Saga


Saga - 2013, Page 174

Saga - 2013, Page 174
og víðar). Eins hefði mátt geta þess að vinnuveitandi Jóns og mesti áhrifa- valdur, Árni Magnússon, vissi manna mest um ð í fornritum. Hann hóf ungur að afrita forna texta stafrétt og lét skrifara sína vinna með þeim hætti síðar þegar við átti (Már Jónsson, Árni Magnússon. Ævisaga. Reykjavík: Mál og menning 1998, bls. 58–59, 65–70; sami, Arnas Magnæus Philologus (1663–1730). Odense: University Press of Southern Denmark 2012, bls. 70, 157–159). Hvergi gætir þess hins vegar að Árni hafi nokkru sinni skrifað ð í eigin bréfum eða ritum. Eggert Ólafsson, sem vart er nefndur í bókinni (bls. 99), velti stafsetningu mikið fyrir sér og hafði um tíma þ fyrir ð að hætti elstu íslenskra skrifara (sjá Kjartan Ottósson, Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Reykjavík: Íslensk málnefnd 1990, bls. 36–37). Þessa er ekki getið í bókinni. 3) Umfjöllun um stafsetningarstefnumótun Rasmusar Rasks í samhengi við lífsstarf hans og samtíðarmenningu er besti hluti bókarinnar (bls. 67–110). Þar býr að baki vönduð rannsókn og fram kemur að Rask muni hafa uppgötvað gildi ð-s meðan hann dvaldist á Íslandi árin 1813–1815. Bókstafurinn hafði fyrst birst á prenti í útgáfum fornra texta árin 1770–1772 en var ekki notaður annars, hvorki í skrift né á prenti, heldur ávallt d. Rask tók til við að skrifa ð í bréfum vorið 1817 og honum tókst smám saman að telja málsmetandi menn af yngri kynslóð íslenskra menntamanna á að taka upp stafinn. Þannig var í fyrsta árgangi Skírnis árið 1827 ýmist notað ð þar sem við átti eða d samkvæmt hefð en einungis ð, eða „stungið dé“ eins og það var nefnt, frá og með 1831 (bls. 101–105). Í næsta kafla er því svo ágæt- lega lýst hvernig ð varð einrátt í latínuprentletri en var ekki hleypt að í brotaletri, eða gotnesku letri eins og það er líka nefnt í bókinni, jafnvel allt til ársins 1872 (bls. 117–121). Myndir sem fylgja þessum þætti eru vel vald- ar og frásögn sannfærandi. Dæmin hefðu þó mátt vera fleiri, m.a. um það hvernig báðar leturgerðir voru notaðar í sumum ritum. Má nefna að Reykja - víkur pósturinn kom út árin 1846–1849 og var prentaður með gotnesku letri. Hér og hvar bregður latínuletri fyrir og þá er ð notað, til dæmis í kvæðinu „Vetrarkomu“ í 1. tölublaði 2. árgangs 1. október 1847: „Kveður nú sumar kossi alla blíðum, / kvakandi framar sýngur Lóa eingi, / blikandi rósir brósa ei á veingi, / bleik hníga lauf af skógarhríslum fríðum“ (bls. 13). Latínuletur var líka á tilkynningu um samkeppni Bókmenntafélagsins um lestrarbækur fyrir börn 1. mars 1849 og þar er einmitt kvartað undan máli, leturgjörð og skipulagi á fyrirliggjandi bókum (bls. 102). Má einnig nefna að í Stuttu staf- rófskveri, sem var prentað með gotnesku letri í Reykjavík árið 1851, er ð ekki svo mikið sem nefnt og stafurinn ekki einu sinni sýndur í stafrófi (bls. 3). Hins vegar segir neðanmáls: „Framanskrifadar Støfunar- og Lestrarreglur munu øllum almenningi nægja. Heldri manna børn ættu þar á mót ad kynna sér vel prófessor Rasks 1839 útkomna Lestrarkver, og réttritareglur, einkum þau, er sett verda til menta“ (bls. 14). Hjá Rask var ð í hávegum haft en d nægði fyrir almenning! ritdómar172 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.