Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 50

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 50
LÚXUS Glenda Jackson og Ben Kingsley í einni bestu bresku mynd síðasta árs, TURTLE DIARY eftir John Irvin. „Sum lönd eiga sín blómaskeið og núna finnst mér ástralskar myndir síðasta áratug og breskar myndir síð- ustu tvö-þrjú árin sameina einna best tæknilegt öryggi og hugkvæmni í efn- isvali.“ af mér. Góðar hrollvekjur eru reyndar mjög fágætar. Myndir sem fara hins vegar mest í taugarnar á mér eru rútínumyndir, - myndir sem maður kann alveg utanbókar og eru lið fyrir lið gerðar eftir ákveðinni uppskrift. Margar tegundir amerískra hasarmynda eru þessarar ættar. Tugir mynda eru framleiddar vestra árlega sem í grunninum eru sama myndin, bara með nýjum nöfnum og andlitum. Mér leiðast líka hinar öfgarnar, - myndir sem þykjast vera afskaplega listrænar, framsæknar og menn- ingarlegar og bera engu öðru vitni en þeirri sýndarmennsku. Myndir sem hafa kortérs löng myndskeið og halda að þau segi eitthvað meira, bara af því að þau eru kortérs löng. Yfirleitt er það misskilningur, myndin verður bara verri og leiðinlegri. Kvikmyndagerðar- menn, bæði nýútskrifaðir úr skólum og reyndir sjálfsmeðvitaðir snillingar, taka sig og verk sín stundum of hátíðlega að þessu leyti, sem er auðvitað skortur á sjálfsgagn- rýni. Ég var miklu umburðarlyndari gagnvart myndum af þessu tagi einu sinni, var miklu grandalausari gagnvart svona sjálfssnobbi. Með tímanum verður manni ljóst að það sýnir miklu frekar skort á hugsun en frumlega hugsun. Þessar tilgerðarlegu myndir fara óskaplega í taugarnar á mér núorðið og mönnum hættir of mikið til að snobba fyrir þeim. Jafn sorglegt er þegar fólk heldur að allar myndir sem gerðar eru utan Bandaríkjanna, t.d. í Austur-Evrópu eða Skandinavíu séu af þessu tagi og ég er síður en svo að mæla með kappaksturshraða ameríska iðnaðarins. En það má á milli vera. Uppáhaldsmynd. Áttu þér einhverja slíka? Nei, en sumt lifir lengur í minningunni en annað. Mynd eins og Citizen Kane er sígilt að nefna þegar svona er spurt. Ég hef líka alltaf haldið uppá Ingmar Bergman. Ég á uppáhaldshrollvekju frá gamalli tíð sem heitir The Innocents. Uppáhaldsmynd frá síðari árum finnst mér Chinatown Polanskis. Myndir .Hitchcocks og sumar myndir Hustons - það má halda svona áfram endalaust. Sum lönd eiga sín blómaskeið og núna finnast mér ástralskar myndir síðasta áratug og enskar myndir síðustu tvö-þrjú árin sameina einna best tæknilegt öryggi og hugkvæmni í efnisvali. Ég er ekkert yfir mig hrifinn af þýsku snillingunum eins og Herzog og Fassbinder. Wim Wenders er aftur á móti minn maður. Ég fell heldur ekki í stafi yfir verkum franskra leikstjóra þessi árin, þótt ágætar myndir séu innan um. Skandinavar, einkum Danir, eru líka að ná sér á strik aftur. Svo rekst maður á fínar myndir annars staðar frá, Austur-Evrópu, Spáni, jafnvel Ameríku . . . Hvað með Japan, Kurosawa og hina strák- ana? Jújú. Þó umfram allt vegna hins framandi myndheims. Ekki að myndir Kurosawa snerti mann alltaf mjög djúpt. Japanskir samurajar eru ekki merkilegri en verkamenn við Reykjavíkurhöfn þó þeir hafi verið uppi í Asíu á miðöldum og tali óskiljanlegt mál. En sumar af myndum Kurosawa eru vissulega stórmerki- legar og Rashomon er einhver eftirminnilegasta mynd sem ég hef séð. Veldi tilfinninganna eftir Oshima var líka mögnuð, japönsk mynd. íslenskir púritanar bönnuðu hana, eins og menn muna. Það skiptir mig mestu að maður hitti fyrir í kvikmyndum jafningja, persónur sem eiga sér stoð í reynslu áhorfandans og eru að glíma við það sama og manneskjur yfirleitt. En ég nenni ekki lengur að snobba fyrir naflaskoðun óskilj anlegra moðhausa úr stétt kvikmyndaleikstjóra. □ „Lengi vel voru hrollvekjur ísérstöku uppáhaldi hjá mér en það hefur aðeins minnkað. Ætli skrímslaæðið hafi ekki runnið afmér.“ 50 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.