Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 46

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 46
„Kvikmynd er áfengur kokkteill og verður smátt og smátt nauðsynlegur vímugjafi," segir Ámi Þórarinsson sem gengið hefur með þennan ólæknandi sjúkdóm frá því hann man eftir sér og þar af flokkað hann sem atvinnusjúkdóm s.l. fimmtán ár. „Yndislegan atvinnusjúkdóm," bætir hann við. öfugt við flesta aðra sjúklinga reynir Ámi allt hvað hann getur að viðhalda einkennum veikinnar og má ekki til þess hugsa að honum batni. „Mér líður mjög iHa ef ég hef ekki séð a.m.k. eina kvikmynd á viku," segir hann. Ámi er reyndar nýsestur í ritstjórastól Mannlífs, en áður var hans aðalstarf að gefa myndunum í bíóum borgarinnar umsögn sína í Morgunblaðinu. „Þá sá ég svona mynd á dag að meðaltali og þegar verstu köstin gengu yfir, allt að 14-15 myndir á viku, bæði í bíó og af myndböndum." Eins og nærri má geta hefur Ámi ýmislegt að segja um kvikmyndir vítt og breitt og tími kominn til að pumpa hann svolítið á breiðari grundvelli en verið hefur. TEXTI. ASGRIMUR SVERRISSON Kvikmyndasœlkerinn Árni Þórarinsson lýsir viöhorfum sínum til hins áfenga kokkteils; kvikmyndarinnar. Hvað finnst þér svona merkilegt við kvikmyndir, Árni? Einfaldasta skýringin er trúlega sú að mér finnst gaman í myrkrinu, - þegar ljósin slökkna í salnum en annað líf kviknar uppá tjaldi og ég er einn með fólki /g sem er að gera eitthvað allt annað en ég sjálfur. Það ætla ég nú ekki að túlka sálfræðilega. En þetta hefur mér þótt skemmtilegt alveg frá því ég sá fyrstu bíómyndimar með pabba og mömmu, þýskar söngvamyndir með Peter Alex- ander og danska gamanleiki eins og Karlsen stýrimann, sem gengu hvað best þá. Svo em auðvitað til margar fræðilegar kenningar um áhrif kvikmyndarinnar sem samsteypu margra list- greina. Ég læt þær liggja milli hluta. Nú hefur þú gagnrýnt kvik- myndir í meira en áratug. Hefurðu komist að því í hverju starf kvikmyndagagnrýnandans er fólgið? Það er blaðamennska. Sérhæfð blaðamennska þar sem miðlað er upplýsingum og skoðunum, helst rökstuddu mati á því sem er að gerast í kvikmynd- um. Ég kann annars betur við orðið „umsögn“ en „gagnrýni“ eða „dómur.“ Og hvað finnst þér um úrval kvikmynda í kvik- myndahúsum og á myndböndum? Á myndbandamarkaðnum er úrvalið tilviljanakennt. Þær myndir sem em auglýstar upp í blöðum með hálf- og heilsíðuauglýsingum em framhaldssyrpur, bandarískar sápuóperur og eldhúsreyfarar. Þetta dót er rfkjandi á markaðnum. En það laumast inná hann alveg stórmerkilegar myndir sem ekki em auglýstar á neinn hátt. Mín tilfinning er sú að eigendur myndbandaleiga séu menn sem ekki em vel að sér í kvikmyndum yfirleitt, þannig að það er frekar hending hvað lendir í hillunum en yfirvegað úrval. En ef fólk gefur sér tíma til að fara á milli myndbandaleiga og leita, þá er fullt af forvitnilegum myndum á markaðnum. Það sem einkum vantar em gömul meistaraverk og myndir frá löndum utan enskumælandi svæðisins. Framboð bíóanna verður sífellt meira og myndirnar nýrri. En úrvahð verður ekki endilega fjölbreyttara. Það speglar aðeins þróunina á alþjóðlegum kvik- myndamarkaði. Þar er bandarísk einstefna ráðandi og hún er það líka hér. Stöðug og fjölbreytt miðlun á myndum frá öðmm löndum er það sem þarf. Kvikmynda- hátíð annað hvert ár fullnægir ekki þessari þörf, sem er alveg ljóst að er fyrir hendi. Hún kom t.d. berlega í ljós í aðsókninni á síðustu Kvikmyndahátíð. En nú hefur það sýnt sig að þegar bíóin eru að myndast við að sýna aðrar myndir en breskar og bandarískar hefur aðsóknin verið afar dræm. Á Kvikmynda- hátíð Listahátíðar hefur aðsókn hins vegar verið mjög góð þegar vel tekst til, allt uppí 20.000 manns. Er þetta ekki einhver angi af menningarsnobbi, þ.e. fólk hugsar með sér að það verði endilega að sjá þessar myndir af því að þær eru sýndar undir fána Listahátíðar? 46 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.