Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 16

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 16
nema ema setnmgu, sem eg hefði þó sjálfur lært af þessu, annars væri ég hættur. Ég hafði ekki fyrr iokið þeirri hugsun en í huga mér kemur setning, sem ég segi upphátt við sjálfan mig, og síðan hefur verið mitt leiðarljós: „Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið." Og nú skildi ég í fyrsta skipti hvað Kristur átti við, þegar hann taiaðí um fjársjóð- inn á himnum, sem hvorki mölur né ryk fengi grandað, og ég skildi nú á nýjan hátt. Eini fjársjóðurinn, sem við ge- tum tekið með okkur yfir í aðra tilvist, eru góð verk og góðar hugsanir. Þá kemur hingað frægur enskur miðitl, kona. Ég tek á móti henní sem forseti Sálar- rannsóknafélagsins, og fer með hana heim til mín í kaffi. Hún er varla sest níður með okkur hjónunum, fyrr en hún segír við mig: „Þú átt að fást við lækningar." Ég varð stein- hissa, sagði henni að ég hefði enga sálræna hæfileika. Þessi skilaboð hlytu að eiga víð konuna mína, Jónu Rúnu, er hefði mikla dulræna hæfi- leika. Miðillinn lét ekki segjast og fullyrtí að mér væri ætlað að fást við „absent healing". Þá var ég næstum dottinn aftur fyrir mig af undrun. Því hún talaði um lang æðstu tegund af lækningu. Sá sem það verk vinnur, þarf hvorki að sjá né snerta þann sem hann læknar. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að hafda um þessa konu, en afsakaðí hana á þeim grundvelli, að ein- hverjir straumar frá Jónu Rúnu hlytu að vera þarna að verki. Hún ætti auðvitað við Jónu Rúnu en vissi það bara ekki. Manneskjan vildí þó alls ekki láta segjast, og mig þá hvort ég væri mótfallinn að verða farvegur fyrir lækningar að handan. Ég kvaðst ekkert hafa á móti því, en fór hálfgert hjá mér; fannst ég ekki vera þess verðugur. Oa hvað átti hún síðan við? Atti ég að setja auglýsingu í blöðin og til- kynna að nú væri ég orðinn lækningamiðill, eða hvað? Ég hélt nú ekkí. Þegar miðillinn var farinn talaði ég um þetta við konuna mína; hér væri nú misskílningur á ferðinni. „Nei,“ sagði Jóna Rúna, „þetta er rétt hjá henni.“ Og hver héldi hún að myndi láta sér detta í hug hringja i Ævar R. Kvaran leikara, leikstjora o.s.frv. og segja: „Heyrðu, það eru voðaleg veikindi hjá mér. Get- urðu ekki reddað því?“ Þetta var nú einum of ólíklegt. - En næstu nótt vekur Jóna Rúna mig og segir mann vera kom- ínn að finna míg; Indíána að nafni White Arrow, Sá værl hvorki hár né grannur, hvað þá að hann bæri fjaðraskúf, en hann hefði óskaplega sterkt augnaráð. Hann segð- ist hafa verið uppi fyrir mörg- um hundruðum ára og hafa fengist við lækningar hjá sín- um þjóðflokki. Hann vildi gjarnan fá að starfa að þeim áfram. Mætti hann nota mig sem farveg. „En næstu nótt vekurJóna Rúna mig og segir mann vera kominn að finna mig, indíána að nafni White Arrow. Sá væri hvorki hár né grannur, hvað þáað fjaðraskúf, en hann hafði óskaplega sterkt augnaráð ... Biður fyrir sjúkum Ég kvað þetta vera guð- velkomið. Síðan vekur hún mig aftur næstu nótt og segir mér að nú sé kominn enskur læknir, sömu erinda og Indí- áninn nóttina áður. Svona heldur þetta áfram. í víðbót komu Þjóðverjí, Rússí, Kfn- verji, sérfræðingur i nála- stungum, og að lokum tveir íslendingar. sem ég hafði þekkt þegar þeir voru lifandi. Þetta er fólkið. sem er á bak við mig, og það hefur verið það frá 1974. - En hvernig átti ég að hefja þetta starf? Það var nú vandamálið. Þá gerist það, að til min hringir fuilorðin kona, sem ég veit engin deili á, og fer fram á það við mig að ég biðji fyrir 24 ára konu, lamaðri frá mittí. Læknar hefðu þvertekið fyrír nokkra batavon, sagði við- mælandi minn. Ég skildi ekk- ert f manneskjunni að leita til mín. Þá sagði hún mér að hún væri skyggn og gædd fleiri dulrænum gáfum, sér hefði verið sagt að leita tíl mín. Ég bað fyrir þessari ungu, lömuðu konu, í nafni kærleik- ans, miskunnseminnar og náðarinnar. Ég legg mig allan fram í bæninni og ávarpa um leíð þá aðila, er vildu nota mig fyrir farveg, og ég bið þá að hverfati! sjúklingsins. Ég vissi aldur hennar, nafn, heimilis- fang og sjúkdómsgreiningu færustu lækna þessa lands. Annað vissi ég ekki. Og síðan hef ég alltaf beitt þeirri aðferð sem ég notaði, en ég hef ekkí hugmynd um hvernig ég fékk hana. Hvað um það. - Þrem vik- um síðar hringir konan aftur og segist hafa stórkostleg tíð- indi að færa mér. Hún hafi séð læknana mína umhverfis ungu konuna, sem fljótlega hefði farið að geta hreyft tærnar á öðrum fætinum og gæti nú gengíð dálítið um gólf; allt benti til þess að manneskjan yrði alheil. Þá spurðí ég hvað veraldlegu læknarnir segðu um þetta. „Þeir segja að þetta getí ekki átt sér stað, og skoða hana aftur á bak og áfram, en hún er að verða alheil.“ - Ég veit ekki betur en að þessi unga kona gangi nú eins heil um göturnar og hver annar. Ég hef þó ekki hugmynd um hver hún er; þekki hana ekki einu sinni í sjón. Síðan hefur fólk leitað til mín í síauknum mæli, en þeir fyrstu sögðust hafa fengið ábendingu um að gera það. Ég hef skráð hjá mér nöfn og heimilsföng þeirra, sem ég hef beðið fyrir, og nú eru þeir orðnir 6277,“ segir hann og sýnir mér snyrtilegar bækurn- ar; tvær stórar skjalamöppur. „Hvert er viðhorf þitt, Ævar, til hlutverks þíns í þessu sambandi?" spurði ég. „Ég er þakklátur því að það reyndist vera hægt að nota mig sem farveg. Annað og meira er ég ekki. í þrjátíu ár reyndi ég að bæta mig; bæta minn innri mann. Einhvern ár- angur hefur það borið. En einlæg ósk mín, þess efnís að fá tækifæri til þess að bæta líka fyrir ýmsar gjörðir rtiínar, hefur kannski líka stuðlað að því að ryðja þenn- an Kemur að skuldadögum Menn vita ekki, eða vilja stundum ekki skilja, hversu mikilvægt það er að vanda hugsunarhátt sinn, ekkert síður en verkin. Kannski er lang mikilvægasta hlutverk okkar, hér á jörðinni, að íhuga innræti okkar; hugsanirnar. Illt hugarfar getur beinlínis eyði- lagt líkamsheílsu þess, er það temur sér, alveg eins og það getur skaddað móttakandann - og þar með gert sendand- ann enn ábyrgari. Fyrr eða síðar þarf hann að gjalda fyrir það, oft mjög dýru verði. Við breytumst ekki í engla við að deyja, svo auðvelt er það ekki. Það kemur að skuldadögum fyrir illu hugs- anirnar alveg eins og fyrir illu verkin. Illar hugsanir eru ill verk, þær hafa raunverulega afleiðingar. Mönnum hefur verið sagt þetta öldum saman. Þeir hlusta, en fæstir heyra. Einn góðan veðurdag er allt í einu of seint að iðrast og biðjast fyrirgefningar. Slys- in gera ekki boð á undan sér... Hatur, heift og úlfúð skilja líka eftir sig merki í húsum manna; óæskilegt andrúms- loft og áhrif. Sumum er það gefið að átta sig á svona löguðu, og þeir eru furðu margir. Á sama hátt skilja góðvild og fallegt hugarfar eft- ir sig græðandi spor. Það má líka finna fyrir því í kringum fólk og í húsum þess. Það er alls ekki óskynsamlegt að reyna að kynna sér dálítið hvers konar fólk hefur búíð í íbúð, sem maður hefur hug á að kaupa eða leigja. Það get- ur meira að segja skipt miklu máli á marga vegu. Sömuleíðis er manni eins gott að vanda vel til vina. Það er alls ekki sama hvers konar umgengnishætti manneskjan temur sér. Þetta er allt svo einfalt, en hvað á að gera ef fólk neitar að heyra? Kærleikurinn og kærleiks- boðskapurinn allur er það míkilvægasta í lífinu." Ég hafði hlustað á Ævar í 6 klukkustundir, og hefði fegin hlustað lengur. Honum er lag- ið að segja frá, svo mikið er víst. □ P.S. Vegna kennslu og annarra starfa þarf Ævar R. Kvaran að skipuleggja tíma sinn. Símatími hans, vegna beiðna um fyrirbænir, er á mánudög- um og föstudögum frá ki. 11-12 f.h.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.