Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 73

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 73
LUXUS GJALDÞROT TEXTI: JÓN MAGNÚSSON LÖGMAÐUR Því er haldiö fram, að fátt sé jafn skaðlegt sjálfsvirðingu fólks og að missa vinnu og vera atvinnulaust. Þeir sem tapa eigum sínum, - verða gjaldþrota, eru þó venjulegast verr settir. í sumum tilvikum stafar gjaldþrot af langvarandi atvinnuleysi. Þau tilvik eru þó tíðari hér á landi, þar sem atvinnleysi hefur nánast ekkert verið undanfarin ár, að gjaldþrot stafi af almennri óreiðu í (jármálum, skorti á sjálfsbjargarviðleitni, en ekki síður af því að lagt hefur verið út í atvinnurekstur, sem rekinn er með tapi. Aundanförnum árum hefur beiðnum um gjaldþrotaskipti fjölgað mjög hér á Iandi, svo og gjaldþrotaúrskurðum. Sem daemi má nefna, að árið 1981 voru beiðnir um gjaldþrotaskipti í Reykjavík 195, en árið 1985 voru þaer 762. Tvö síðustu ár hefur fjölgunin orðið svo mikil, að útilok- að er annað en viðurkenna að hún endurspegli aukna erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar. Þannig fjölgar beiðnum um gjaldþrota- skipti um rúmlega helming á árinu 1984 frá árinu á undan og í fyrra fjölgar beiðnum enn svo mikið að fjölgunin frá árinu á undan er sú sama og allar gjaldþrotabeiðnir 1983. Taka verður fram að fjöldi gjald- þrotabeiðna segir e.t.v. ekki alla sögu um hversu margir verði gjaldþrota, því að stundum er beð- ið um gjaldþrot, en síðar kemur í Ijós að viðkomandi getur greitt skuldir sínar. I þeim tilvikum falla aðgerðir niður, - aðilinn verður ekki gjaldþrota. Þetta breytir þó ekki myndinni verulega að mínu mati. Ljóst er að það færist í aukana að einstaklingar og félög sjái enga leið út úr fjárhagsörðug- leikum og neyðast til, eða séu neyddir til, að gefa sig upp sem gjaldþrota. Á það má einnig benda í þessu sambandi, að skuldamál- um flölgar verulega, dómum, fjár- námum og uppboðum. Hvað er gjaldþrot? I stuttu máli þá er það gjaldþrot, þegar einstaklingar eða félög eiga ekki fyrir skuldum og sjá ekki fram Beiðnir um að bú væru tekin til gjaldþrotaskipta í Reykjavík: 1981 .195 1982 .210 1983 .246 1984 .527 1985 .762 Gjaldþrotabeiðnir 1985 1984 v/félaga 191 145 v/einstaklinga 571 382 alls 762 527 Gjaldþrotaúrskurðir alls 211 167 v/félaga 32 47 v/einstaklinga 179 120 á að geta borgað skuldir sínar í fyrirsjáanlegri framtíð. CJndanfari þess að beðið sé um gjaldþrotaskipti er iðulegast, að sá aðili sem er í fjárhagserfið- leikum greiðir ekki skuldir sínar á réttum gjalddögum. Skuldareig- andi krefur hann að jafnaði nokkr- um sinnum um greiðslu, en þegar ekkert gengur í því efni, er málið afhent lögfræðingi til innheimtu. Lögfræðingurinn krefur um greiðslu, en beri það ekki árangur, sem sjaldnast er, er skuldaranum stefnt fyrir dóm og hann síðan dæmdur til að greiða skuld sína. Viku til hálfum mánuði eftir að dómur er kveðinn upp er hann aðfararhæfur sem svo er nefnt. Það að dómur er aðfararhæfur þýðir að gera má fjárnám í eignum skuldara, þ.e. skrifa upp eignir skuldara og taka þær ef um lausa- fé er að ræða og krefjast síðan nauðungaruppboðs á eignunum. Séu eignimar boðnar upp án þess að full greiðsla komi fyrir eða geti skuldari ekki bent á eignir, er gert árangurslaust fjárnám og síðan krafist gjaldþrots. Þetta þýðir, að þeir sem biðja um gjaldþrot eru venjulegast þeir, sem hafa lánað viðkomandi. Sá sem sér fram á að hann eigi ekki fýrir skuldum getur líka sjálfur beðið um að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta. Það er að sjálf- sögðu kostnaðarminna fyrir alla aðila að slíkt sé gert, en einhvern veginn forðast menn það í lengstu lög að gera slíkt, þrátt fyrir að fýrirsjáanlegt sé að þeir geti ekki greitt skuldir sínar. Einhvern veginn virðist sá skiln- ingur hafa þróast með þjóðinni að gjaldþrot jafngildi svikum eða jafn- vel þjófnaði. Slíkt er alrangt. Það vill enginn verða gjaldþrota. Það ætlar sér enginn fýrirfram að reka fyrirtæki sitt með tapi. Gjaldþrot er fjárhagslegt skipbrot þess sem í því lendir. Það skipbrot vilja menn ekkert síður forðast en eiginlegt skipbrot úti á reginhafi. Hér vil ég þó undanskilja hreina glæpa- mennsku, sem er til, þegar stofn- sett eru gervifélög sem fyrirfram er ætlað það hlutverk að fara á haus- inn. Slíkt er þó afar fátítt. Algeng- ara er hins vegar, að menn freistist til þess að skjóta eignum sínum undan eða geri vafasamar ráðstaf- anir þegar þeir sjá að allt stefnir í óefni. Greiðslustöðvun Áður en beðið er um gjaldþrot eiga menn þess kost að biðja um greiðslustöðvun. Forsenda þess er sú, að menn vilji reyna að koma nýrri skipan á fjármál sín með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda. Greiðslustöðvun getur staðið í allt að fimm mánuði. Helstu réttaráhrif greiðslustöðvun- ar eru þær, að á meðan hún varir er óheimilt að gera Ijárnám eða lögtak í eigum skuldara, eða selja þær á nauðungamppboði. Einnig er óheimilt að gjaldfella skuld vegna greiðslu afborgunar eða vaxta. Þá er þeim sem fær greiðslu- stöðvun óheimilt og óskylt að greiða gjaldfallnar skuldir, með vissum undantekningum þó. Hann má heldur ekki stofna til verulegra skuldbindinga, nema til að geta haldið áfram starfsemi sinni, gæta hagsmuna lánardrottna sinna, forða tjóni eða afla sér og sínum daglegra nauðsynja. Greiðslustöðvun er því gott úr- ræði fyrir þá, sem telja að þeir geti komist út úr vandamálunum, en þurfi aukið svigrúm til þess. Greiðslustöðvun þýðir að það verður að endurskipuleggja starf- semi fyrirtækisins eða einstaklings- ins. Slík endurskipulagning og að horfst sé í augu við raunveruleik- ann eru til góðs. Vandamálið er hins vegar, að oft er beðið með að biðja um greiðslustöðvun of lengi. Það þýðir að því sem hefði verið hægt að bjarga, verður ekki bjargað, vegna þess að staðan er orðin of erfið. Hér kemur því enn til, að menn berjast of lengi í vonlausri stöðu og neita að horfast í augu við staðreyndir. Greiðslu- stöðvun er því iðulega undanfari gjaldþrots. Gjaldþrotaskipti Hér á undan er bent á, að bæði þeir sem sjá ekki fram á að geta greitt skuldir sínar og þeir sem gert hafa árangurslaust lögtak, þ.e. fyrirtæki og einstaklingar sem reka atvinnurekstur, eiga að gefa sig upp til gjaldþrotaskipta sjái þeir ekki fram á að geta staðið í skilum. Krafa um gjaldþrotaskipti er send til sýslumanns og bæjarfógeta, í Reykjavík borgarfógeta. Þessir að- ilar eru við meðferð gjaldþrotabús nefndir skiptaráðendur. Skiptaráð- andi kveður upp úrskurð um það hvort orðið skuli við kröfu um gjaldþrotaskipti. Þegar úrskurður þess efnis er genginn, auglýsir skiptaráðandi gjaldþrotaskiptin í Lögbirtingablaðinu og gefur út innköllun til skuldheimtumanna að lýsa kröfum í búið innan 2ja mán- aða frá fyrri birtingu auglýsingar um gjaldþrot. Om leið og gjaldþrotaúrskurður er kveðinn upp er þrotamaður (sá sem úrskurðaður er gjaldþrota) sviptur umráðum yfir eignum sín- um og skiptaráðandi tekur í sína vörslu öll bókhaldsgögn viðkom- andi. Skiptaráðandi tekur síðan allar nauðsynlegar ákvarðanir, sem ekki þola bið, t.d. hvort halda skuli atvinnurekstri áfram. Telji skipta- ráðandi að þrotamaður hafi gerst sekur um refsiverðan verknað lætur hann þar til bær yfirvöld kanna það. Þetta á einkum við ef talið er að þrotamaður hafi reynt að koma undan eignum fýrir upp- haf skipta. Þegar kröfulýsingarfrestur er út- runninn, boðar skiptaráðandi til skiptafundar með þeim, sem eiga kröfur í búið. Á þeim fundum er rætt um hvernig með skuli fara og endalokin eru síðan þau að skipta- ráðandi boðar til fundar til að fjalla um reikinga búsins og hvernig LÚXUS 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.