Saga - 2018, Blaðsíða 66
Í ljósi þessarar gerjunar í breskum skólarýmum má vel sjá hvað -
an hneykslun Barrows kom. Það var ekki aðeins fátæktin sem olli
viðbjóði hjá honum heldur siðspillingin sem hann taldi að hlyti að
stafa af slíku afskiptalausu nábýli ungra, óskyldra manna — sið -
spill ing sem Bretar voru þegar farnir að reyna að fyrirbyggja með
aðgerðum. Barrow taldi Íslendinga of saklausa til að átta sig á hætt-
unni, en þegar Bessastaðaskóli flutti til Reykjavíkur árið 1846 — í
nýja byggingu sem þá var sú stærsta á Íslandi — breyttist svefn -
aðstaða skólapilta mikið og að ýmsu leyti var skipulagið, sem þar
birtist, í anda þeirra breytinga sem bresku heimavistarskólarnir voru
að ganga í gegnum.
Í nýju skólabyggingunni sváfu jafnan um 40 drengir og kölluð -
ust þeir „heimasveinar“. Á langaloftinu, þar sem meirihluti heima-
sveina svaf (um 30 talsins), voru „rúmaraðirnar með höfða gafl út að
veggjunum, fimmtán rúm í hvorri röð, tvö og tvö saman eins og
hjónarúm, en svo 40 sm bil til næstu samstæðu“, samkvæmt frásögn
Ingólfs Gíslasonar (útskrifaður 1896).55 Þótt enn svæfu nemendur
hver við hliðina á öðrum er ákveðinn stigsmunur á að sofa í tveimur
rúmum hlið við hlið og að deila einu og sama rúmi eins og í Bessa -
staðaskóla. Á svefnloftinu var einnig viðhaft eftirlit með skóla pilt -
um. Einn heimasveina var útnefndur „umsjónarmaður svefn lofts -
ins“ en það embætti hét á latínu inspector cubiculi, bókstaflega „sá
sem skoðar rúmið“. Hann hafði það hlutverk að halda röð og reglu
á svefnloftinu og fylgjast með skólabræðrum sínum.
Ekki var þó eingöngu treyst á hann. Sjálfur rektor bjó í íbúð í
skólanum, við hliðina á svefnloftinu, og var opnanlegur hleri úr
íbúð hans yfir á loftið, sem hann gat lokið upp hljóðlaust og fylgst
með nemendum.56 Bæði hlerinn og eftirlitsembættið eiga sér beinar
hliðstæður í ensku heimavistarskólunum, þótt ómögulegt sé að full-
yrða að viðlíka ótti við samkynja kynlíf og sjálfsfróun hafi ráðið
fyrir komulaginu hérlendis. Þó má vekja athygli á því að einn helsti
þorsteinn vilhjálmsson64
um Jeremy Bentham; sjá Michel Foucault, „Alsæishyggja“, Alsæi, vald og þekk-
ing. Ritstj. Garðar Baldvinsson, þýð. Björn Þorsteinsson, Garðar Baldvins son
og Sigurður Ingólfsson (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands
2005), bls. 129–169.
55 Ingólfur Gíslason, „Í langaloftinu“, Minningar úr menntaskóla. Ritstj. Ármann
kristinsson og Friðrik Sigurbjörnsson (Reykjavík: Ármann kristinsson 1946),
bls. 133–143, hér bls. 134.
56 Þorvaldur Thoroddsen, Minningabók I. Æskuár (kaupmannahöfn: Hið íslenska
fræðafjelag 1922), bls. 64–66. Þorvaldur útskrifaðist 1875.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 64