Saga - 2013, Page 93
kvenna og rökstyðja að sú staða kallaði á leiðréttingu og markvissar
aðgerðir, eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerði 1981. Í samræmi við
jafnræðisrökin var þeim sjónarmiðum umsvifalaust svarað með því
að sérmeðferð jafngilti forréttindum og mismunun gagnvart körl-
um.
Þrátt fyrir að sérstöðurök hafi í megindráttum vikið fyrir jafn -
ræðisrökum einkennist öll þessi saga af því að glæðum er blásið í
sérstöðusjónarmið með vissu millibili. Með Kvennalistanum og ann-
arri bylgju kvennahreyfingarinnar, á 9. áratug aldarinnar, gengu
sérstöðurök tímabundið í endurnýjun lífdaga, með breyttum áhersl -
um þó, og áttu ríkan þátt í að sérstaða kvenna og heimild til leiðrétt-
ingar á misrétti gagnvart konum fékkst viðurkennd í endurskoðun
jafnréttislaganna árið 1985.
Um aldamótin síðustu, einum og hálfum áratug síðar, höfðu
jafnræðisrök enn á ný náð undirtökunum enda nýfrjálshyggju -
sjónar mið orðin allsráðandi. Sérstaða kvenna vék á ný fyrir jafn -
ræðissjónarmiðum, en sú þversagnakennda staða kom upp að nú
voru karlar í forgrunni. Þótt umræðan hafi átt sér stað í andrúms-
lofti nýfrjálshyggju og einstaklingshyggju, þar sem formlegt kyn-
hlutleysi var grundvallaratriði, átti áhersla á karla engu að síður
upp á pallborðið. Umræðan byggðist á þeirri hugsun sem átti rætur
að rekja a.m.k. rúmlega 70 ár aftur í tímann, að formlegt lagalegt
jafnrétti þýddi að kynjajafnrétti hefði verið náð, þótt kynjaslagsíða
væri augljós á öllum sviðum samfélagsins. Umræðan var samt að
því leyti mjög ólík því sem gerðist t.d. árið 1927, að kyn var nú
nánast ólögmæt breyta í umræðunni sem grundvöllur að baráttu,
þótt það héldi raunar áfram að hafa áhrif á flestum sviðum sam-
félagsins og lifði þar góðu lífi. Segja má að konur hafi áfram verið
„kynið“, en nú bara kynið sem ekki mátti nefna. Á sama tíma áttu
aðgerðir í þágu karla greiða leið inn í lagatexta.
Tímamót urðu svo í þessari sögu árið 2008 með hruni íslenska
fjármálakerfisins. Þar voru karllæg sjónarmið talin hafa verið að
verki að stærstum hluta, og enn á ný var gripið til sérstöðuraka sem
reyndust afar áhrifarík. Áttu þau mikinn þátt í að hinir margum-
deildu kynjakvótar í atvinnulífinu voru að lokum samþykktir. Má
segja að þarna hafi unnist grundvallarsigur í þeirri baráttu að „fær-
ar konur“ fengju sæti í „hinum ýmsu nefndum“ eins og það var eitt
sinn orðað.
Hugmyndir um hæfni og færni kvenna eru samofnar þessari
þróun. Mæðrahyggja og húsmóðurhugmyndafræði byggðust á hug-
„færar konur“ 91
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 91