Saga


Saga - 2013, Page 186

Saga - 2013, Page 186
Einar Már Jónsson, ÖRLAGABORGIN. BROTABROT ÚR AFREKA - SÖGU FRJÁLSHYGGJUNNAR. FYRRI HLUTI. Ormstunga. Reykjavík 2012. 545 bls. Nafnaskrá. Frá hinum örlagaríku haustdögum árið 2008, þegar þáverandi forsætis - ráðherra bað Guð að blessa Ísland og efnahagskerfi landsins hrundi nánast yfir nótt, hefur varla liðið svo dagur að orðið frjálshyggju hafi ekki borið á góma í íslenskri þjóðmálaumræðu. Heimspekingar, félagsfræðingar og bók- menntafræðingar eru meðal þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að hefja umræðuna yfir dægurþrasið. Á hinn bóginn má segja að skortur hafi verið á sagnfræðilegri umfjöllun um frjálshyggju, þar sem hugmyndir Adams Smith og annarra frumkvöðla stefnunnar og áhrif þeirra á gang sögunnar eru settar í sögulegt samhengi. Örlagaborgin er því tímabært og þarft innlegg í samtímaumræðu, skrifuð af þekkingu og eldmóði. Það er augljóst af lestri bókarinnar að höfundurinn býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efninu og bókin, sem bersýnilega er ætluð víðari lesendahóp en eingöngu þeim sem lifa og hrærast í fílabeins - turni fræðanna, er skrifuð í afar myndrænum og líflegum stíl. En hún getur seint talist „ein mikilvægasta bók síðari ára“ eins og fullyrt er á bókarkápu. Til þess ber hún of mikinn áróðurskeim, sem á köflum kemur niður á fræðilegu gildi hennar. Undirrituðum er reyndar ekki fyllilega ljóst hvers konar bók höfundur - inn hefur ætlað sér að skrifa eða hver tilgangur verksins sé annar en upp- gjör við þá hugmyndafræði sem höfundur telur hafa hneppt landsmenn í „álög“ (bls. 27) og strandað þjóðarskútunni. Sjálfur kallar höfundur stíl sinn „skáldsagnfræði“ (bls. 14) og segir að sagnfræðirit sem ætlað sé að fjalla um sögu frjálshyggjunnar þurfi að vera í senn heimspekilegt verk og glæpareyfari. Fjalla þurfi um efnið í ljósi ástandsins eins og það er nú, nefnilega eins og verið sé að rannsaka glæp, og dæma svo sakborninginn (bls. 13). Þá inniheldur bókin ítarlega félagssögulega umfjöllun um þau „leiksvið sögunnar“ þar sem andar frjálshyggjunnar hafa fengið að „leika lausum hala“ (bls. 46), auk þess sem hugmyndir höfundar um heimspeki sagnfræðinnar eru ræddar í þaula. Örlagaborgin er því sagnfræðirit, þótt það sé á margan hátt óhefðbundið, og þess vegna er ástæða til að fjalla um verkið sem slíkt. Örlagaborgin er í raun nokkrar bækur í einni. Ein inniheldur hástemmda, þunga en afar skemmtilega söguspekilega umræðu þar sem höfundur not- ar myndmál um hinar ýmsu „örlagaborgir“, sem endurspegla ólík svið mannlegrar tilveru og innihalda ótal vistarverur og borgarhverfi samansett úr öllu því sem verið hefur, því sem hefði getað orðið eða einhver ímyndaði sér að gæti orðið. Þessar myndlíkingar eru fengnar að láni frá þekktum heimspekingum en höfundur gerir þær að sínum á frumlegan hátt. Þessir hlutar bókarinnar sýna fram á að áhrifamiklar hugmyndastefnur á borð við ritdómar184 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 184
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.