Saga - 2013, Page 25
manna, og hins vegar baráttu sinni gegn hernámsliði Sovétmanna
og eistneskum stuðningsmönnum þeirra á árunum 1940–1941. Þótt
Mikson væri eistneskur þjóðernissinni og andkommúnisti vann
hann með Þjóðverjum eftir hernám þeirra árið 1941, bæði áður en
hann var settur í fangelsi og eftir að honum var sleppt árið 1943. Því
má telja víst að hann hafi litið hernám Þjóðverja öðrum augum en
hernám Sovétmanna og ekki lagt innrásarherina tvo að jöfnu.
Morgunblaðið hamraði á þrennu í umfjöllun sinni: andkommún-
isma, kúgun Eystrasaltsríkjanna og föðurlandsást Miksons. „Réttar -
rannsókn“ yfir fjarstöddum glæpamönnum væri ekkert nýtt í Ráð -
stjórnarríkjunum. Slíkt hefði alla tíð átt sér stað með „samsafni ljúg-
vitna“. Ekkert mark væri takandi á „þeim sýningum sem haldn ar
eru austur í Rússlandi og eru kallaðar réttarhöld“. Og þótt blaðið
tæki fram að það gæti hvorki sýknað né sakfellt Eðvald var afstaða
þess skýr: Hinar „heiftúðugu árásir á þennan mann benda vissulega
til þess, að hann hafi verið meðal beztu föðurlandsvina í heimalandi
sínu“.46 Morgunblaðið svaraði kröfu Þjóðviljans47 um opinbera rann-
sókn með því að halda því fram að blaðið vildi að hann yrði fram-
seldur til „hinna rússnesku kúgara, svo að þeir geti pyndað hann
og líflátið“. Slíkur „rauði galdur“ hefði aldrei verið framinn hér
þrátt fyrir einlægan vilja íslenskra kommúnista.48 Til að hnykkja á
þessu atriði var reynt að tengja saman örlög Íslands og Eystrasalts -
ríkjanna:
Að ýmsu leyti svipaði Eystrasaltsríkjunum til Íslands. Þau voru smá-
ríki, sem börðust fyrir frelsi sínu. En frelsi öðluðust þau upp úr fyrri
heimsstyrjöldinni, eins og við Íslendingar. Þar voru geysimiklar fram-
farir, sem byggðust á vilja þjóðanna til að sýna umheiminum að þær
ættu tilverurétt sem sjálfstæðar þjóðir. En skyndilega ráðast kúgararnir
inn í landið, svifta hana frelsi, undiroka, myrða og flytja úr landi for-
ystumenn. Þeir beinlínis uppræta þjóðirnar. Hver maður með ærlegt
blóð hlaut að berjast gegn þessum böðlum föðurlands síns og sjálfsagt
hefur Eðvald Hinriksson gert það eins og aðrir, enda var hann mikils-
metinn í landi sínu og meðal annars lífvörður sjálfs forsetans. En þessir
böðlar og kúgarar láta sér ekki nægja að ræna þjóðirnar frelsi og upp-
ræta þær, heldur hundelta þá flóttamenn 20 árum síðar, sem fengið
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 23
46 „Eðvald Hinriksson“, Morgunblaðið (leiðari) 16. mars 1961, bls. 10.
47 Sjá „Rannsókn er óhjákvæmileg vegna sakargiftanna á EVALD MIKSON:
Stjórnarblöðin taka að sér málslvörn [svo] án þess að kanna nokkuð hin alvar-
legu ákæruatriði!“ Þjóðviljinn 16. mars 1961, bls. 3.
48 „Rauðigaldur“, Morgunblaðið 18. mars 1961, bls. 12.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 23