Saga


Saga - 2013, Side 204

Saga - 2013, Side 204
síðan um miðja 16. öld. V. hluti fjallar um trúmál, listir og menntamál. Loks er VI. hluti stjórnmálasaga 19. og 20. aldar, fjallað um Vestnorðurlönd í þremur styrjöldum síðan 1807 og um þjóðernishreyfingar og þjóðríkja- myndun. Það nýstárlega hér er að blandað er saman sögum fjögurra sam- félaga (því ekki er hægt að tala um Grænlendinga sem eitt samfélag). Að öðru leyti er fjallað um fremur venjulegt þjóðarsöguefni, og fer líklega best á því. Þó má segja að efnisvalið sé ekki í fararbroddi þeirra breytinga sem eru að verða á yfirlitssöguefni þessa áratugina. Þarna er til dæmis mikið um sjálfstæðisþróun en lítið um lýðræðisþróun, og hvergi er tekið skipulega á innkomu kvenna í opinbert líf og atvinnulíf á 20. öld. Allur texti bókarinnar er á dönsku. Nöfn höfunda, eins til fimm talsins, eru tilfærð við hvern kafla fyrir sig. Sums staðar eru höfundarnöfn aðeins við fyrsta kaflann í bókarhluta, eða fyrsta kafla á eftir stuttum inngangi, og ber sjálfsagt að skilja það svo að kaflarnir á eftir séu eftir sömu höfunda. Að jafnaði er fjallað um öll löndin í hverjum kafla en nokkur munur á því hvernig efninu er skipað saman. Í síðasta kaflanum, um þjóðernishreyfingar og sjálfstæðisþróun, eru sérstak- ir undirkaflar um hvert land fyrir sig (bls. 396–465). Sameiginleg úttekt á efninu takmarkast við tæplega blaðsíðulangt upphaf og átta línur í lok síðasta kaflans. Í lýðfræðihlutanum eru sérstakir undir-undirkaflar um fólksfjölda í hverju landi, fyrir 1700 og eftir 1700 (bls. 119–136). Annars staðar er fjallað sameiginlega í einum undirkafla um þjóðirnar sem tóku siðaskiptum frá kaþólsku og í öðrum um kristnun Inúíta á Grænlandi (bls. 249–262). Enn annars staðar eru stuttir undirkaflar um einstök menning- arsvið þar sem þeim eru gerð skil í öllum löndunum, listgreinum, dansi, þjóðbúningum, félagsstarfi, íþróttum (bls. 268–287). Þannig er efnisskipun bókarinnar látin laga sig að efninu, og er það vafalaust rétt ráðið. Ekki hefði farið betur að setja allt efnið í eitt og sama mótið. Fyrir kemur að einstök atriði í sögu þjóðanna séu borin beinlínis saman og settar fram tilgátur um mismun þeirra. En meira er um að lesendum sé látið þetta eftir. Víða á ég von á að lesendum finnist farið helst til stutt í sam- anburði, eins og enginn höfundanna hafi tekið almennilega utan um efni kafla síns í heild. Þar sem höfundar að kafla eru þrír eða fleiri, eins og oftast er, koma þeir jafnan hver frá sínu landi (dæmt eftir vinnustað samkvæmt höfundakynningu; heimild mín dugir ekki til að þjóðernisgreina þá með vissu). Líklega hafa þeir skrifað texta um efni kaflans hver í sínu landi en framlögum þeirra svo verið blandað saman á mismunandi hátt, hvort sem höfundar eða ritstjórar hafa gert það. Það hefði sýnilega kostað afar mikla ritstjórnarvinnu og endurritun að breyta textanum í það horf að hann ræddi að jafnaði beinlínis hvað var líkt og hvað ólíkt með einstökum þjóðum og hvers vegna það var. Eftir á efast ég mikið um að það hefði verið ómaksins vert, enda getur það vel verið kostur að skilja eitthvað eftir handa lesendum að uppgötva sjálfum á grundvelli þess sem þeir fá að lesa. ritdómar202 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 202
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.