Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 11

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 11
LUXUS Fólk er auðvitað misjafnlega feimið, en fleirum en Sigurði finnst alveg nóg um að vera innan um rnargt fólk, hvað þá að eiga að tjá sig eitthvað sérstaklega frammi fyr- •r því. Því fólki sem þannig er ástatt fyrir skortir félagslega færni og sjálfstraust til að geta bryddað upp a samræðum, borið upp fyrir- spumir o.s.frv. Þar af leiðandi þykir því mikið til þeirra koma sem alltaf virðast líða svo vel í návist annarra, geta bryddað upp á samræðum við bláókunnugt fólk, líkt og um gamla vini væri að ræða. Þú getur breytt þér verulega Fólk með sjálfsöryggi nýtur þess nefnilega nær alltaf að blanda geði við aðra. Það er glatt og félagslynt °g tengsl þess við aðra eru trygg- ari. Sé þannig ástatt fyrir þér að þér finnist þú utanveltu í sam- kvæmum eða annað í þeim dúr, hefurðu örugglega hugsað út í það hvernig hitt er hægt, en jafnóð- um gleymirðu því, þú ert jú bara feiminn að eðlisfari og lætur þar við sitja. Eins er víst að þú hafir sjálfur límt á þig merkimiða hins lága sjálfsmats. En sannleikurinn er sá, að þú getur breytt þér verulega ef þú trúir því sjálfur að það takist. Það gerist með því að breyta hugarfari og beita ákveðinni tækni sem felst í því að hugsa jákvætt og gera sérstaklega í því að tala við ókunn- uga. Hafðu háar hugmyndir um sjálfan þig og settu markið hátt Um leið og þú hefur hæfilegan skammt af sjálfsáliti og berð virð- ingu fyrir sjálfum þér, munu miklu fleiri hafa áhuga á þér og þínum skoðunum. Bægðu öllum feimnis- tilfinningum frá. Hugsaðu þannig: „Ég þarf ekkert að vera feiminn." Þú getur átt erfitt með að fylgjast með samræðum vegna þess að þú ert með allan hugann við sjálfan þig. Akveddu að slappa af. Reyndu af fremsta megni að ná sambandi við fólk, hvar sem er og hvenær sem er. Smávægilegustu hlutir geta hjálpað mikið, t.d. að segja eitthvað hversdagslegt við manneskjuna fyrir framan þig í biðröðinni úti í búð eða afgreiðslu- manninn. Þegar þú finnur hve já- kvæð viðbrögð þú færð frá við- komandi, muntu verða ánægðari með þig. Gerðu í þessu í nokkurn tíma og fljótt flnnurðu hve sjálfs- traust þitt hefur aukist. Mannamót munu ekki valda þér óþægindum Brátt munu mannamót ekki valda þér óþægindum, því þar hefurðu sama háttinn á. Ef þú hefur ekkert sérstakt að segja við viðkomandi, talaðu þá um hvers- dagslega atburði líðandi stundar. Sýndu þeim er þú færir þig á tal við mikinn áhuga og talaðu frekar um þá heldur en sjálfan þig. Hvað þeim finnist um eitthvað, hvað þeir geri o.s.frv. Að horfa beint í augu þess sem þú talar við er áhrifamikið atriði. Það gefur til kynna að þú haflr áhuga á að ræða við mannes- kjuna, en sértu sífellt að líta eitt- hvert annað á meðan á samtali ykkar stendur, er eins og þú sért að leita að einhverjum sem skemmtilegra væri að ræða við. Þessi ráð sem nefnd hafa verið munu reynst ótrúlega gagnleg. Þú munt eiga auðveldara með að umgangast fólk og þar með hef- urðu aukið félagslega færni þína, sem er mikið atriði er þú kemur á settlegri samkomur þar sem þú vilt taka þátt í umræðunni. Er þú hefur yfirstigið mestu feimnina og öðlast öryggi í því að tjá þig, líður þér eins og annarri manneskju. Strax þegar fyrsti ísinn er brotinn verður sóknin léttari. íþrótt Óðins: Mælskulistin Eins og áður segir hafa feimn- ustu einstaklingar orðið afburða- fólk í þessari íþrótt Óðins, mælskulistinni. Mörgum, sem þó þjást ekkert sérstaklega af feimni, vex það í augum að eiga að flytja ræðu, og staðhæfa að þeir geti það alls ekki; hugsunin fari öll úr sambandi, - þeir verði stjarfir af hræðslu við tilhugsunina eina. Þegar á reynir stenst þessi fullyrð- ing sjaldnast. Að vísu telst fyrsta ræðan jafnan erfiðust og því er mikilvægt fýrir byrjandann að hon- um takist sæmilega upp í fyrstu tilraun. Það eykur sjálfstraustið og hjálpar honum yfir erfiðasta hjallann. Því þarf að hafa í huga að aðalundirstaða hverrar ræðu er þekking viðkomandi aðila á ræðu- efninu. Enginn á að halda ræðu einung- is til að halda ræðu, heldur vegna þess að hann trúir að innlegg sitt sé þess virði. Við flutning ræðu er mikilvægt að efni ræðunnar komist til skila, að áheyrendur heyri vel til ræðu- manns og hann nái athygli þeirra. I byrjun skal ávarpa fundarstjóra og fundarmenn. Forseta og biskup skal ávarpa sérstaklega séu þeir viðstaddir, ef ráðherrar eða aðrir slíkir þá „virðulegu gestir.“ Inngangur ræðunnar þjónar þeim tilgangi að fá fólk til að hlusta, því er mikilvægt að hann byrji vel, t.d. með stuttri dæmisögu, skopsögu, ljóðlínu eða málshætti, slíkt vekur athygli. Eitt eða nokkur snjallyrði, hvort sem er í upphafi ræðu eða meginmáli, geta sperrt upp eyru áheyrenda. Til þess að auka orðaforða sinn og afla sér sem mestrar leikni í meðferð málsins er gott að lesa vandlega aftur og aftur það besta í íslensk- um bókmenntum að fornu og nýju. Þar má finna vel sagðar setning- ar, spakmæli og orðskviði sem hvenær sem er geta komið ræðu- manni að haldi. Það dónalegasta sem ræðu- maður getur sagt í upphafi ræðu er t.d.: „Eg ætlaði nú ekki að segja neitt, en ...“ eða „Ég hef ekkert vit á þessu þó...“ - engar afsakanir í byrjun ræðu, takk fyrir. Verið eðlileg í ræðustólnum 1 ræðustól skaltu reyna að vera eins eðlilegur og þér er unnt. Vertu alveg afslappaður en þó ákveðinn í framkomu og láttu ekki tauga- óstyrk koma í Ijós með vandræða- legu fálmi. Talaðu af hógværð en ekki mikillæti. Mundu að andlits- svipur og hreimurinn í málinu geta verið áhrifameiri en orðin sjálf. Reyndu að ná augnaráði sem flestra áheyrenda og forðastu að horfa í aðra átt á meðan þú flytur ræðuna. Áhrifaríkt atriði er að nefna nokkra hlustendur með nafni t.d. „Eins og fram kom í máli Páls hérna áðan, þá ...“ Það gefur til kynna að þú hafir tekið vel eftir. Frammíköll eru óþolandi meðan á flutningi ræðu stendur. Aldrei ætti að svara þeim nema maður geti skvett framan í viðkomandi þannig að hann ætti að þagna. Fyrir óvana ræðumenn er heilla- vænlegasta aðferðin við flutning ræðunnar að hafa skrifuð aðal- atriðin, t.d. á númeruð spjöld og tala síðan eftir þeim. Slíkar ræður eru oft mjög góðar hvað varðar efnisskipan og flutning. Gott er þó að hafa upphaf og endi ræðunnar saminn orðrétt, en minnisatriðin þar á milli. Niðurlagið mikilvægt Sá hluti ræðunnar sem áheyr- endur muna best er niðurlagið. Það er mikilvægasti hluti ræðunnar og sker því oft úr um áhrif allrar ræðunnar. Niðurlagið getur verið með margvíslegum hætti og þarf að miðast við tilgang ræðunnar. Ræðumaður skal ávallt Ijúka máli sínu áður en áheyrendur óska þess, og ekki fara í ræðustól nema hann hafi ákveðið hvernig hann ætlar að enda. Oft getur verið áhrifamikið að enda ræðu á spurn- ingu eða einhverju sláandi sem kemur á óvart. Að öðlast leikni í ræðumennsku byggist eins og í flestu öðru fyrst og fremst á þjálfun. Besta leiðin er að nota sem flest tækifæri til að taka til máls á fundum. Einnig er hagnýtt að hlusta gaumgæfilega á ræður annarra og gera sér grein fýrir ræðuskipan þeirra og flutn- ingi. Hinar fimm grísku grundvallarreglur Við hæfi er að benda á hinar fimm grísku grundvallarreglur í ræðumennsku, en á meðal Forn- Grikkja var ræðulistin einmitt mjög í hávegum höfð: 1. regla: Til þess að ná tökum á áheyrendum verður ræðumaður að vera einlægur. 2. regla: Sá nær mestum áhrif- um sem flytur mál sitt eðlilega. 3. regla: Áhrif ræðunnar miðast við að ná tökum. 4. regla: Tilgangurinn með ræðuflutningi er að ná jákvæðri athygli. 5. regla: Áhrifamikill ræðuflutn- ingur byggist á frjálslegu fasi. Þá er bara að hefjast handa við að „beita tækninni" til að vinna bug á óþarfa feimni og ná sjálfs- trausti og leggja rækt við þjálfun ýmissa hæfileika sem hjálpa þér við að geta beitt af myndarskap tálgáfu þinni sem hverjum einasta manni er svo nauðsynlegt Og gullin regla: Vertu stuttorður. Það er sama hversu athyglisvert atriði þú ert að draga fram í ræðu þinni, ef þú gerist langorður ferð þú óðfluga að glata athygli áheyrenda. Það hefur verið orðað þannig, að rétt sé að byrja að koma sér að niðurlagsorðum ráeðunnar strax að inngangsorðum loknum. Þó þú sért frummælandi á fundi þarftu að vera stuttorður. Þá gefst þér líka væntanlega rýmri tími til að svara fyrirspurnum og þá ein- mitt um þau atriði sem fundar- menn vilja fá þig til að útskýra. Loks má geta bóka sem komið hafa út í íslenskri þýðingu, sem mjög lærdómsríkt er að lesa: „Feimni," „Elskaðu sjálfan þig“ og „Vertu þú sjálfur." Þær eru hver annarri betri. Einnig má benda þeim sem hafa áhuga á að þjálfa sig í ræðumennsku sem fýrst á að sífellt eru félagasamtök með námskeið í þessum fræðum og hafa veitt mörgum gífurlegan stuðning. Má þar t.d. benda á JC, Málfreyjur og Dale Carnegie. Eins er aðdáunarvert hve farið er að gefa góðan gaum að ræðu- mennsku og framsögn í skólum landsins. Jafnvel á dagvistunar- stofnunum. □ • Oftast eru það mœlskustu þingmennirnir sem segjast hata þjáðst af feimni, en eftir að þeir hafi náð að brjóta ísinn hafi þeir ekki getað þagnað. • Þessi ráð munu reynast ótrúlega gagnleg. Þú munteiga auðveldara með að umgangast fólk og þar með hefur þú aukið félagslega fœrni þína ,.. LÚXUS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.