Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 33

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 33
LUXUS FEGURSTU STÚLKUR ÍSLANDS VELJA ÞOKKAFYLLSTU KARLMENNINA TEXTI: RÓS GUÐBJARTSDÓTTIR / LJÓSMYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Fegurðarsamkeppni Islands hefur á ný verið hafin til vegs og virðingar. Eins hefur Holly- wood-keppnin átt miklum vin- sældum að fagna og ekki hefur skort athyglina þegar valdar hafa verið stúlkur fyrir sýningarsam- tökin Elite og Ford. En þegar kemur að karlpeningnum er það aðeins ferðaskrifstofan Útsýn, sem dregur fram þokkafulla karl- menn með vali sínu á Herra Útsýn. Meiri umræða varð um fegurð- arsamkeppni á síðasta ári en oftast áður vegna þess glæsilega árangurs íslands, að fá með nokkurra vikna millibili fglltrúa sína kjörna Miss World og Miss Skandinavia. Og í kjölfarið á allri þessari umræðu jukust umræð- urnar um það, að ekki skuli vera valdir myndarlegustu karl- menn íslands. Úr þessu ákvað Lúxus að bæta. Fjölmenn og fögur dómnefnd Dómnefndir eru yfirleitt skipað- ar fimm dómurum. Lúxus ákvað að gera enn betur og fékk til leiksins sextán dómara og þá ekki af verri endanum. Allt eru þetta stúlkur, sem á síðustu árum hafa hlotið titla í einhverri hinna ofangreindu fegurðarsamkeppna. Og allar eru þær í sýningarsam- tökunum Módel 79. Meðal dómaranna voru Feg- urðardrottning íslands 1985 og sömuleiðis áranna þriggja á undan. Þarna voru líkastúlkurnar sem hlutu titilinn Ungfrú Holly- wood 1985 og 86. Einnig sólar- stúlka Úrvals 1986. Annar sigur- vegaranna í Elite-keppninni 1985 sat í dómarasæti, eins Lúxus- drottningin okkar og Kristín Waage, einn stofnenda Módel 79, en hún sigraði í fyrstu keppninni, sem haldin var um titilinn Fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Og svo voru að sjálfsögðu meðal dómara þær sem hrepptu titlana Ungfrú Heim- ur og Ungfrú Skandinavía. Fjórar fegurðardísanna í dómnefndinni, sem ekki hefur verið getið, hafa tekið þátt í alþjóðlegum fegurðar- samkeppnum fyrir (slands hönd á þeim árum sem ekki var keppt sérstaklega um titilinn Fegurðar- drottning íslands. Hin föngulega dómnefnd var skipuð fáeinum dísum til viðbótar: Helgu Möller, Brynju Norðquist og Jónu Lárusdóttur, en þær heyra til framkvæmdastjórnar Módel 79. Raunar var þarna einn úr framkvæmdastjórninni til við- bótar, Reynir Kristinsson, en hann hafði ekki atkvæðisrétt. . . Yfir fimmtíu hlutu atkvæði Dómnefndin kom saman einn eftirmiðdag milli jóla og nýárs og lét fara vel um sig í hinni glæsi- legu bókastofu á Hótel Holti. Á þessum tíma vildi svo heppilega til, að stúlkurnar þrjár sem röðuðu sér í efstu sætin í fegurðarsam- keppninni í fyrra voru allar stadd- ar hér á landi, en þær hafa annars verið lítið hér heima síðan þær unnu sigra sína. Halla Bryndís Jónsdóttir, Fegurðardrottning (slands, býr nú í Bandaríkjunum, Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú heimur, er á stöðugum ferða- lögum milli heimsálfa og Sif Sig- fúsdóttir, Ungfrú Skandinavía, hefur verið við sýningar- og fyrir- sætustörf í Finnlandi og Frakk- landi. Dómnefndin fékk í hendur eyðublað þar sem óskað var eftir að raðað yrði upp þeim íslensku karlmönnum sem henni þætti þokkafyllstir. Minnt var á þrettán starfsgreinar, en topparnir reynd- ust vera dansari, tónlistarmaður, íþróttamaður, stjórnmálamaður, rithöfundur, fréttamaður, módel og verslunarmaður. Þegar spurt var um þokkafyllsta dansarann hlaut Einar Sveinn Þórðarson í (slenska dans- flokknum flest atkvæði. Egill Ólafsson Stuðmaður fékk flest atkvæði tónlistarmanna og lagasmiða, en einnig komst hann á blað með leikurum. Aðrir úr tónlistarheiminum, sem hlutu umtalsverðan atkvæðafjölda, voru Sverrir Guðjónsson, Jakob Magnússon, Richard Scobie, Dagur Hilmarsson, Kjartan Ólafs- son, Sigurður Gröndal og Einar Jóhannesson. Þorgrímur Þráinsson hlaut langflest atkvæði íþróttamanna, en Örnólfur Valdimarsson og Kristján Harðarson komust líka á blað auk Ásgeirs Sigurvinssonar, Ásmundar Þórðarsonar og Unn- LÚXUS 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.