Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 82

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 82
LÚXUS BALDVIN JÓNSSON - Frh. af bls. 45 líður held ég að hinn fullkomni þroski felist m.a. í því að óttast aldrei neitt, losna við kvíðann eða virkja hann sér í hag. Mér finnst ég vera að nálgast þetta svona smátt og smátt. T.d. finnst mér ég alltaf verða minna og minna stressaður, þó ég hafi í rauninni aldrei verið mjög stressaður, a.m.k. ekki miðað við suma, vegna þess mér líður alltaf best þegar mikið er að gera. Mér finnst skemmti- legra í desember en í janúar, því þá er svo miklu meira að gerast, og í janúar kemur svo bakslagið." Neikvætt í jákvætt - Hvernig bregstu við þessu bakslagi? „Ja, áður fyrr fór veturinn alveg rosalega í taugarnar á mér; myrkrið, snjórinn og kuldinn, og þyngdi mjög bakslagið í janúar. Sem sagt bæði lítið að gera og svo vetrarríkið. Nú, mér hafði nátt- úruiega ekki tekist að breyta vetrin- um, en smátt og smátt áttaði mað- ur sig á því að það er hægt að snúa þessu við, breyta sjálfum sér þannig að maður geti haft gaman af þessu í stað þess að láta þetta fara svona í taugamar á sér. Ég fór til Austurríkis að læra á skíði, og þar opnaðist fýrir mér nýr heim- ur. Ég aðlagaði mig sem sagt vetrinum, og næstu árin á eftir varð það þannig að þegar fyrstu snjóarnir komu fór maður út og virkilega naut þess að sópa af Gömul sveitasetur Framhald af síðu 78 frjálsan aðgang að fallegum garði. Þarna geta fimmtán manns dvalið samtímis í einu tveggja íbúða húsi og öðru sem rúmar fjóra. Fattoria Bucine er endurnýjað sveitasetur í stórum garði sem er umgirtur háum veggjum. Þarna eru ólífulundir og vínekrur þar sem Chianti-vínið er framleitt. Gestir geta keypt vínið beint úr vínkjallaranum. Húsið tekur fjóra, það eru svalir á eldhúsinu og næsta hús er í 200 m fjarlægð. Skammt frá er verslanamiðstöðin Bucine og járnbrautarstöð. Fattoria Monteluce er umlukt ökrum, kjarrlendi, ólífulundum og vínekrum. Þetta er ævagamalt óðalssetur; nokkur hús og útihús sem standa í hnapp umhverfis hæðarhrygg sem aðskilur Arnó- dalinn frá Chiana-dal. Þarna geta 28 manns búið samtímis. 1 aðal- þyrpingunni eru fjórar íbúðir og hver þeirra tekur fjóra gesti. Tveir aðskildir sveitabæir taka auk þess sex manns hvor. Þarna er morgunverður borinn fram í sam- eiginlegum sal og frá þessari húsaþyrpingu eru ca 2 km til bæjarins Pergine. bílnum. Og þetta gildir auðvitað um flesta hluti sem virka neikvætt á mann; með því að takast á við þá og reyna að virkja þá í eitthvað jákvætt verður lífið miklu betra." — Verðurðu oft reiður? „Nei, ja... ég er mjög seinreittur til reiði og þegar ég reiðist er ég fljótur að afgreiða hana og gleyma. Ég fæ ekki mikla útrás í reiði.“ — Samkvæmt stjörnukortinu ertu hlýr og þægilegur í umgengni við fólk, en jafnframt lokaður til- finningalega... „Já, það er alveg hárrétt. Eins og ég sagði áðan á ég ekki nema örfáa vini og trúnaðarmenn þrátt fyrir mjög stóran kunningjahóp. Ég á ekki auðvelt með að tjá tilfinningar mínar og er að því leyti lokaður persónuleiki. Þetta vill stundum koma fram sem feimni." Baldvinafélagið - En þú hefur gífurleg „sambönd", ekki satt? „Ég hef verið heppinn í mínu vina- og kunningjavali. Það er til klúbbur sem kallast Baldvinafélag- ið og í honum eru nokkrir af mínum nánustu vinum. Við höfum þekkst... ja flestir í 20 ár, eða frá því að ég byrjaði að vinna hérna á Mogganum. Sumir eru reyndar stórir viðskiptavinir hérna. Öll sam- bönd og vinátta byggist auðvitað fyrst og fremst á trausti. Ég á líka marga góða kunningja erlendis; menn sem hafa mikil umsvif og eru stórir á sínum sviðum. En menn eru alltaf menn, sama hversu valdamiklir þeir eru. Castello di Cacciano er gam- all kastali frá 13. öld. Við einn virkisvegg hans er fjögurra manna íbúð sem stendur gestum til boða. Kýprusviður og ólífutré þekja tveggja hektara landareign kastalans og úr garðinum er frá- bært útsýni yfir vígin og Trovedal. Næsta íbúðarhús er í ca 300 m fjarlægð. La Maestá di Cacciano eða „Hágöfgin frá Cacciano" var byggð árið 1790. Þessu óðali fylgir 300 hektara landbúnaðar- jörð þar sem kýr eru á beit á sumrin og fyrirtaks gæðingar eru í hesthúsinu. Þarnaeru líkaólífu- lundir og vínekrur þar sem úrvals- gott Chianti-vín er framleitt. Um- hverfis óðalið er eikarskógur og kastaníulundir sem teygja sig upp hæðir sem eru á báða vegu frá húsinu sem er á opnu svæði á milli ánna Trove og Pieva við þjóðveginn. Áætlunarbíll stansar þarna tvisvar á dag og næsta íbúðarhús er í 100 m fjarlægð. Sex til átta gestir geta verið sam- tímis i „Hágöfginni." San Martino in Poggio var reist á 16. öld. Árið 1700 afhenti eigandi þess, aðalsmaður frá Siena, biskupssetrinu í Arezzo óðalið með því skilyrði að dag- lega yrði sungin hátíðarmessa í — En ertu ekki oft gagnrýndur fyrir að veita vinum þínum betri þjónustu en öðrum, t.d. láta þá fá bestu auglýsingasíðurnar o.s.frv.? „Öll gagnrýni er góð og jákvæð, svo framarlega sem hún er heiðar- leg, — en ég veit ekki til þess að viðskiptavinir Morgunblaðsins séu afgreiddir eftir því hvort þeir eru vinir mínir eða ekki. En ég er sosum ekkert hissa á þessari spurningu og geri mér grein fýrir því að það er fullt af fólki sem heldur að ég misnoti aðstöðu mína. Ég hef nokkrar áhyggjur af því í fjölmiðlaheiminum að ótrú- legustu menn skuli geta sest niður og skrifað persónulegt níð um náunga sinn, án þess að nokkur geti spomað við því. Sumir fjöl- miðlar eru hreinlega famir að taka það að sér að dæma menn löngu áður en mál þeirra hafa verið vand- lega rannsökuð og dómstólar fjall- að um þau. Mér finnast þessir kjaftasögudálkar passa mjög illa í svona litlu þjóðfélagi. Ekki það að ég skilji ekki hvað liggur að baki; samkeppnin er geysilega hörð og svo er fullt af fólki sem er æst í að lesa svona slúður. En þetta er farið að nálgast „gulu“ erlendu press- una, sem er óvönduð og lágkúru- leg, og fólk fær ekki frið fýrir blaðamönnum þeirra sem vinna í þeim anda að ef helmingurinn af því sem þeir skrifa er réttur, sé allt í lagi. Við höfum ekkert að gera með svona „blaðamennsku." Þjóðhagslega þenkjandi - Hvað stjórnmálin varðar segir kirkjunni sem er þarna skammt frá. Það hefur líka verið gert sam- viskusamlega síðan. I húsinu eru öll nútíma þægindi og klaustrið sem stendur á landareigninni hef- ur einnig verið endurnýjað í dæmigerðum Toskana-stíl. Húsið stendur á landi sem er fullt af gróðri, s.s. vínekru, gras- engjum og eikarskógi. Rúm er fyrir sex manns á prestssetrinu, gestaíbúðin tekur sex manns og í garðhúsinu er gert ráð fyrir fjórum gestum í viðbót. Næsta þorp, Ponticino, er í 3,5 km fjarlægð. Þar eru margar verslanir og járnbrautarstöð. Heilsugæsla er að sjálfsögðu fyrir hendi þarna, ef eitthvað kem- ur uppá. Þar sem bæði ísland og Ítalía eiga aðild að alþjóðlegum samtökum sjúkrasamlaga er læknisþjónusta mjög ódýr. Þeir sem ætla sér að skreppa í baðstrandarferð til útlanda í sumar eða haust eiga líklega ekki erindi til þessara virðulegu ódýru óðalssetra í hæðum Tosk- ana, en þeir sem vilja komast í snertingu við ítalskt þjóðlíf eiga væntanlega frumlegt, sérkenni- legt og eftirminninlegt ferðalag framundan. Þá er kannski heldur ekki úr vegi að fara utan hefð- bundins ferðamannatíma. Haust- stjörnukortið þitt þig vera frjáls- lyndan íhaldsmann með ákveðin prinsip, en þó almennt ekki mjög pólitískt þenkjandi. „Það er rétt að ég er það sem kallað er að vera frjálslyndur að því leyti að ég aðhyllist einstaklings- hyggju fremur en sósíalisma. Ein- staklingshyggjan er mjög rík í íslendingum og þarf að vera það að mínum dómi vegna þess hve þjóðin er fámenn. En stundum get ég alveg tekið vinstri beygju í þjóðfélagsmálum. Ég vil þannig fyrst og fremst líta á mig sem þjóðhagslega þenkjandi mann, en ekki kenna mig við einhverja hug- myndafræðilega stefnu, enda eru þessar stefnur sem menn eru alltaf að velta sér upp úr löngu úreltar. Ég held að á næstu árum eigi eftir að verða mikil breyting í íslenskum stjórnmálum. Ómerkta fýlgið á eftir að aukast mikið og línupólitík hverfur. Það á eftir að veita stjórnmálamönnum meira aðhald, þeir verða að sýna fólki áþreifanlegan árangur til að halda kosningu. Áherslan verður þannig meiri á einstaklingsframtakið, en þó með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Fólk af minni kynslóð á eftir að taka meiri þátt í pólitíkinni, enda erum við komin á þann aldur að við erum farin að hugsa um hvernig við viljum skila landinu af okkur, — það gengur ekki nema með aukinni þátttöku í ákvarðana- tökunni, - og þá er ég ekki að tala um hefðbundin kynslóðaskipti í pólitíkinni, heldur að æ fleiri láti til sín taka, geri eitthvað markvisst..." □ ið er hlýtt og gróðursælt á italíu og þar að auki mun ódýrara en sumarið. Til að gefa lesendum einhverja verðhugmynd má geta þess, að fjögurra manna hús geta kostað frá níu til tólf þúsund krónur á viku. Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum geta skrifað til: Consorzio Pergine Valdarno perla Conservazione della Vallata Piazza del comune 52020 Pergine Valdarno (AR) ITALY Svarað er í síma 90-39-575- 896371 á föstudögum milli klukk- an 5 og 7. □ ELLÝ SKRIFAÐI Þau mistök urðu í Lúxus nr. 5, að viðtöl við nokkra þekkta borgara um það, hvað sé lúxus, voru eignuð röngum höfundi. Hið rétta er, að Ellý Vilhjálmsdóttir skrifaði viðtölin. Biður blaðið hlutaðeigandi af- sökunar á þessum mistökum. Hér er um að ræða viðtölin við Nínu Björk, séra Hjalta Guð- mundsson, Báru Magnúsdótt- ur, Jón Ragnarsson og Ragn- ar Björnsson. 82 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.