Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 69

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 69
LÚXUS skrásett og ljósmyndað, en síðan er þeim svo komið fyrir á hinum ýmsu stofnunum borgarinnar. Svo eru hér sýningar af margvíslegum toga, innlendar og erlendar, - hús- ið er leigt út til sýninga og við stöndum fyrir sýningum, þannig að oft vill verða erilsamt. — Ertu eins konar drottning í n'ki þínu hérna, sem öllu stjórnar? „Nei, og langur vegur þar frá. Yfir mér er fimm manna stjórn, skipuð þremur borgarfulltrúum og tveimur listamönnum, þannig að í rauninni er þessi stjórn pólitísk og ég er eins konar framkvæmdastjóri hennar. Þó svo að ég sé síður en svo hlynnt einhverju drottningar- veldi, þá er það mín skoðun að þar sem listráðunautur er ráðinn í skamman tíma, fjögur ár í senn, þá ætti sá ráðunautur að fá að ráða meiru varðandi starfsemi hússins og falla þá eða standa með ákvörðunum sínum. Að mínu viti er það hverjum og einum hvatning til átaka ef hann er ábyrg- ur gerða sinna, en getur ekki kast- að skuldinni á aðra ef illa tekst til. Stofnun sem Kjarvalsstaði verður að reka með reisn og af alúð. Allir þættirnir verða að vera vel samofn- ir ef vel á að takast - og þegar ég segi þættir, þá á ég við menning- arstofnunina sjálfa, listamennina, sýningargesti og svo stjórn hússins. Við þessa ræðu hefur Þóra öll faerst í aukana og auðfundið er að hér fer tiirmningarík kona, sem vill veg listarinnar sem rnestan. En skyldi hugur Þóru sjálfrar aldrei hafa stefnt til list- sköpunar á einhverju sviði? „Nei, það held ég ekki. Að vísu hafði ég mikinn áhuga á bygging- arlist hér fyrr á árum og langaði jafnvel að verða arkitekt, og ég hef alltaf jafn gaman af að skoða bygg- ingar og hús. í því sambandi get ég sagt frá reynslu sem ég varð fýrir á Indlandi, nánar tiltekið þegar ég leit augum hina guðdómlega fallegu byggingu Taj Mahal, svo hvíta og fullkomna - ég fór bara að hágráta. Þetta hefur svo sem oftar komið fyrir mig, t.d. þegar ég skoðaði E1 Greco safnið í Toledo. Ég varð svo gagntekin að tárin tóku að streyma, rétt eins og ein- hver ventill hefði brostið. — Hvað gerir þú í frístundum? „Ég held að ég megi segja að ég eyði mestum af frítíma mínum í ferðalög. Mér eru þau afar mikils virði og við hjónin ferðumst mikið. Við kynnumst alltaf einhverju nýju og skemmtilegu í hverri ferð og aldrei er að vita hvar hægt er að verða fyrir upplifun, það getur verið uppi á fjallstindi, inni í fornri kirkju, nú eða þegar litið er í augun á tígrisdýri! — Að lokum, Þóra, viltu ekki segja frá einhveiju sem liggur þér á hjarta varðandi starf þitt? „Ég er ákafur aðdáandi Kjatvals og mér finnst brýn nauðsyn, að hér sé alltaf Kjarvalssýning, ekki rykfallin sýning, heldur sýning sem væri endurnýjuð reglulega. Hér komu útlendingar um daginn til að skoða menningarverðmæti, en við gátum ekkert sýnt þeim frá Kjarval því það var allt í geymslu niðri í kjallara. Þetta er ótækt og má ekki henda. Reyndar hefur sú hugmynd skotið upp kollinum hjá borgarstjórn, að byggja við Kjar- valsstaði sérstakt Kjarvalssafn og með því móti fengju verk Kjarvals stöðugt að vera uppi og minning hans að njóta þeirrar virðingar sem hún á skilið. Kjarvalssafnið er að mínum dómi hjarta þessa húss og það verður að fá svigrúm til að slá af þeim þrótti sem því er eðlilegt. □ PÁLL PAMPICHLER, STJÓRNANDI SINFÓNÍUHUÓM- SVEITAR ÍSLANDS: „Get alltaf hlustað á hœga kaflann í 8. sinfóníu Bruckners“ Það eru ekki margir á Ísíandi sem hafa eins oft verið nefndir í fjölmiðlum og Páll Pam- pichler Pálsson. Skýringin á því er sú að maðurinn er stjómandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, stjómandi Karlakórs Reykjavíkur um árabil, auk þess sem hann kennir trompetleikurum framtíð- arinnar að blása í trompet í Melaskólanum í Reykjavík. Enn- fremur leggur hann stund á tón- smíðar og eftir hann liggja út- setningar, all viðamiklar í sniðum. Hljómlistarmaðurinn Páll Pampichler Pálsson var sóttur heim á dögunum þar sem hann LÚXUS 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.