Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 30

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 30
Grillið er handsmíðað, hver stöng er lamin til og fest þannig að enginn misbrestur sjöist eða komi í Ijós, Hér pússar starfsmaður vélarhlff fyrir sprautun, en sprautuklefinn sést í baksýn. slegið er til með hömrum. Þó koma frambrettin tilbúin til verksmiðjunnar. Samsetning bílsins krefst mikillar ná- kvæmni og þolinmæði. Þegar trégrindin er tilbúin er yfir- byggingunni komið fyrir á henni, ásamt vél, fjöðrum og hjólabúnaði. Hér er það næmt auga og reynsla starfsmanna sem skiptir máli, ekki tölvu- væddar samsetningarvélar. Að lokinni samsetningu fer hver bíll á málningarverk- stæði. Þar fá bílarnir sex lög af málningu, fyrir utan undir- vinnuna sem lögð er í þá, þ.e. grunn og fylliefni. Úr málningarskálanum er bílunum rúllað í lokasamsetn- ingu. Klæðningin er límd í bílana, eftir að hafa verið handsaumuð í fornfálegum saumavélum. Stólum, stýri og rafmagnsbúnaði er síðan komið fyrir og að síðustu er blæjunni komið fyrir yfir far- þegarýminu. Þegar bílarnir eru tilbúnir fara þeir í sérstak- an sal, þar sem þeir eru yfir- farnir eftir óskalista hvers kaupanda. Bílarnir hverfayfir- leitt jafnóðum og þeir eru til- búnir, því kauþendur hafa sumir beðið á annað ár eftir að líta gripinn augum-biðlist- inn eftir Morgan bílum er það langur. Það er ekki hægt að gera sömu kröfur til Morgan og nútíma sportbíls, einfaldlega vegna þess að hann er byggður á gömlum merg, og hefur að mestu verið eins í fjörutíu ár. Aksturseiginleikar hans komast ekki nærri nú- tímabílum. Það er líka róm- antíkin í kringum bílinn sem kauþendur sækjast eftir og „sálin,“ sem slíkur bíll hefur, en ekki það að geta ekið á tveimur hjólum gegnum beygjur og yfir hóla og hæðir. Morgan bílinn, sem blaða- maður Lúxuss reynsluók var búinn 96 hestafla Ford vél, en vélar og gírkassa fær verk- smiðjan frá Ford, Fiat eða Rover. Það hafði staðið til að þrófa 190 hestafla Morgan Plus 8, en daginn áður hafði Prinsinn af Wales litið inn og fengið bílinn að láni. Plus 8 er tryllitæki, sem kemst á rúmum fimm sekúndum uþp í 100 km hraða. Kannski seinna... En bíllinn sem blaðamaður reyndi er sá sem mest er keyptur af Morgan bílunum. Vélin er fjögurra strokka, búin einum tvöföld- um Weber blöndungi og fimm gíra gírkassa. Ef ekki væri fyrir þá sér- stöku tilfinningu sem það vek- ur að aka Morgan, hefði ofan- rituðum þótt lítið til bílsins koma. Fjöðrunin er grjóthörð og bíllinn hossast illþyrmilega og harkalega yfir ójöfnur á vegum. Líklega getur hann verið stórvarasamur í hrað- akstri, afturendinn er svo laus, - ekki síst í hálku. Morg- an eigandi tekur bílinn líka aðallega útúr skúr á sunnu- dögum og fer bæjarrúntinn. Kúpling og bremsur voru níð- þungar og skiþting í gíra þunglamaleg. Vélin vann hins vegar frísklega og þó ákveðni þyrfti við stýrið, vakti bíllinn Ijúfar kenndir. Bogadregnar línur framhlutans blasa við ökumanni gegnum litla fram- rúðuna, sem sannarlega er öðruvísi en á nútíma kassa- bílum. Þó pláss sé lítið fyrir ökumann og framsætisfar- þega er það andinn, sem kitl- ar þá sem aka bílnum. Þetta er öðruvísi. Morgan 4/4, eins og blaða- maður ók, telst fjögurra sæta, en aftursætin rúma aðeins smávaxna eða börn. Slíkur bíll myndi hingað kominn kosta rúmar milljón krónur, en Plus 8 tryllitækið nærri eina og hálfa milljón. En fyrir fjáðan er líka góð tilfinning að vita af að úti í bílskúr standi sportbíll, handsmíðaður af áttatíu manna sérþjálfuðu starfsliði. Einstakur bíll, sem hægt er að draga fram í góðu veðri. Þá kæmi ekki að sök að enginn annar á slíkan bíl hérlendis... □ 30 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.