Saga - 2013, Qupperneq 74
Auðvitað er það fjarstæða og felst í því mikil þversögn. Það vita þeir
sem leggja raunsætt mat á þessi efni. Hér er einungis verið að reyna að
leita nýrra leiða til að ná fram jafnrétti sem fyrir löngu átti að vera
komið á, en ekki tekist. Það er verið að reyna að ná fram þeim réttind-
um, því jafnrétti, sem allir viðurkenna, a.m.k. í orði, að eigi að gilda og
konur áttu að hafa öðlast fyrir löngu. Það er raunar verið að rétta af þá
slagsíðu, sem er í atvinnulífinu á kjörum kvenna og karla, og leiðrétta
það misrétti sem ríkir í þeim málum.51
Orð Jóhönnu um að „rétta af slagsíðu“ og „leiðrétta misrétti“ máttu
sín lítils, en tónninn hafði verið gefinn og fjallað var um frumvarpið
sem „forréttindafrumvarp“.52 Umsagnaraðilar voru ýmist hikandi
eða andvígir53 og jafnvel kvennahreyfingin var tvístígandi: Jafn -
réttis ráð hafði fyrirvara á ákvæðinu og varaði við breytingunum,
Kvenfélagasamband Íslands klofnaði í afstöðu sinni og efasemda
gætti hjá KRFÍ af sömu ástæðum.54 Nokkrir karlar í flokki Jóhönnu
studdu frumvarpið en konurnar á Alþingi, sem voru tvær fyrir utan
hana, höfðu síst minni efasemdir um það en margir karlanna og hjá
þeim birtist skýrt sú tvíræðni og togstreita sem rakin er hér að fram-
an. Guðrún Helgadóttir sagði m.a.:
… ég get ekki fallist á að það sé til eflingar sjálfsvitund kvenna að hafa
það á tilfinningunni, hvenær sem konu er veitt starf, hvenær sem kona
er kjörin til Alþingis eða sveitarstjórnarstarfa, að hún eigi það aldrei
víst að hún hafi verið sett í þessi embætti vegna eigin verðleika, held-
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.72
51 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. 20.05.1981. Neðri deild: 101. fundur, 103.
löggjafarþing. 261. mál, jafnrétti kvenna og karla, http://www.althingi.is/
altext/gomulraeda.php4?rnr=4900<hing=103&dalkur=4703, 21. janúar 2013.
52 Vef. Alþingi. Árni Gunnarsson. 01.04.1981. Neðri deild: 70. fundur, 103. lög-
gjafarþing. 261. mál, jafnrétti kvenna og karla, http://www.althingi.is/altext/
gomulraeda.php4?rnr=3406<hing=103&dalkur=3315, 21. janúar 2013, og
20.05.1981. Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing. 261. mál, jafnrétti
kvenna og karla, http://www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=
4901<hing=103&dalkur=4705, 21. janúar 2013.
53 Vinnuveitendasamband Íslands var t.d. algjörlega „andvígt kynbundnum for-
réttindum til starfa“ og talaði um niðurlæginguna í því að „hljóta starf sam-
kvæmt forréttindaákvæði af þessu tagi“. Sjá Vef. Alþingi. Alexander Stefánsson.
20.05.1981. Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing. 261. mál, jafnrétti
kvenna og karla, http://www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=4899
<hing=103&dalkur=4701, 21. janúar 2013.
54 Vef. Alþingi. Alexander Stefánsson. 20.05.1981.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 72