Saga - 2013, Page 158
hæfi barna.71 Þessar aðstæður munu hafa átt sinn þátt í því að fram
undir 1890 var kennsla í mannkynssögu enn mun útbreiddari í
barnaskólum landsins en kennsla í Íslandssögu.72 Mest var notað
nýtt mannkynssöguágrip eftir Pál Melsteð.73
Frumherjar fornbréfaútgáfu og nútímalegra sagnfræðirannsókna
í Noregi um miðbik 19. aldar höfðu ekki látið undir höfuð leggjast
að sjá uppvaxandi kynslóð fyrir kennslubókum í sögu landsins.
Þannig samdi P. A. Munch kennslubók í Norðurlandasögu og
Noregs sögu um 1840.74 Slíku var ekki að heilsa á Íslandi enda urðu
engir til að ljúka háskólaprófi í sagnfræði fyrr en undir lok aldar-
innar. Það var ekki að ófyrirsynju að um aldamótin kvörtuðu kenn-
arar og uppeldisfræðingar undan skorti á hentugu og áhugavekj-
andi kennsluefni í Íslandssögu — vekjandi sögu er glæddi hjá upp-
vaxandi kynslóð ættjarðarástina og þjóðernistilfinninguna.75 Sá höf-
undur sem bætti hér nokkuð úr var bróðursonur Páls Melsteð, Bogi
Th. Melsteð sagnfræðingur, menntaður og búsettur í Kaupmanna -
höfn. Frá hans hendi komu út tvær kennslubækur í Íslandssögu
fyrir byrjendur, árin 1904 og 1910.76 Bogi var því fyrsti háskóla-
menntaði sagnfræðingurinn sem samdi kennslubækur í sögu handa
barnaskólum; þær voru skrifaðar í eindregnum vakningaranda.77
loftur guttormsson156
71 Upp úr aldamótunum var hún jafnvel lesin lauslega fyrir burtfararpróf í Lærða
skólanum, sjá Gunnar Karlsson, „Forsetinn í söguritun Íslendinga“, Andvari.
Nýr flokkur 136:1 (2011), bls. 32.
72 Loftur Guttormsson, „Nokkrar athugagreinar um upphaf sögukennslu í
íslenskum barnaskólum“, Helgispjöll framin Helga Skúla Kjartanssyni fimmtug-
um, 1. febrúar 1999 (Þaralátursfirði: Meistaraútgáfan 1999), bls. 9–11.
73 Páll Melsteð, Ágrip af mannkynssögunni (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja
1878–1879), 288 bls. Bókin var endurútgefin tvívegis fyrir aldamótin. Auk
ágrips Páls hafði komið út eftir Eirík Gíslason Ágrip af mannkynssögunni handa
barnaskólum (Reykjavík: Sigurður Br. Sívertsen 1882), 94 bls.
74 P.A. Munch, Norges, Sveriges og Danmarks Historie til skolebrug (1838); Sami höf.,
Norges Historie i kort Udtog for de første Begyndere (1839).
75 Loftur Guttormsson, „Nokkrar athugagreinar“, bls. 11–12.
76 Bogi Melsteð, Stutt kenslubók í Íslendinga sögu handa byrjendum (Kaupmannhöfn:
[s.n.] 1904), 116 bls. Endurútgefin tvívegis, árin 1907 (144 bls.) og 1914 (154
bls.); Bogi Melsteð, Sögukver handa börnum ásamt nokkrum ættjarðarljóðum og
kvæðum (Kaupmannahöfn: [s.n.] 1910), 111 bls.; Sjá Loftur Guttormsson,
„Nokkrar athugagreinar“, bls. 12–13.
77 Sjá t.d. upphafskafla Stuttrar kenslubókar, bls. 1; Ingi Sigurðsson, Íslenzk
sagnfræði, bls. 84–86; Loftur Guttormsson, „Frá kristindómslestri til móður-
máls. Hugmyndafræðileg hvörf í lestrarefni skólabarna um síðustu aldamót“,
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 156