Saga - 2013, Qupperneq 181
Áður hafa birst um Jón Sveinsson greinar og kaflar í íslenskum tímarit-
um og bókum, en eins og Gunnar greinir frá er það þó fyrst og fremst
Haraldur Hannesson (1912–1989) sem haldið hefur minningu hans á lofti en
hann safnaði, skráði og bjó um allar tiltækar heimildir um Jón Sveinsson og
lagði grunninn að Nonnasafni. Furðu lítið hefur þó verið skrifað um þenn-
an ástsæla rithöfund, en nú hefur Gunnar F. Guðmundsson bætt úr þeim
skorti með glæsilegri ævisögu sem jafnframt er fyrsta íslenska ævisagan um
Jón Sveinsson.
Nonnasaga Gunnars er fallega skrifuð, af hlýju og virðingu fyrir við -
fangsefninu. Gríðarleg heimildavinna liggur að baki bókinni enda um frum-
rannsóknir að ræða. Vísað er í íslenskar og erlendar heimildir og Gunnar
nýtir sér Nonnasafn, auk annarra prentaðra og óprentaðra heimilda, og
fléttar dagbókarbrot og slitur úr sendibréfum af listfengi inn í texta sinn.
Þetta er löng og ítarleg bók, meira en 500 síður, og hefst löngu áður en við -
fangsefnið fæðist, á föðurnum Sveini Þórarinssyni amtsskrifara.
Sveinn Þórarinsson var bókhneigður og listrænn maður en hann lærði
bókband og hélt alla tíð dagbók. Lögð er áhersla á hlutverk dagbókarinnar
sem trúnaðarvinar — þar og aðeins þar gat Sveinn úthellt sorgum sínum og
sagt frá draumum sínum. Löngu seinna fékk Jón Sveinsson aðgang að dag-
bókum föður síns og varð það honum bæði til góðs og ills eins og Gunnar
greinir frá. Gunnar leggur áherslu á allt sem feðgarnir áttu sameiginlegt.
Dagbækur þeirra koma upp um hvernig þeir endurspegla hvor annan, bæði í
gjörðum og anda, og þá kannski einna helst hvernig draumurinn um annað
og betra líf yfirgefur mann aldrei og hversu sárt það er þegar hann rætist ekki.
Hjónaband Sveins og Sigríðar Jónsdóttur, móður Nonna, var ekki áfalla-
laust. Sigríður varð ófrísk eftir annan mann áður en þau gengu í það heil-
aga og setti það sinn svip á hjónabandið. Saman eignuðust hjónin átta börn
en misstu þrjú þeirra í æsku úr barnaveiki á mjög skömmum tíma. Þetta
fékk á þau bæði og olli því, ásamt fátækt, afbrýðisemi, drykkju húsbóndans
og margvíslegum öðrum búsorgum, að Sveinn var heilsutæpur alla tíð.
Þetta hefur verið erfitt líf og Gunnar greinir frá því að í febrúar 1863
veiktist Sveinn alvarlega af sullaveiki og lét, samkvæmt læknisráði, brenna
sig. Það var mjög hættulegt, því ef gróf í sullinum gat það valdið miklum
kvölum og sótthita og jafnvel dregið sjúklinginn til dauða. Sveinn varð háður
eiturlyfjum til að lina þjáningar sínar og halda sér gangandi, en Gunnar segir:
Hann hélt áfram að þrauka með harmkvælum og hélt sér við með
morfíntöflum og laudanum sem hann virðist hafa getað fengið hjá
lækni fyrirhafnarlaust. Skammturinn fór upp í átta töflur á dag, og án
þeirra gat hann ekki verið. Þessi mikla notkun vímuefna til að deyfa
sárustu kvalirnar hefur eflaust magnað geðsveiflurnar og gert hann
erfiðari í sambúð. Eiginkonan og börnin þeirra fjögur gátu aldrei vitað
með vissu við hverju var að búast frá einum degi til annars (bls. 49).
ritdómar 179
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 179