Saga - 2013, Side 18
aði náið með hernámsliði Þjóðverja á árunum 1941–1944 og var
undir stjórn þess.19 Eins og Ruth Bettina Birn hefur sýnt fram á hafði
Eistland, sem fékk nokkra sjálfstjórn á þessu tímabili, sérstöku hlut-
verki að gegna í hugmyndafræði nasista í Austur-Evrópu. Þeir litu
svo á að Eistar væru „kynhreinastir“ þeirra þjóða sem þar byggju og
ættu mestan möguleika á að blandast þýskum kynstofni.20 Ætlunin
var að gera þá að „Þjóðverjum“ (Eindeutschung) í þúsund ára ríki
Hitlers. Yfirmaður öryggislögreglunnar í Eistlandi, Sandberger, leit
því á Eista sem samverkamenn Þjóðverja,21 þótt hann krefðist þess
að þeir lytu valdi hans, enda höfðu þeir tekið þátt í aðgerðum Þjóð -
verja gegn Sovétmönnum.22 Það var þó ekki fyrr en í september
1941 að Þjóðverjar náðu fullri stjórn í landinu.
Alvarlegustu sakargiftirnar á hendur Mikson snertu aðgerðir
Omakaitse-hreyfingarinnar í júlí og ágúst 1941, þegar hún stóð að
hefndaraðgerðum án dóms og laga. Samkvæmt tilskipun þýska her-
námsliðsins í október var sérstaklega tekið fram að Omakaitse hefði
engan rétt til að handtaka Eista eða refsa þeim að eigin frumkvæði.
Mikson fjallar nær ekkert um þessa tvo mánuði í æviminningum
sínum að öðru leyti en því að hann hafi verið að berjast við Rauða
herinn í fremstu víglínu.23 Skjalaheimildir eistnesku öryggislög-
reglunnar frá því í stríðinu og vitni sem sovéska leyniþjónustan,
KGB, yfirheyrði árið 1961 benda þó til þess að hann hafi verið í
Vönnu-héraði að miklu leyti þennan tíma. Þegar sovésk stjórnvöld
rannsökuðu mál Miksons árið 1961 kváðust nokkrir eistneskir borg-
arar hafa orðið vitni að því að Mikson hefði myrt marga Eista, þar á
meðal tvær gyðingakonur, auk þess sem hann hefði beitt fanga
ofbeldi og nauðgað konum. Flestir þeir sem Mikson handtók voru
kommúnistar sem störfuðu með sovéska hernámsliðinu. Samkvæmt
valur ingimundarson16
19 Sjá Seppo Myllyniemi, Die Neuordnung der baltischen Länder 1941–1944. Zum
nationalsozialistischen Inhalt der deutschen Besatzungspolitik (Helsinki: Historial -
lisia Tuckimuksia 1973).
20 Ruth Bettina Birn, „Collaboration with Nazi Germany in Eastern Europe“, bls.
182–183.
21 Sama heimild, bls. 182.
22 Bundesarchiv (Þjóðskjalasafn Þýskalands). R6/176, „Lagebericht“ (Der Gen -
eral kommsissar in Reval), 19. október 1942.
23 Einar Sanden, Úr eldinum til Íslands. Ævisaga Eðvalds Hinrikssonar. Þýð. Þor -
steinn Sigurlaugsson (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1992), bls. 109–118.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 16