Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 27

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 27
LUXUS Hin glæsilega Nissan bifreið fyrir utan sýningarhús Ingvars Helgasonar. Hreint frábær bill, sem aldrei verður framleiddur í nægilegu magni til að hann skili hagnaði. En það var nú víst ekki endilega markmiðið með smíði hans . .. ljösm.: gunnlaugur rögnvaldsson UNDRABÍLUNN NISSAN MID 4 TIL SÝNIS HÉR: Bœði fram- og afturhjól geta beygt samtímis TEXTI: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Heyrðu, ég var að klessa Porsche sportbílinn minn. Ég ætla að fá einn svona. Er það hægt?“ Þetta sagði einn fjöl- margra bílaáhugamanna, sem lögðu leið sína í sýningarsal Ingvars Helgasonar við Rauða- gerði í Reykjavíkurborg á dögun- um. Á gólfinu stóð einn glæsileg- asti sportbíll, sem til íslands hefur komið. Eldrauður og glansandi Nissan Mid 4 sportbíllinn heillaði flesta sem hann sáu, en þó var útlitið aðeins fallegur umbúnaður utan um flókinn og nýstárlegan tækjabúnað. Bíllinn hafði aðeins verið sýndur í Frankfurt í Þýska- landi og er landinn því með þeim fyrstu sem berja bílinn augum. „Nissan Mid 4 hefur verið í smíðum í mörg ár. Ég heimsótti verksmiðjurnar í fyrra og fregnaði þá að eitthvert framúrstefnu farar- tæki væri í smíðum. Aðrar upp- lýsingar voru ekki á lausu, þessu hafði verið haldið leyndu í mörg ár. Þá bað ég um að fá bílinn á sýningu hérlendis þó ég vissi ekk- ert um hvernig hann liti út. Það tókst,“ sagði Júlíus Vífill Ingvars- son, sölustjóri Nissan umboðsins, í samtali við Lúxus. „Svona bíll er fyrst og fremst hannaður til að gefa framleiðandanum góða ímynd, er táknrænn. Þetta hefur kostað ógnarfé og þó bíllinn verði seldur á almennum markaði, nær það varla upp í kostnað. Það er heldur ekki markmiðið". En hvað er svo sérstakt við Nissan Mid 4? Jú, hann er fjór- hjóladrifinn, stýrist á fjórum hjólum, hefur fjóra ventla á hvern strokk og fjóra knastása. Vélin er í miðjunni að hætti nýtískulegra sportbíla, er sex strokka og því með alls 24 ventla. Önunarkerfið er tvöfalt. Kveikjukerfið er tölvu- stýrt, m.a. þannig, að hvert kerfi hefur sérstaka nema, sem valda 100% nýtingu neistans í hverju slagi. Bensíngjöfin er ekki tengd vélinni með köplum, heldur eru sérstakir nemar, sem við inngjöf gefa rafbúnaði til kynna hve þungt ástig á bensíngjafafetilinn er. Vél- in skilar um 230 DIN hestöflum, sem er ekkert óskaplegt, en gott vinnslusvið og mikið snúnings- vægi bætir það upp. Vélin vinnur vel á lágum sem háum snúningi. Fjórhjóladrifið skiptir vélaraflinu þannig, að 33% fer í framhjól, en 67 í afturhjól, með vökva- og diskabúnaði, sem þegar þekkist í mörgum keppnisbílum. Gírkass- inn er fimm gíra og beinskiptur. Bremsukerfið er búið kældum diskabremsum og ABS búnaði, sem varnar læsingu hjólanna við nauðhemlun. Og ekki er allt upp- talið. Fjöðrun og stýrisbúnaður er þannig að bæði fram og afturhjól geta beygt í sama mund, en aðeins á ferð. Þetta veldur því að aksturseiginleikarnir eru eins og best verður á kosið. Ef bíllinn er í þann mund að skríða út að aftan beygja afturhjólin með fram- hjólunum og bíllinn helst límdur við veginn. Enginn tölvubúnaður er í far- þegarýminu, eins og búast mætti við af framúrstefnubíl. Mælar eru með gamla laginu og pláss er lítið í tveggja sæta bílnum. Öku- maður sest sem smurður í körfu- stól og getur sig lítið hrært. Hver hefur áhyggjur af slíku með jafn fullkominn búnað til aksturs? Kannski íslendingar sem leggja meira uppúr útlitinu, en það er líka mjög rennilegt. □ LÚXUS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.