Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 71

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 71
deild Sorbonne og tók fyrrihluta- próf og byrjaði á maitrise-ritgerð. Síðan fór ég heim 1974 og var að vinna hér heima, m.a. við leiklistar- skóla SÁL og Leiklistarskóla Islands. Ég skrifaði líka og byrjaði að gefa út og birta, m.a. Ljóð vega salt og svo tvö leikriL Nú, svo fór ég aftur út til Frakklands og lauk þá magisters-ritgerð í leikhús- fraeðum og fór jafnframt í kvik- myndaskóla; var þar í kvikmynda- leikstjórn og lauk þaðan prófi. Síð- an kom ég heim 1982 og hér hef ég verið síðan.“ — Hvenær byijaðirðu að skrifa, Sigurður? „Ég held nú að ég hafi alltaf verið skrifandi, bæði sem barn og unglingur og það hélt áfram að þróasL En ég var ekki haldinn þeirri taumlausu áráttu, sem ýmsa hrjáir illa, að vilja endilega gefa allt út í hvelli. Á hinn bóginn hafa komið út eftir mig fjórar Ijóðabæk- ur, en þær eru eftirtaldar: Ljóð vega salt 1975, Ljóð vega menn 1980, Ljóð vega gerð 1982 og Ljóð námu land 1985. Þrjú leikrit hafa verið sýnd eftir mig: (Jndir Suðvesturhimni, Hlaupvídd sex og Miðjarðarfðr. Auk þess barnaleikrit og svo er að koma nýtt leikrit eftir mig hjá Herranótt Menntaskólans í Reykjavík um þessar mundir." — Geturðu útskýrt hvað það er sem fær þig til að skrifa? „Mei, því miður get ég ekki útskýrt það. Ég hef reynt að hætta að skrifa og mistekisL Þetta er ekki sérlega auðvelt starf finnst mér eða þægilegt og ekki er það vel launað. Hvað í ósköpunum er það þá? Þetta er raunar spurning sem al- gengust er í viðtölum við höfunda og ég hef sjálfur margoft snúið mig út úr henni, án þess að gefa neitt viðunandi svar. 1 þetta skiptið held ég að ég segi hreinskilnislega: Ég veit það ekki.“ Ekki varð Sigurði haggað huað svarið varðaði, en ég væri ekkert undrandi þótt hann byggi yfir leyndum sannindum sem við hin hefðum gott af að fá vitneskju um, og þess vegna verður hann að haída áfram að skrifa. — Hvemig finnst þér tekið á móti ungum höfundum nú á tímum? „Ég held að þeir þurfi ekkert að kvarta yfir áhugaleysi. Þeir hafa þótt all fyrirferðamiklir á stundum, en við það er ekkert að athuga, þá skapast umræða. Verk ungra höf- unda eru lesin hérna þó að kannski megi segja að fáir útvaldir nái að selja bækur sínar í einhverjum mæli, þannig að fjárhagsstaða flestra er afleit og næði til ritstarfa þar með stopult. Það er hættuleg þróun." — Finnur þú hvíld og afþrey- ingu í lestri bóka? „Það er nú það. Ég sæki fremur kraft í lestur góðra bóka. Ég verð að viðurkenna að eftir fjögurra til fimm síðna lestur í „afþreyingar- bók“ sé ég uppbygginguna í sög- unni og veit jafnvel endalokin fyrir. Þá missi ég áhugann og nenni ekki að halda áfram. Reyndar get ég gleymt mér við lestur góðra leynilögreglusagna og hef alveg sérstakar mætur á Georges Sim- enon og söguhetjunni hans in- spector Maigret. Annars er miklu frekar að ég noti tónlist til að slaka á, nú eða koma mér í „stuð." Það er Ld. hreint ótrúlega hressandi að láta Rolling Stones koma manni í réttar stellingar á mcrgnana, það er svo mikill kraftur í þeim - alveg ómissandi á morgnana. Svo þeg- ar líða tekur á daginn er Bach prýðis góður til að ná „dampinum“ niður aftur. Þetta kann að þykja undarleg blanda - en engu að síður fyrirtak og hentar mér vel.“ Sigurður fræðir mig á því, að á þeim tíma þegar hann var í landsprófi þóttu Rolling Stones nokkuð rosalegir. En hann og vinur hans einn voru þeir einu í heilum bekk sem dýrkuðu Roll- ingana. Þá var það ekki sjaldnar en einu sinni á dag að þeir voru spurðir af bekkjarfélögunum hvort þeir væru enn sama sinnis, sem þeir að sjálfsögðu kváðu já við, en þá var þeim jafnan refsað herfilega! — Við hvað ertu að vinna núna? „Ég er ákaflega upptekinn við leikritið sem ég samdi fýrir MR og ég drap á áðan. Þórhildur Þorleifs- dóttir fékk mig til að leggja þeim lið þar og þetta er sérstaklega heillandi viðfangsefni. Það virðist sem mikill afmælisskjálfti gangi yfir þessa dagana, því að forveri M.R., Hólavallaskóli, er 200 ára um þessar mundir, Reykjavíkurborg verður 200 ára og Menntaskólinn í Reykjavík er 140 ára. Það má segja að þetta leikrit hafi húsið M.R. að baksviði. Allir embættis- menn þessarar þjóðar í 140 ár hafa stundað nám í þessu húsi, þannig að saga þjóðarinnar þenn- an tíma er meira og minna tengd því. Verkefnið yrði óþrjótandi fengi húsið mál.“ — En áttu ekki einhveija „perlu“ í hugskotinu sem þú vilt segja frá? „Því er nú þannig háttað með mig að ég er svolítið hjátrúarfullur og hef mikla ótrú á að skýra frá því sem ég er að bræða með mér hverju sinni. Það er aldrei að vita nema sálin í verkinu fljúgi út í veður og vind ef ég læt of mikið uppi um hana.“ Það er ekki vert að hætta á slíkt óhapp og þess vegna er spjallið látið niður falla, enda ekki stætt á því að tefja þennan dánumann öllu lengur. Vafalaust bíður hann fullur óþreyju eftir að fá að „tala“ við gamla mennta- skólahúsið í Reykjavík. En allir verða að fá að hvíla sig frá starfinu öðru hverju og það veit Sigurður, því í þann mund sem éghverfút um dymar segir hann: „Myndirðu ekki hugsa til mín ef þú kæmist í tæri við bók eftir hann Simenon sem þú heldur að ég hafi ekki lesið?" Það væri nú annaðhvort! □ LÚXUS 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.