Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 80

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 80
LUXUS / síðdegisboði hjá óðalseigandanum í Montecario. Frá vinstri: ítalska stúlkan Alessandra frá Flórens, en hún var túlkur í allri ferðinni, blaðamaður Lúxuss, Claudia frá Austurríki, óðalsbóndinn af Monte- carlo, fararstjórinn dr. Petrini og Agnes frá Belgíu. Nýtæmdar og yfirgefnar vínámur; allt vínið hefur verið flutt í stáltanka til frekari úrvinnslu. Síðan er það sett á aðrar vínámur sem liggja á hliðinni. arheitið Chianti Classico og skipa heiðurssess í kjöllurum margra vínsafnara. Þó eru framleidd enn eðlari vín í sveitunum á milli Siena og Fórens, s.s. hvítvínið Vernaccia di San Gimigniano. Það er framleitt á landareign Strozzi fursta og er meðal fínustu vína heimsins, enda hófst fram- leiðsla þess fyrst um árið 1200 og hefur þróast stöðugt síðan. Dante þekkti það m.a. mjög vel og hældi því á hvert reipi í höfuð- verki sínu, Gleðileiknum guðdóm- lega (24. kafla hreinsunarelds- ins). Frá vínóðalinu Poggio alla Sala (sem gæti þýtt Glæsihóll á ís- lensku) kemur enn eðlara vín sem nefnist Vino Nobile di Monte- pulciano. Það er rauðvín sem þykir svo fínt, að aðalsmenn taka það aðeins fram við hátíðleg tækifæri - en á þeim bæ þótti mér vínið Vinsanto hvað forvitni- legast. Það er hvorki hvítvín, rauðvín, freyðivín, lambrúskó né grappa - heldur eitthvað sem gæti komið í staðinn fyrir púrtvín eða sérrí, enda er áfengismagn þess um 18%. Það er þó ferskara og bragðléttara, ekki eins sætt og leggst ekki eins þungt á bragð- laukana og flestar sérrí- og púrt- vínstegundir. Þetta er ábætisvín, yfirleitt drukkið síðla kvölds og vera má að jpað flokkist undir messuvín hér á landi, enda þýðir vinsanto heilagt vín. Grappa og lambrúska. Áður en lengra er haldið er kannski rétt að ég skýri lesend- um, sem ekki eru mjög fróðir um vín, frá hvað grappa og lam- brúskó er. Lambrúskó er ferskt og sval- andi rauðvín, ögn áfengara en bjór, en ekki eins áfengt og miðl- ungs rauðvín. Það er drukkið kælt. Það þykir yfirleitt ekki mjög fínt, enda er það yfirleitt drukkið með spaghetti og öðrum réttum sem ítalir líta ekki á sem heilar máltíðir enda var okkur ekki boðið uppá lambrúskó í ferðinni. Grappa er eins konar forveri konjaks og einn af þjóðardrykkjum (tala, ásamt líkjör sem nefnist Strega. Graþpa er að mestu framleitt úr vínberja- berki. Vinnsluaðferðin er mjög flókin og seinleg, enda er vínið glært og rótsterkt, drukkið að lok- inni kvöldmáltíð. Óleyfilegt er að bæta sykri og vínanda í öll vín sem framleidd eru á Ítalíu. ítölsku kampavínin og freyðivínin Og nú er komið að freyðivínunum og ítölsku kampavíni. Eitt vinsæl- asta freyðivínið hér á landi er ítalskt og heitir Riccadonna. Nokkrar freyðivínstegundir á ítal- íu eru þó betri, eins og t.d. Fabio. Við heimsóttum Fabio sjálfan á víngarð hans. Hann tók á móti okkur; grannvaxinn maður innan við fertugt, með sólgleraugu og í snjáðum gallabuxum. Hann talaði áberandi góða ensku með amer- ískum hreim, enda kom í Ijós að hann er kvæntur bandarískri konu og bjó um skeið í Bandaríkj- unum. Þótt hann hafi ekki fram- leitt vín lengi er freyðivínið hans og kampavínið orðið svo vinsælt að hann getur engan vegin annað eftirspurn. Hann leggur áherslu á að nota það besta úr ítölsku vínframleiðsluaðferðunum og þar að auki hefur hann komist yfir mjög verðmætar franskar aðferðir og vélakost, enda er það mál manna að kampavínið hans sé með því besta sem þekkist í heiminum í dag. Þó skipta tæki og aðferðir ekki meiginmáli varð- andi víngerð, heldur vínberin sjálf. Fabio varð fyrir miklum bú- sifjum í fyrrasumar vegna mikillar vetrarhörku, sem eyðilagði fyrir honum mörg ólífutré og fór illa með jarðveginn. Uppskeran varð minni fyrir bragðið, en hann telur þó að vínárgangurinn 1985 verði afburða góður, þar sem menn lögðu sig alla fram um að hlúa sem best að vínberjunum. Þeir sem gáfust upp fyrir vetrarhörk- unum notuðu hins vegar vatn og tréspíra til að drýgja framleið- sluna. .. Freyðivín er búið til úr úrvals vínberjum og framleiðsla þess er mjög flókin. Kampavínsgerð er enn flóknari. Það er metnaðarmál Fabios að Ítalía verði aftur að besta kampavínlandi heims - eins og það var fyrir mörgum öldum. Slæmt árferði og óprúttnir svindlarar hafa þó sett strik í reikninginn undanfarin tvö ár. 80 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.