Saga - 2013, Page 16
Bandalagi föðurlandsins (Isamaaliit) og síðan í Heimavarnar samtök -
unum (Kaitseliit) í lok fjórða áratugarins, en báðar þessar hreyfing-
ar voru nátengdar stjórnvöldum.12
Eftir hernám Sovétmanna árið 1940 var Mikson vikið úr starfi
eins og flestum starfsbræðrum hans í öryggislögreglunni. Sovét -
menn ætluðu að kollvarpa þjóðskipulaginu, en til þess þurfti að
reka framámenn í stjórnmála-, viðskipta- og menningarlífi úr starfi.
Í stað þeirra komu menn hliðhollir Sovétríkjunum. Til að komast hjá
handtöku fór Mikson í felur í júlí 1940. Fram til vors 1941 beittu
Sovétmenn ekki almennu harðræði. Það breyttist hins vegar um
miðjan júní þegar tíu þúsund manns úr öllum stéttum voru fluttar
nauðungarflutningum til Sovétríkjanna. Meðan á hernámi Sovét -
manna stóð er talið að um sjö þúsund manns hafi verið myrt eða
látið lífið í sovéskum fangelsum.13
Andspyrnuhreyfing Eista gegn Sovétmönnum var stofnuð til að
bregðast við nauðungarflutningunum og innrás Þjóðverja í Eistland
22. júní 1941. Mikson varð leiðtogi hinna svokölluðu „skógar bræðra“
valur ingimundarson14
Vaps-hreyfingin sigur í sveitarstjórnarkosningum árið 1934. Til að koma í veg
fyrir sigur Vaps í forsetakosningum árið 1935 ákvað Konstantin Päts forsætis-
ráðherra að lýsa yfir neyðarástandi og leysa upp þingið. Í framhaldinu var
Vaps-hreyfingin bönnuð og helstu leiðtogar hennar settir í fangelsi. Eftir það
voru engar kosningar haldnar og aðeins einn stjórnmálaflokkur leyfður, Banda -
lag föðurlandsins. Eins og Andres Kasekamp hefur sýnt fram á var Vaps-
hreyfingin ekki gagnbyltingarafl, þótt hún væri andsnúin þingræðinu, heldur
vildi hún róttæka þjóðernisendurnýjun. Hún reiddi sig t.d. á stuðning verka-
manna, ekki lægri miðstétta, og þrátt fyrir aðdáun á Þýskalandi Hitlers hafnaði
hún ýmsu í hugmyndafræði nasista, þ.á m. gyðingahatri. Þessi valdabarátta í
Eistlandi endurspeglaði þá togstreitu sem myndaðist víða í Evrópu milli
íhaldsafla („gömlu valdastéttanna“), sem höfðu herinn og stjórnkerfið undir
sinni stjórn, og nýrra róttækra hægri afla. Sjá Kasekamp, The Radical Right in
Interwar Estonia (Houndmille, Basingstoke: Palgrave 2000).
12 Sjá Margus Kastehein og Lauri Lindström, „The Activities of E. Mikson in the
Southern Part of Tartu District and in Tallinn in 1941“(Tallinn 1992), bls. 1–53.
Hér er um að ræða skýrslu sem tveir eistneskir sagnfræðingar tóku saman um
athafnir Evalds Miksons árið 1941 á grundvelli skjala öryggislögreglunnar í
Tallinn frá þessu tímabili og vitnaleiðslna árið 1961 í tengslum við rannsókn á
meintum stríðsglæpum Miksons.
13 Sjá „Conclusions: Report of the Estonian International Commission for the
Investigation of Crimes against Humanity. Phase I — The Soviet Occupation
of Estonia, 1940–1941“. Vef. http://www.mnemosyne.ee/hc.ee/pdf/conclu
sions_en_1940–1941.pdf, bls. XII, 1. mars 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 14