Luxus - 01.04.1986, Side 33

Luxus - 01.04.1986, Side 33
LUXUS FEGURSTU STÚLKUR ÍSLANDS VELJA ÞOKKAFYLLSTU KARLMENNINA TEXTI: RÓS GUÐBJARTSDÓTTIR / LJÓSMYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Fegurðarsamkeppni Islands hefur á ný verið hafin til vegs og virðingar. Eins hefur Holly- wood-keppnin átt miklum vin- sældum að fagna og ekki hefur skort athyglina þegar valdar hafa verið stúlkur fyrir sýningarsam- tökin Elite og Ford. En þegar kemur að karlpeningnum er það aðeins ferðaskrifstofan Útsýn, sem dregur fram þokkafulla karl- menn með vali sínu á Herra Útsýn. Meiri umræða varð um fegurð- arsamkeppni á síðasta ári en oftast áður vegna þess glæsilega árangurs íslands, að fá með nokkurra vikna millibili fglltrúa sína kjörna Miss World og Miss Skandinavia. Og í kjölfarið á allri þessari umræðu jukust umræð- urnar um það, að ekki skuli vera valdir myndarlegustu karl- menn íslands. Úr þessu ákvað Lúxus að bæta. Fjölmenn og fögur dómnefnd Dómnefndir eru yfirleitt skipað- ar fimm dómurum. Lúxus ákvað að gera enn betur og fékk til leiksins sextán dómara og þá ekki af verri endanum. Allt eru þetta stúlkur, sem á síðustu árum hafa hlotið titla í einhverri hinna ofangreindu fegurðarsamkeppna. Og allar eru þær í sýningarsam- tökunum Módel 79. Meðal dómaranna voru Feg- urðardrottning íslands 1985 og sömuleiðis áranna þriggja á undan. Þarna voru líkastúlkurnar sem hlutu titilinn Ungfrú Holly- wood 1985 og 86. Einnig sólar- stúlka Úrvals 1986. Annar sigur- vegaranna í Elite-keppninni 1985 sat í dómarasæti, eins Lúxus- drottningin okkar og Kristín Waage, einn stofnenda Módel 79, en hún sigraði í fyrstu keppninni, sem haldin var um titilinn Fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Og svo voru að sjálfsögðu meðal dómara þær sem hrepptu titlana Ungfrú Heim- ur og Ungfrú Skandinavía. Fjórar fegurðardísanna í dómnefndinni, sem ekki hefur verið getið, hafa tekið þátt í alþjóðlegum fegurðar- samkeppnum fyrir (slands hönd á þeim árum sem ekki var keppt sérstaklega um titilinn Fegurðar- drottning íslands. Hin föngulega dómnefnd var skipuð fáeinum dísum til viðbótar: Helgu Möller, Brynju Norðquist og Jónu Lárusdóttur, en þær heyra til framkvæmdastjórnar Módel 79. Raunar var þarna einn úr framkvæmdastjórninni til við- bótar, Reynir Kristinsson, en hann hafði ekki atkvæðisrétt. . . Yfir fimmtíu hlutu atkvæði Dómnefndin kom saman einn eftirmiðdag milli jóla og nýárs og lét fara vel um sig í hinni glæsi- legu bókastofu á Hótel Holti. Á þessum tíma vildi svo heppilega til, að stúlkurnar þrjár sem röðuðu sér í efstu sætin í fegurðarsam- keppninni í fyrra voru allar stadd- ar hér á landi, en þær hafa annars verið lítið hér heima síðan þær unnu sigra sína. Halla Bryndís Jónsdóttir, Fegurðardrottning (slands, býr nú í Bandaríkjunum, Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú heimur, er á stöðugum ferða- lögum milli heimsálfa og Sif Sig- fúsdóttir, Ungfrú Skandinavía, hefur verið við sýningar- og fyrir- sætustörf í Finnlandi og Frakk- landi. Dómnefndin fékk í hendur eyðublað þar sem óskað var eftir að raðað yrði upp þeim íslensku karlmönnum sem henni þætti þokkafyllstir. Minnt var á þrettán starfsgreinar, en topparnir reynd- ust vera dansari, tónlistarmaður, íþróttamaður, stjórnmálamaður, rithöfundur, fréttamaður, módel og verslunarmaður. Þegar spurt var um þokkafyllsta dansarann hlaut Einar Sveinn Þórðarson í (slenska dans- flokknum flest atkvæði. Egill Ólafsson Stuðmaður fékk flest atkvæði tónlistarmanna og lagasmiða, en einnig komst hann á blað með leikurum. Aðrir úr tónlistarheiminum, sem hlutu umtalsverðan atkvæðafjölda, voru Sverrir Guðjónsson, Jakob Magnússon, Richard Scobie, Dagur Hilmarsson, Kjartan Ólafs- son, Sigurður Gröndal og Einar Jóhannesson. Þorgrímur Þráinsson hlaut langflest atkvæði íþróttamanna, en Örnólfur Valdimarsson og Kristján Harðarson komust líka á blað auk Ásgeirs Sigurvinssonar, Ásmundar Þórðarsonar og Unn- LÚXUS 33

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.