Saga - 2018, Síða 75
og hafa einhvert yndi af. Það er vitaskuld að nautnin verður að vera í
hófi og jeg tala ekki um ósiðlegar nautnir. Jeg vil þetta og það sem jeg
vil það gjöri jeg. Er ekki rjettast að gjöra allt, sem maður vill? Jú, en þó
því aðeins að skynsemin og samvizkan takmarki viljan, er hann vill
það, sem er rangt. Mjer finnst það vera farsælast og skynsamlegast að
gjöra allt, sem jeg vil, en vilja það eitt, sem rjett er og gott.84
Spurningin var þá hvort það sem Ólafur vildi með Geir væri rétt og
gott eður ei, og hverjar afleiðingarnar væru ef svo væri ekki. Áhyggj -
ur af siðferðislegu réttmæti þess að þrá og girnast voru honum ofar-
lega í huga meðan á sambandinu stóð. 2. maí 1882 skrifar hann:
Jeg gekk langt upp á stíg og var að hugsa um hvort sú setning væri
sönn, að engin hvöt væri í raun rjettri vond og að mennirnir væru sök
í því, en ekki náttúran að girndirnar sæktust eptir því, sem illt væri.
Mjer gat ekki fundizt betur en hún væri sönn, því jeg fann ávallt heiðar-
legar og náttúrlegar hvatir sem voru skildar [svo] girndunum og sem
girndirnar voru eiginl. karikatur af.85
Hverjar gætu þessar heiðarlegu og náttúrulegu hvatir verið í tilfelli
sambands Ólafs og Geirs, og hvernig gæti karikatúrinn, þ.e. skrípa-
myndin, af þeim verið? Eitt svar við þessari spurningu finnst í
öðrum áhrifavaldi á hugarheim Ólafs, bók sem gekk einnig gegn
kenningum Biblíunnar, var skyldulesning í Lærða skólanum og
Ólafur var einmitt þessa dagana að endurlesa fyrir próf — Sam -
drykkjunni eftir Platon.86
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 73
84 Lbs. 2686 8vo, bls. 57 (6. apríl 1882). Sjá einnig bls. 233 (12. maí 1882): „Jeg sagði
að það væri leyfilegt og sjálfsagt, að njóta lífsins á allan hátt í hófi, en þá væru
nautnirnar í hófi, er andinn spilltist að engu leiti við þær. yfirhöfuð mætti ef til
vill heimfæra allt, er eptir væri sótzt undir nautn, og ef það væri auðið, þá væri
nautn mark og mið lífsins.“ Hvað Ólafur telur ósiðlegar nautnir í kynlífi kemur
fram í bréfi til kristins Daníelssonar: „Við nautn skil jeg ekki svívirðing nje
andstyggilegt athæfi. Jeg hygg líka að þegar það, sem annars hefur nautn í för
með sjer er framkvæmt á mjög svívirðilega-dónalegan hátt þá sje engin nautn
að því eða að minnsta kosti minni en þegar neytt er í hófi … Að því er kvenn-
nautn snertir þá trúi jeg ekki, þá finnst mjer vera ómögulegt, þá er ómögulegt
að einsmikil nautn leiði af því að brunda í rassgatið eða kjaptinn á kvennfólki
og að eiga náttúrl. samræði við það. Ertu ekki með?“ Lbs. 3547 4to. Ólafur
Davíðsson til kristins Daníelssonar 12. janúar 1883.
85 Lbs. 2686 8vo, bls. 194.
86 Sjá kristinn Ármannsson o.fl., Saga Reykjavíkurskóla I, bls. 162, og Lbs. 2686 8vo,
bls. 131 (21. apríl 1882): „Las Symposium“. Symposium er latneskur titill Sam -
drykkj unnar.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 73