Saga - 2018, Page 63
sést vel í dagbókinni hversu algengt það var meðal skólapilta að
liggja þar saman. Ólafur var oft uppi í rúmi hjá bræðrunum Ólafi og
Geir frá Hraungerði, án þess endilega að gista þar. Þann 6. apríl seg-
ist Ólafur til dæmis hafa farið „til Hraungerðisbræðra og [legið]
lengi hjá þeim uppi í rúmi.“45 Síðar minnist Ólafur á að meðan hann
skrifaði dagbókarfærslu hafi „elskan hann Geir [legið] uppí rúmi …
og [beðið] eptir mjer.“46 Þeir voru þó ekki einir um þetta. Ólafur og
vinur hans, Brynjólfur kúld, deildu eitt sinn rúmi og ræddu bók-
menntir.47 Eitt skipti liggja Ólafur, Brynjólfur og vinur og bekkjar-
félagi Ólafs, Gísli Guðmundsson, saman uppi í rúmi hjá fjórða
bekkjar félaganum meðan þeir lesa fyrir próf.48
Þó virðist þetta hafa verið feimnismál upp að einhverju marki.
Fyrrnefndur Brynjólfur kúld virðist til dæmis hafa fundið fyrir þörf
til að fela kúr sitt með Ólafi fyrir konunum á heimili Ólafs í kvenna -
skólanum. Þann 14. maí skrifar Ólafur: „Br[ynjólfur] lá upp í rúmi
hjá mjer en það vildi svo til að kvennfólkið var alltaf að koma inn
meðan hann var hjer, svo hann varð að stökkva fjórum sinnum upp
úr rúminu, en lagðist ávallt niður aptur.“49 Slík líkamleg nánd var
því sjálfsögð innan hóps skólapilta en virðist hafa verið einkamál
þeirra og ekki eitthvað til að opinbera fyrir þeim sem ekki tilheyrðu
hópnum, svo sem kvenfólkinu á heimili Ólafs. Í þessu ljósi er vert
að minnast á að skólapiltar mynduðu gjarnan leynifélög og það var
lengi til siðs að segja aldrei neinum utanaðkomandi frá því sem þar
fór fram.50 Samheldni og þagmælska skólapilta um málefni hvers
annars hefur þannig haft áhrif á það rými sem Ólafur og Geir höfðu
til að tjá ást sína.
Þannig þarf ekki að koma á óvart að skólapiltar hafi deilt rúmi.
Að sofa margir saman í einni rekkju var gamall siður á íslenskum
sveitabæjum og gaf ekki endilega í skyn kynferðislegt samband
þeirra sem þar hvíldu. Frekar var þetta praktísk leið til að halda á
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 61
45 Sama heimild, bls. 58.
46 Sama heimild, bls. 105 (16. apríl 1882). Sjá einnig bls. 115 (18. apríl 1882).
47 Sama heimild, bls. 229 (11. maí 1882).
48 Sama heimild, bls. 218 (8. maí 1882).
49 Sama heimild, bls. 250. Það er áhugavert að Finnur Sigmundsson sá ástæðu til
að ritskoða þetta úr Ég læt allt fjúka en ekki öll hin tilvikin þar sem piltar deildu
rúmi. Viðbrögð Brynjólfs virðast hafa þótt gera athæfið skammarlegra en svo
að það mætti birtast í bókinni.
50 Heimir Þorleifsson, Saga Reykjavíkurskóla II, bls. 95–96.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 61