Saga


Saga - 2013, Page 206

Saga - 2013, Page 206
skilað kaupmönnum og verslunarfélögum nokkrum hagnaði, sjaldan mikl- um en oftast einhverjum. Sagt er á bls. 209 að Reykjavík og Ísafjörður hafi verið stærstu kaupstaðir landsins um aldamótin 1900 en Akureyri í þriðja sæti. Rétt er það að Ísa- fjörður var fjölmennari hlutfallslega en við eigum von á nú, en samkvæmt staðtöluritinu Hagskinnu (bls. 69 og 73) voru íbúar kaupstaðarins þó aðeins 1.220 í manntali 1901, en Akureyrar 1.370. Á bls. 268 er sagt frá því að Bókmenntafélagið hafi byrjað árið 1827 að gefa út bókmenntatímaritið Skírni. Hér hefur höfundur ekki gætt þess að Skírnir var fréttarit allt til 1903 og kom ekki út sem bókmenntarit fyrr en 1905. Á bls. 285 er sjálf ungmennafélagshreyfingin kölluð gymnastikbevægelsen. Nú voru að vísu til leikfimifélög í Danmörku um það leyti sem ungmenna- félagshreyfingin fór af stað, en ekki sé ég merki þess að þau hafi komist neitt í námunda við ungmennafélagshreyfinguna að verksviði og menningar- gildi. Fyrirmynd íslensku ungmennafélagshreyfingarinnar mun hafa verið norsk og kölluð ungdomslag þar í landi. Því er haldið fram á bls. 277 að landslagsmálverkið hafi leikið stórt hlut- verk í íslenskri málaralist á 19. öld. En svo merkilegt sem það er gerðu íslenskir 19. aldar menn lítið af því að mála landslag. Í Íslenskri listasögu I (frá 2011) eru birtar tvær landslagsmyndir frá því fyrir 1900, önnur af leiktjaldi eftir Sigurð Guðmundsson, hin Þingvallamálverk frá 1883 eftir Þóru Péturs - dóttur; síðan er mynd af Ísafirði frá um 1900 eftir Kristínu Þorvaldsdóttur (bls. 26, 28, 30). Að minnsta kosti fjórum sinnum (bls. 126, 131, 219 og 230) er talað um að Ísland hafi orðið sjálfstætt ríki árið 1944. Á fyrsta staðnum er jafnvel skrifað eins og Íslendingar hafi fyrst tekið að annast manntöl í landinu sjálfir eftir 1944. Þetta er hvorki rétt formlega né raunverulega. Formlega varð Ísland fullvalda ríki árið 1918 eins og skýrt kemur fram í bókinni (bls. 382 og 410). Raunverulega var það farið að starfa eins og ríki á margan hátt fyrir þau tímamót. Meðal annars sá landshöfðingjaembættið um staðtölusöfnun áður en heimastjórn komst á, 1904, og hefur sjálfsagt skipulagt manntölin. Þótt rétt sé sagt frá því á bls. 410 að Íslendingar hafi stofnað sjálfstætt ríki árið 1918 er þar hnýtt við þeirri meinloku að Danir hafi þá tekið ábyrgð á vörnum landsins. Danir tóku aðeins að sér „gæslu fiskveiða í íslenskri landhelgi“ þangað til Íslendingar kysu að taka hana að sér. Um önnur varnarmál sagði það eitt í sambandslögunum að Danir lofuðu að tilkynna öðrum ríkjum að Ísland „lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána“. Loks verð ég að birta eina skrýtna setningu á frummálinu (bls. 280): „Der er ikke tale om egentlig lokal filmproduktion før i sidste halvdel af 1900-tallet, hvor der kom gang i vestnordisk filmindustri, og hvor flere vest- nordiske filmproducenter er slået igennem internationalt.“ Mikið hefur maður fylgst illa með! ritdómar204 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 204
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.