Saga - 2013, Page 32
balsson utanríkisráðherra lýsti því yfir áður en það varð ljóst, að í
sínum huga jafnaðist það á við að ísraelsk stjórnvöld hefðu leitt for-
sætisráðherra í gildru. Hefði það vakað fyrir Ísraelum að eyðileggja
opinbera heimsókn forsætisráðherra Íslands hefðu þeir ekki getað
fundið til þess betra ráð.71 Í framhaldinu afþakkaði hann formlega
boð í opinbera heimsókn til Ísraels.72 Síðar tók hann sögulegt dæmi
þar sem gagnrýnin afstaða hans til Ísraels kom fram: „Mér finnst
ekki ólíklegt, að forsætisráðherra Ísraels hefði brugðið í brún ef hann
væri í opinberri heimsókn t.d. í Bretlandi og einhver samtök hefðu
viljað notað heimsóknina til að krefjast opinbers réttarhalds vegna
hryðjuverka árásar Stern-gengisins á Hótel Davíðs konungs 22. júlí
1946, þar sem 80 manns létu lífið, þar af fjöldi óbreyttra borgara“.73
Í öðru lagi var farið að tengja Mikson-málið slæmri meðferð Ísra-
elsmanna á Palestínumönnum. Það mál var ekki aðeins notað sem
rök gegn því að framselja Mikson til Ísraels (sem hefði reyndar
aldrei komið til greina), heldur átti það einnig að sýna að Ísraels-
stjórn hefði engan siðferðilegan rétt til að fara fram á framsal. Jón
Baldvin hafði ekki verið á ríkisstjórnarfundinum þar sem skýrt var
frá ferð Davíðs til Ísraels. Stjórnarandstaðan hafði lagst gegn heim-
sókninni og taldi að þetta mál sýndi að Davíð hefði ekki átt að fara í
hana. Davíð lagði hins vegar mikla áherslu á að það hefði ekki verið
fulltrúi ísraelska utanríkisráðuneytisins sem afhenti honum bréfið.
Þetta atvik hefði ekki haft nein áhrif á heimsókn sína til Ísraels, sem
hefði „í öllum aðalatriðum verið afskaplega vel heppnuð“.74
Í þriðja lagi var brugðist við með því að draga í efa áreiðanleika
og gildi þeirra gagna sem Simon Wiesenthal-stofnunin studdist við.
Að dómi Jóns Baldvins væru þau lítils virði ef þau bættu engu við
það sem fram hefði komið í bók um vitnaleiðslur KGB frá árinu
1961. „Upplýsingar frá KGB eru ekki nægilegar handa íslenskum
stjórnvöldum“, sagði Jón.75 Davíð gekk ekki eins langt: Þótt Wiesen -
thal-stofnunin væri virt og hefði oft haft rétt fyrir sér í ásökunum af
þessu tagi, væri það ekki algilt.76 Hér var hann vafalaust að vísa í
Demjanjuk-málið svonefnda, en stofnunin hafði haft rangt fyrir sér
valur ingimundarson30
71 Sama heimild.
72 Sjá t.d. Tíminn 21. febrúar 1992, bls. 1.
73 Pressan 27. febrúar 1992, bls. 15.
74 Morgunblaðið 26. febrúar 1992, bls. 44.
75 Morgunblaðið 19. febrúar 1992, bls. 40.
76 Morgunblaðið 26. febrúar 1992, bls. 44.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 30