Saga - 2013, Síða 124
Öndurðareyri í arf, skyldi því erfa „sjóveldi“ Þórðar. Ekki kom þó
til þess að hann sameinaði Breiðafjörð undir sinni stjórn enda varð
honum margt mótdrægt, fyrst glíma um Staðarhól við Órækju
Snorrason sem leiddi til sátta þar sem Órækja fékk að halda Reyk -
hólum og sat þar um skeið og herti tök sín í Vestfirðinga fjórðungi.83
Þegar Órækja (d. 1245) var horfinn af vettvangi gerðist það að þeir
venslamenn Sturlu, Gunnsteinn Hallsson og Vigfús, sonur hans,
fóru sínar eigin leiðir í pólitík og valdasókn, óháð Sturlu og kannski
gegn honum. Ýmis atvik urðu til þess að Sturla beindi athygli að
Borgarfirði og sóttist kannski frekar eftir völdum þar en við Breiða -
fjörð.84 Þeir Hrafn Oddsson og Vigfús mynduðu bandalag en Sturla
naut ekki stuðnings stórbænda við norðanverðan fjörðinn. Kom í
ljós að hann hafði of lítinn flota gegn Hrafni, varð undan að láta og
heita utanför á konungsfund. Sundrungaröfl reyndust sterk.85
Eftir að Íslendingar voru gengnir konungi á hönd hlaut staða
Sturlu að breytast, hann var einn hinna helstu konungsmanna.
Sturla var á Staðarhóli en lét svo Snorra syni sínum jörðina eftir og
sat í Fagurey. Varla er svo að skilja að hann hafi verið í eins konar
einangrun þar, eyjan lá vel við siglingum milli Þórsness annars
vegar og Skarðs strandar og Saurbæjar hins vegar. Vel má vera að
Sturla hafi þá loks orðið allra höfðingja voldugastur við Breiðafjörð
og stýrt „sjóveldi“ eða eins konar „thallassokrati“, átt góð skip og
ráðið mikilvægum eyjum og haft eftirlit, en um það er ekki vitað.
Hann þá hins vegar virðingarstöðu frá konungi eftir 1264, var herra
og lögmaður og átti ekki eins mikið undir fylgi bænda og Þórður,
faðir hans. Friður ríkti og ekki skipti eins miklu máli og fyrr að geta
boðað út skipaher eða aflað sér fylgis meðal bænda.
Þegar fiskveiðar urðu mikilvægari, líklega einkum frá um 1250,
dafnaði klaustrið á Helgafelli. Það er vafalítið til vitnis um mikilvægi
klaustursins að Grunnasundsnes á Þórsnesi er nefnt sem hafskipa-
helgi þorláksson122
83 Sveinbjörn Rafnsson, „Um Staðarhólsmál Sturlu Þórðarsonar“, Skírnir 159
(1985), bls. 143–59.
84 Um Sturlu sjá ýmsar greinar í Sturlustefna. Ráðstefna haldin á sjö alda ártíð Sturlu
Þórðarsonar sagnaritara. Ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar 1988).
85 Togast hafa á kraftar sem sameinuðu og sundruðu, bæði bundnir við staðhætti
og pólitík. Sundrungaröfl eru sýnileg í þingstöðunum tveimur, í Þorskafirði og
á Þórsnesi. Braudel verður tíðrætt um sundrungaröfl við Miðjarðarhafið, þar
gætti einkum hneigðar til að skipta í austurhluta og vesturhluta, sbr. The
Mediterranean in the Ancient World, t.d. bls. 22–24.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 122