Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 79

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 79
LÚXUS Lúxus kynnist vínmenningu Toskanabúa Toskana er eitt besta vínrcektarhérað Ítalíu. Paðan koma m.a. Chianti-vínin og freyðivínið Riccadonna TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON að voru ítalir sem kenndu Frökkum að framleiða konjak - en ósvikið konjak er ekki ítalskt í daa. Það er franskt. Það voru líka ftalir sem fundu upp kampa- vínið, þótt ekta „champagne" sé að sjálfsögðu aðeins franskt. En nú er sagt að vínberin séu farin að „súrna“ í frægustu kampa- vínshéruðum Frakklands. Að minnsta kosti halda ítalir því fram að þeir séu farnir að slá slöku við í þeim flóknu framleiðsluaðferð- um sem kampavínsgerð krefst. Á síðustu misserum hefur hvert vínhneykslið á fætur öðru komið upp í Evrópu. Fyrir nokkrum árum misstu menn tiltrú á austurrískum vínum, í fyrra urðu ýmis þýsk vín tortryggileg og ekki er langt síðan nokkrir ítalskir vínbændur voru staðnir að því að drýgja fram- leiðslu sína með tréspíritus. Svona lagað hefur auðvitað óbætanleg áhrif á orðstír vín- framleiðenda í viðkomandi löndum - ekki síst á Ítalíu þar sem virtustu vínframleiðendurnir hafa verið að hasla sér völl á heimsmarkaði með góðum árangri undanfarin ár. Sem betur fer er ekki alls staðar maðkur í mysunni. Eitthvert besta vínræktarhérað Ítalíu er Tosk- ana, sem er eins konar menning- arríki út af fyrir sig. Þar varð endurreisnartímabilið til og reis hæst. Þaðan voru Dante, Bottic- elli, Leonardo da Vinci, Rafael, Michaelangelo og Machiavelli - allir frá Flórens sem reyndar var höfuðborg allrar ítalfu um tíma. Þar voru líka eðaldrykkirnir konjak og freyðivín fundið upp. Lúxus kynnist vín- menningu Toskanabúa Lúxus átti þess kost að ferðast um þetta fræga og glæsilega hér- að síðastliðið haust, sjá svolítið af borgunum Písa, Flórens, Fie- sole og Siena, heimsækja Strozzi fursta, sem var nýbúinn að til- kynna trúlofun sonar síns og dótt- ur Frescobaldis greifa, gista í kastalanum San Gimigniano, sem er miðja vegar milli Siena og Flórens - og kynnast vínmenn- ingu Toskanabúa af eigin raun. Sjálft ferðalagið var lygasögu líkast, en of langt mál yrði að segja frá því hér, enda efast ég stórlega um að lesendur myndu trúa helmingnum af ferðasögunni. Tólf blaðamenn frá sex löndum tóku þátt í ferðinni auk fararstjór- ans dr. Petrini frá Róm. Auk mín voru þrír Danir, þrír Þjóðverjar, þrír Belgíumenn, ein kona frá Svtþjóð og önnur frá Austurríki. Við vorum þarna í boði ítalska flugfélagsins Alitalia, en Arnarflug sá um íslenska þátt ferðarinnar. Eftir að hafa gist tvær nætur í borginni eilífu, Róm, héldum við til Písa og fórum þaðan rakleitt til Flórens, sem varð einskonar bækistöð okkar. Fyrst fórum við til héraðsins Montecarlo sem sér- hæfir sig í hvítvíni með sama nafni. Þar fengum við að sjá ýmis framleiðslustig vínsins og allan þann tækja- og tankakost sem til þarf. Svo vel vill til að blaðamaður Lúxuss, sá er skrifar þessar línur, vann um skeið í vínfirmanu Georg Bestle í Kaupmannahöfn, svo að hann kom ekki alveg að tómum kofanum þegar vínbænd- ur fóru að sýna gestunum hvernig vínið er framleitt; erjað og kælt - gerjað og mælt. Framleiðsla Vernaccia hófst árið 1200 Við fórum um héruðin þar sem Chianti-vínin (frb. khí-ANtí) eru framleidd. Þessi vín eru mjög mörg og misjöfn. Á bestu bæjun- um er stuðst við margra alda gamlar hefðir meðan annars staðar er ekki einu sinni hirt um að fara með framleiðsluna í tilskil- ið eftirlit. Hér á landi eru tegund- irnar Ruffiono og Antinori hvað þekktastar af Chianti-vínum. Bestu vínin frá Chianti fá sæmd- LÚXUS 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.