Saga - 2013, Side 186
Einar Már Jónsson, ÖRLAGABORGIN. BROTABROT ÚR AFREKA -
SÖGU FRJÁLSHYGGJUNNAR. FYRRI HLUTI. Ormstunga. Reykjavík
2012. 545 bls. Nafnaskrá.
Frá hinum örlagaríku haustdögum árið 2008, þegar þáverandi forsætis -
ráðherra bað Guð að blessa Ísland og efnahagskerfi landsins hrundi nánast
yfir nótt, hefur varla liðið svo dagur að orðið frjálshyggju hafi ekki borið á
góma í íslenskri þjóðmálaumræðu. Heimspekingar, félagsfræðingar og bók-
menntafræðingar eru meðal þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að hefja
umræðuna yfir dægurþrasið. Á hinn bóginn má segja að skortur hafi verið á
sagnfræðilegri umfjöllun um frjálshyggju, þar sem hugmyndir Adams
Smith og annarra frumkvöðla stefnunnar og áhrif þeirra á gang sögunnar
eru settar í sögulegt samhengi.
Örlagaborgin er því tímabært og þarft innlegg í samtímaumræðu, skrifuð
af þekkingu og eldmóði. Það er augljóst af lestri bókarinnar að höfundurinn
býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efninu og bókin, sem bersýnilega er
ætluð víðari lesendahóp en eingöngu þeim sem lifa og hrærast í fílabeins -
turni fræðanna, er skrifuð í afar myndrænum og líflegum stíl. En hún getur
seint talist „ein mikilvægasta bók síðari ára“ eins og fullyrt er á bókarkápu.
Til þess ber hún of mikinn áróðurskeim, sem á köflum kemur niður á
fræðilegu gildi hennar.
Undirrituðum er reyndar ekki fyllilega ljóst hvers konar bók höfundur -
inn hefur ætlað sér að skrifa eða hver tilgangur verksins sé annar en upp-
gjör við þá hugmyndafræði sem höfundur telur hafa hneppt landsmenn í
„álög“ (bls. 27) og strandað þjóðarskútunni. Sjálfur kallar höfundur stíl
sinn „skáldsagnfræði“ (bls. 14) og segir að sagnfræðirit sem ætlað sé að
fjalla um sögu frjálshyggjunnar þurfi að vera í senn heimspekilegt verk og
glæpareyfari. Fjalla þurfi um efnið í ljósi ástandsins eins og það er nú,
nefnilega eins og verið sé að rannsaka glæp, og dæma svo sakborninginn
(bls. 13). Þá inniheldur bókin ítarlega félagssögulega umfjöllun um þau
„leiksvið sögunnar“ þar sem andar frjálshyggjunnar hafa fengið að „leika
lausum hala“ (bls. 46), auk þess sem hugmyndir höfundar um heimspeki
sagnfræðinnar eru ræddar í þaula. Örlagaborgin er því sagnfræðirit, þótt
það sé á margan hátt óhefðbundið, og þess vegna er ástæða til að fjalla um
verkið sem slíkt.
Örlagaborgin er í raun nokkrar bækur í einni. Ein inniheldur hástemmda,
þunga en afar skemmtilega söguspekilega umræðu þar sem höfundur not-
ar myndmál um hinar ýmsu „örlagaborgir“, sem endurspegla ólík svið
mannlegrar tilveru og innihalda ótal vistarverur og borgarhverfi samansett
úr öllu því sem verið hefur, því sem hefði getað orðið eða einhver ímyndaði
sér að gæti orðið. Þessar myndlíkingar eru fengnar að láni frá þekktum
heimspekingum en höfundur gerir þær að sínum á frumlegan hátt. Þessir
hlutar bókarinnar sýna fram á að áhrifamiklar hugmyndastefnur á borð við
ritdómar184
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 184