Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 78

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 78
LUXUS Fattoria Rimaggio. Fyrirtak fyrir aö minnsta kosti 4 gesti. Castello di Cacciano. Frábært útsýni yfir vigin og Trovedal. Gömul sveitasetur til leigu á Ítalíu TEXTI: ÞORSTEINN E6GERTSS0N Margir telja Ítalíu vera eitt af fegurstu löndum heims. Þar eru Dólómítafjöllin óviðjafnan- legu, Gardavatn og Lago Magg- iore, eyjan Capri, smáríkið San Marino og borgirnar San Remo, Mílanó, Veróna, Feneyjar, Genova, Písa, Flórens, Siena, Tívolí, Palermó, Napólí og Róm að ógleymdu Toskanahéraðinu með marmarafjöllunum sínum og djúpum, skógivöxnum dölum. í Toskana er enn minna hérað sem heitir Pergíno. Það er nokk- urn veginn mitt á milli borganna Flórens, Siena og Arezzo. Á dögum Rómaveldisins forna var héraðið mjög þéttbýlt en á mið- öldum komust hæðirnar og dalirn- eru í enn þann dag í dag. Sumir telja héraðið meðal þeirra allra fegurstu á Ítalíu. Meginhluti þess stendur á hæð sem aðskilur Arn- ódalinn frá Chiana-dal. Það er tæpir 47 km2 að flatarmáli eða rúmlega helmingi minna en Reykjavík. Áin Arno (sem Flórens stendur við) rennur um héraðið en auk hennar eru þarna smærri ár, s.s. Trove og Scerfio. Lestin sem gengur á milli Flór- ens og Rómar hefur áfangastöð í dalnum. Þar er hægt að fá leigt sveitasetur á mjög hagstæðu verði og með ýmsum þægindum, s.s. reiðhestum, þjónustufólki o.fl. Öll þessi sveitasetur eiga það sameiginlegt að vera ævagömul, vandlega endurnýjuð og sum hver í ævintýralega fögru lands- lagi. Eigendur húsanna eru óðals- bændur og listamenn sem leggja metnað sinn í að varðveita fegurð þessa sveitahéraðs og halda uþpi ósvikinni bændamenningu eins og hún hefur orðið hvað glæsileg- ust í Toskana. Sum húsanna eru eingöngu leigð ferðafólki og þar er boðið upþá ýmsa menningarviðburði ss. konserta, listsýningar, og ráð- stefnur. Þarna er hægt að láta innrita sig á reiðskóla og önnur námskeið, þarna eru tennisvellir og almenningssundlaugar, sölu- sýningar og útimarkaðir, ítölsk sveitaböll og skipulagðar göngu- ferðir gegn um skógana. Öll húsin eru í senn virðuleg og þægileg. í þeim eru góð eldhús, fyrirtaks baðherbergi og mið- stöðvarhitun og að sjálfsögðu er reglulega skipt um rúmföt í svefn- herbergjunum. Að vísu eru þessi sveitasetur I ir í Pergíno í það horf sem þau Castello di Montozzi. Þar geta 15 manns dvalist samtímis. 150 km fjarðlægð frá næstu baðströnd, en þaðan er stutt til Arezzo, Flórens og Siena og þriggja tíma akstur til Rómar. Og þá er komið að því að segja frá nokkrum þessara húsa: Fattoria Rimaggio stendur umlukt ólífulundum og vínekrum. Elsti hluti hússins er frá 14. öld og þar dvaldi Napóleon III. um tíma. Sex til átta manns geta búið þar samtímis og húsið stendur í húsaþyrpingu við þjóðveginn milli Arezzo og Flórens. Castello di Montozzi eða Montozzi-kastali var byggður á múrum enn eldri kastala árið 1608, en leifar eldri kastalans eru enn sýnilegar. Þetta er miðstöð mikillar jarðeignar með vínekrum og ólífulundum. Útsýnið er ævin- týralega fagurt og gestirnir hafa Framhald á síðu 82 Fattoria Bucine. Chianti-vínið er framleitt á vínekrunni í kring. 78 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.