Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 61

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 61
ÞÝÐING: ÖRN GUÐNASON enga málamiðlun Mesti hæfileiki hönnuðar er að túlka og byggja upp nýjan lífsstíl. Cardin endurskóp heiminn »Að skapa í orðsins fyllstu merkingu þolir „Mafn yðar á eftir að verða á hvers manns vörum, ævi yðar mun verða ótrúleg og ég sé fyrir mér takmarkalausa gæfu og velgengni yður til handa, allt til æviloka. Sigurfáni yðar mun jafnvel blakta við hún í Sidney.“ Tvítugi maðurinn sem situr andspænis gömlu spákon- unni getur ekki annað en brosað. 1 þetta sinn finnst honum völvan ganga einum of langt í spádómum sínum. Hann er heldur ekki alveg viss hvar staðurinn Sidney er á landakortinu. Að minnsta kosti virðist hann vera víðsfjarri Vichy (skammt frá Clermont-Ferrand í Frakklandi) þar sem hann er staddur núna - á því herrans ári 1945. Raunar þekkir hann þessa gömlu konu vel. í þau þrjú ár sem þau hafa borðað á sama veitinga- húsinu hefur hann séð hana spá í bolla fýrir kunningjahópinn, en af einhveni undarlegri ástæðu hafði hún alltaf neitað að spá fyrir honum. í dag horfir málið þó öðmvísi við. Hann er á förum frá Vichy þar sem hann hefur unnið sem gjald- keri hjá Rauða krossinum. Ferðinni er heitið til Parísar, þar sem hann dreymir um að komast inn í lokað- an heim hátískunnar. Það er erfitt að gera sér grein fýrir því hvernig hátískan var um þetta leyti. Þetta var munaðarheim- ur þar sem stór tískuhús á borð við Patou höfðu meira en þúsund manns í vinnu... Þar sem konur pöntuðu sér 20 til 30 kjóla sem aðeins vom gerðir í einu frumein- taki hver. Clngi maðurinn sem kemur til Faubourg St Honoré með eitt heimilisfang í vasanum á erfitt með að átta sig á öllum þeim nöfnum sem blasa við honum, td. Lanvin og Paquin sem ríma reynd- ar við Cardin, en hann gmnar ekki að nafn hans verði einhverntíma eins frægt og hin nöfnin tvö. Hann fær vinnu hjá Paquin, þar sem honum er fljótlega veitt athygli fýrir glæsileika og dugnað. (Indraskjótur frami Um þetta leyti er Christian Bér- ard (hjá Paquin) að hanna búninga fyrir mynd Jean Cocteau „Belle et la Béte“ (Fegurðardísin og óvætt- urinn). Myndin byggir á gömlu ævintýri sem fært er í nútímabún- ing. Það er um prins í álögum en hann getur ekki losnað úr þeim nema einhver göfug kona elski hann. Pierre Cardin er fyrst beðinn að sitja fýrir sem módel í stað aðalleikarans, Jean Marais, sem getur ekki verið viðstaddur. Það endar með því að Cardin er einum falið að hanna búning óvættarins. Þar með er hafinn glæsilegur ferill Cardins og þeir Cocteau og Bérard gegna þar mikilvægu hlutverki. Arið 1946, þegar Cardin er í þann veginn að ráða sig í vinnu hjá Lucien Lelong eftir stutta við- dvöl hjá Schiaparelli, biður einn af aðalhönnuðum hússins hann að hinkra við í nokkra mánuði því Pierre Cardin var sæmdur „Tísku-Óskarnum“ fyrir ótrúlegan æviferil, í Parísaróperunni, 1985. Þessum atburði var sjónvarpað í beinni útsendingu. hann ætli sér að opna sitt eigið tískuhús og vill gjaman hafa hann í vinnu hjá sér. Cardin þiggur boðið og nokkru síðar er opnað nýtt tískuhús undir nafni aðal- hönnuðarins, Christians Dior, en fjármagnað af Boussac. „Þama stóðum við fjórir, þar á meðal herra Rouét, á gangstétt Avenue Montaigne sem síðar átti eftir að verða fræg um víða veröld," segir Cardin. Síðan vann hann við hlið Diors í fjögur ár og átti stóran þátt í heimsfrægð hinnar svokölluðu „Mew Look“ tísku. Hann hannaði sjálfur hina frægu samsetningu „Bar“ en það eru dragtir með þröngu pilsi og jakka. Árið 1950 stofnar Cardin sitt eigið tískuhús. „Þetta var á blómatíma kjallar- LÚXUS 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.