Saga - 2013, Page 174
og víðar). Eins hefði mátt geta þess að vinnuveitandi Jóns og mesti áhrifa-
valdur, Árni Magnússon, vissi manna mest um ð í fornritum. Hann hóf
ungur að afrita forna texta stafrétt og lét skrifara sína vinna með þeim hætti
síðar þegar við átti (Már Jónsson, Árni Magnússon. Ævisaga. Reykjavík:
Mál og menning 1998, bls. 58–59, 65–70; sami, Arnas Magnæus Philologus
(1663–1730). Odense: University Press of Southern Denmark 2012, bls. 70,
157–159). Hvergi gætir þess hins vegar að Árni hafi nokkru sinni skrifað ð í
eigin bréfum eða ritum. Eggert Ólafsson, sem vart er nefndur í bókinni (bls.
99), velti stafsetningu mikið fyrir sér og hafði um tíma þ fyrir ð að hætti
elstu íslenskra skrifara (sjá Kjartan Ottósson, Íslensk málhreinsun. Sögulegt
yfirlit. Reykjavík: Íslensk málnefnd 1990, bls. 36–37). Þessa er ekki getið í
bókinni.
3) Umfjöllun um stafsetningarstefnumótun Rasmusar Rasks í samhengi
við lífsstarf hans og samtíðarmenningu er besti hluti bókarinnar (bls.
67–110). Þar býr að baki vönduð rannsókn og fram kemur að Rask muni
hafa uppgötvað gildi ð-s meðan hann dvaldist á Íslandi árin 1813–1815.
Bókstafurinn hafði fyrst birst á prenti í útgáfum fornra texta árin 1770–1772
en var ekki notaður annars, hvorki í skrift né á prenti, heldur ávallt d. Rask
tók til við að skrifa ð í bréfum vorið 1817 og honum tókst smám saman að
telja málsmetandi menn af yngri kynslóð íslenskra menntamanna á að taka
upp stafinn. Þannig var í fyrsta árgangi Skírnis árið 1827 ýmist notað ð þar
sem við átti eða d samkvæmt hefð en einungis ð, eða „stungið dé“ eins og
það var nefnt, frá og með 1831 (bls. 101–105). Í næsta kafla er því svo ágæt-
lega lýst hvernig ð varð einrátt í latínuprentletri en var ekki hleypt að í
brotaletri, eða gotnesku letri eins og það er líka nefnt í bókinni, jafnvel allt
til ársins 1872 (bls. 117–121). Myndir sem fylgja þessum þætti eru vel vald-
ar og frásögn sannfærandi. Dæmin hefðu þó mátt vera fleiri, m.a. um það
hvernig báðar leturgerðir voru notaðar í sumum ritum. Má nefna að Reykja -
víkur pósturinn kom út árin 1846–1849 og var prentaður með gotnesku letri.
Hér og hvar bregður latínuletri fyrir og þá er ð notað, til dæmis í kvæðinu
„Vetrarkomu“ í 1. tölublaði 2. árgangs 1. október 1847: „Kveður nú sumar
kossi alla blíðum, / kvakandi framar sýngur Lóa eingi, / blikandi rósir brósa
ei á veingi, / bleik hníga lauf af skógarhríslum fríðum“ (bls. 13). Latínuletur
var líka á tilkynningu um samkeppni Bókmenntafélagsins um lestrarbækur
fyrir börn 1. mars 1849 og þar er einmitt kvartað undan máli, leturgjörð og
skipulagi á fyrirliggjandi bókum (bls. 102). Má einnig nefna að í Stuttu staf-
rófskveri, sem var prentað með gotnesku letri í Reykjavík árið 1851, er ð ekki
svo mikið sem nefnt og stafurinn ekki einu sinni sýndur í stafrófi (bls. 3).
Hins vegar segir neðanmáls: „Framanskrifadar Støfunar- og Lestrarreglur
munu øllum almenningi nægja. Heldri manna børn ættu þar á mót ad
kynna sér vel prófessor Rasks 1839 útkomna Lestrarkver, og réttritareglur,
einkum þau, er sett verda til menta“ (bls. 14). Hjá Rask var ð í hávegum haft
en d nægði fyrir almenning!
ritdómar172
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 172