Saga - 2013, Page 145
Innbyrðis tengsl þjóðernisvakningar, fornbréfaútgáfu og sagn -
fræði rannsókna ásannast mætavel í dæmi Íslands. Eins og rifjað var
upp í tilefni af tvö hundruð ára fæðingarhátíð Jóns Sigurðssonar er
upphaf íslenskrar fornbréfaútgáfu órjúfanlega tengt nafni hans.5
Hinu hefur ekki verið haldið á lofti sem vert væri að Tómas Sæ -
mundsson hafði á prjónunum útgáfu íslenskra fornbréfa um svipað
leyti og Jón Sigurðsson fór að huga að henni. Hjá Tómasi var forn-
bréfaútgáfa auk þess nátengd fyrirætlun hans um að semja Íslands-
sögu en sú fyrirætlun náði sem kunnugt er ekki fram að ganga.
Hvað Jón forseta áhrærir þá hafði hann uppi áform, þegar á leið
starfsferilinn, um að semja Íslandssögu en þau urðu að engu. Niður -
staðan varð sú að langt fram eftir nítjándu öld átti íslenskur almenn-
ingur ekki aðgang að yfirlitsriti um þjóðarsöguna.6 Það var ekki fyrr
en 1880 sem slíkt yfirlit birtist á prenti í líki kennslubókar handa
ungmennum.7
Í þessari grein er ætlunin að varpa ljósi á tengsl fornbréfaútgáfu
og sagnritunar í orði og verki hjá þeim Tómasi Sæmundssyni og
Jóni Sigurðssyni; af mjög ólíkum ástæðum kom hvorugur því í verk
að semja yfirlitsrit í Íslandssögu. Má leiða getum að því að þetta hafi
átt nokkurn þátt í því að þjóðernisvakning Íslendinga gekk hægar
fram á seinni helmingi 19. aldar en gerðist eftir aldamótin.8 En fyrst
verður vikið nánar að þeim hugmyndastraumum sem urðu kveikja
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 143
fimmtugum 16. september 2006 (Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette
Magnussen 2006), bls. 87–89. Um „den norske historiske skole“ sjá Ottar Dahl,
Norsk historieforskning i det 19. og 20. århundrede (Ósló: Universitetsforlaget 1992),
bls. 43–85.
5 Sjá Sverrir Jakobsson, „Um fræðastörf Jóns Sigurðssonar“, Andvari. Nýr flokkur
136:1 (2011), bls. 48–61; Jón Þ. Þór, „Sagnfræðingurinn Jón Sigurðsson“, Ársrit
Sögufélags Ísfirðinga 51 (2011), bls. 101–114 (hér bls. 104–110).
6 Hér teljast Íslands árbækur í sögu-formi I–XII deild eftir Jón Espólín sýslumann,
sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1821–1855, ekki til slíkra yfirlitsrita.
Grunngerð Árbókanna er annálsformið sem frásagnir af ákveðnum persónum
og viðburðum eru felldar að. Annálsformið girðir fyrir þá „tematíseringu“ sem
yfrlitssagan útheimtir. Espólín var líka upplýsingarmaður, ósnortinn af þjóðern-
ishyggju, sjá Upplýsing og saga. Sýnisbók sagnaritunar Íslendinga á upplýsingaröld.
Ingi Sigurðsson bjó til prentunar (Reykjavík: Menningarsjóður 1982), bls. 37–43.
7 Sjá Þorkell Bjarnason, Ágrip af sögu Íslands (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja
1880), 136 bls.
8 Þetta hafa fræðimenn víst ekki kannað sérstaklega. Við blasir að almenn
þjóðfélags- og efnahagsþróun, ásamt almennu menntunarástandi, eru hér mikil -
vægir áhrifaþættir.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 143