þó ég fái þriggja rétta kínverska máltíð á mánudegi kemur það alls ekki í veg fyrir að ég biðji um - og fái - fjögurra rétta indverska máltíð á þriðjudögum. Jafnréttisráð yrði sennilega ekki hrifið af þessu. Þetta er kannski eitt af leynivopn- unum mínum - að við gefum okkur tíma til að vera þessi fjöl- skylda sem við erum. Og,“ segir Egill með áherslu, „óg gef líka hinn helminginn á móti. Það er enginn þakklátari en ég þegar staðið er upp frá borðum og svo sé ég um allan frágang og uppvask. Og þar er ég góður! Við eigum uppþvottavél sem Gunna notar til þess að flýta fyrir sér en ég vil ekki sjá hana; ég þvæ allt í höndunum. Þú getur ímyndað þér hvort það er ekki mikið uþpvask eftir kannski fjög- urra rétta stóra máltíð og ég nýt þess að ganga frá þessu. Það er eitthvað afslappandi við að vinna svona handverk; stundum þegar ég kem heim á nóttunni eftir mikla vinnutörn þá fyllist ég ómótstæði- legri þörf fyrir að fara að skúra gólf. Svo er þetta líka spurning um að þrífa eftir sig. Þegar ég var úti í Bandaríkjunum var ég að rembast við að vera zen-búddisti og útvegaði mér óteljandi bækur um þau fræði; það sem helst situr eftir er sú áhersla sem þeir lögðu á að þrífa skálina sína eftir að maður var búinn að borða úr henni. Mér finnst það bæði falleg og heilbrigð lífsafstaða að þrífa eftir sig og eftir máltíðir er ég í essinu mínu. Svona hlutir, þessar fínlegri nótur, skipta mig alveg eins miklu máli og það sem oftast er talið mikilvægara í lífinu . ..“ Egill heldur áfram að brosa svolítið. Stundum er eins og hann sé að tala við sjálfan sig. „ Ef ég á að nefna dæmi um það hvenær ég skemmti mér best þá er það ekki endilega í trylltum fagnaði innan um fjölda manns heldur ofast nær þvert á móti, þegar ég er með nánustu fjöl- skyldunni. Á þrettándanum höld- um við til að mynda alltaf jólaboð og hugsunin er sú að það sé fyrir börnin. Allt miðast við leiki og grín fyrir þau. Ég tek þessar sam- komur alltaf upp á myndband, leik sem sé kvikmyndatökumann og passa mig á því að vanda mig ekki neitt. Það er ósvikinn léttir frá vinnunni hjá Hugmynd þar sem allt gengur út á að lýsing, sjónarhorn og þess háttar sé fullkomið eða því sem næst. Vídeóupptökurnar mínar eru oft yndislega vondar, enda eru þær engin kvikmyndagerð. Fyrir þrett- ándaboðið nú í ár,“ heldur Egill hrifinn áfram, „þá uppgötvaði ég að yngsti sonurinn fjögurra ára átti sér enga ósk heitari en þá að fá að heyra uppáhaldslagið sitt í boðinu. Það var Fegurðardrottn- ingin með Ragnhildi Gísladóttur. Nú vill svo til að Ragnhildur og Jakob eru meðal bestu vina okkar og ég skal viðurkenna að ég hringdi fyrir soninn en svo dílaði hann sjálfur við Ragnhildi um að þau kæmu í boðið og flyttu þetta lag. Þetta var ógleymanleg uppá- koma; Ragnhildi var færð kóróna og gamall borði með áletruninni „Fegurðardrottning Verslunar- skólans" sem konan mín vann einhvern tíma og .. . og .. . Ja, það er á svona stundum sem ég skemmti mér hvað best. Og þú getur ímyndað þér hvort þetta hafi ekki verið ævintýri fyrir strákinn, það var hann sem kom þessu öllu í kring. Upprennandi „producer". Ég spyr um önnur verkefni: söngvakeppnina, kvikmyndir og Egill afgreiðir það heldur stuttara- lega. Hann sýnir mér handrit sem er tilbúið en segist ekki búast við því að myndavélarnar fari að rúlla á næstunni. Horfurnar í íslenskri kvikmyndagerð eru ekki góðar, segir hann, og út í hött að ráðast í gerð rándýrrar myndar eins og nú stendur á. „Ef einhver á hins vegar peninga og vill láta mig fá þá,“ bætir hann við, „þá förum við af stað án þess að hika.“ Hann segist binda mestar vonir við sjónvarpið á þessum kreppu- tímum; að það verði duglegt við að láta gera „litlar stemmnings- myndir", eins og hann kallar það, svo kvikmyndagerðarmenn og tæknilið haldist í æfingu og geti tekist á við stærri verkefni þegar betri tíð rennur upp. Svo vill hann halda áfram að tala um það hvernig hann skemmtir sér. „Hefurðu nokkuð á móti því? Svona tal um kvikmyndagerð segir ósköþ lítið um mann sjálfan og ég þreytist stundum á því. Þegar ég er búinn að fá alveg nóg af vinnunni og heimilislífið getur ekki fullnægt athafnaþránni þá breað ég mér gjarnan til New York. Ég er svo heppinn að vera giftur inn í Flugleiðir, og ég á því kost á flugfari oftar en margur annar. Þegar mig langar í virki- lega axjón þá fer ég til New York í tvo þrjá daga og ég þekki borg- ina orðið svo vel að á þessum fáu dögum kemst ég yfir það sem tæki óreyndan mann eina tvær vikur að upplifa. Ég kynni mér vandlega það sem um er að vera áður en ég fer; skrepp í bíó fyrir hádegi, næ að borða heilsufæði á einhverjum merkisstað áður en næsta bíósýning hefst, kemst svo á tvær þrjár listsýningar niðri í Village og enda kvöldið á Broad- way-söngleik. Einu sinni - á ég að segja þér frá því? - náði ég í einni ferð þremur aðalátrúnaðar- goðunum mínurn." Vitaskuld bað ég hann að segja mér frá því. „Þekkirðu Larry Rivers? Ekki það? Hann er alla vega amerísk- Fyrstu kynni Egils Eðvarðssonar af sjón- varpsvinnu var er hann fór þangað í upptöku með félögum sínum í Combói Þórðar Hall. Jón Þórarinsson þáverandi dagskrárstjóri Lista- og skemmtideild- ar bannaði sýningar á upptökunni. „ . . . en þremur mánuðum seinna réði hann mig svo sem upptökustjóra við deildina." 8 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.