Saga - 2018, Blaðsíða 224
En víkjum að öðru innihaldi bókarinnar. Eins og ritstjórar benda á í fyrr-
nefndum inngangi var einn tilgangur ráðstefnunnar að setja Sturlu og
íslenska sögu í evrópskt samhengi. Þetta tekst misvel. Næstsíðasti kafli bók-
arinnar, „‘New Worlds Emerging’: History and Identity in Twelfth-Century
Eurasia“ eftir R. I. Moore virðist einna helst vera tilraun í þessa átt en sá
kafli gefur heildarmynd af breytingum sem áttu sér stað ekki einungis í
Evrópu heldur Evrasíu allri, sem og þróun nýs veraldakerfis þar, á tíma-
bilinu 1250‒1350. Hér notar Moore meðal annars kenningar félagsfræðings-
ins Janet Abu-Lughod, sem í bók sinni Before European Hegemony. The World
System A.D. 1250–1350 færir rök fyrir því að verslunarsambönd Evrasíu hafi
myndað öflugt kerfi á heimsvísu á þeim tíma. Á tímabilinu 900‒1200 þró -
aðist í Evrópu nýr hugmyndaheimur og nýtt valda- og stéttakerfi (klerka-
og riddarastétt). Embættismannakerfi kirkju og ríkis stækkaði og miðstýring
jókst. Flestar rannsóknir á þessari þróun eru unnar út frá forsendum sam-
félags Vestur-Evrópu. Spurningin er hins vegar hvernig Ísland passar inn í
hugmyndir Abu-Lughods um þróun heimsverslunarkerfis í Evrasíu á þess-
um tíma. R.I. Moore gefur því miður engin svör heldur vonast til að frekari
rannsóknir og samanburður muni varpa ljósi á hlutverk Íslands í hugsan -
legu heimskerfi tímabilsins.
Greinar annarra höfunda bókarinnar gefa þó góða heildarmynd af
Sturlu og því norræna samfélagi sem hann var hluti af. Sérlega vel tekst til
þegar sjónum er beint frá almennri atburðasögu inn í menningarsögu og
hugmyndaheim norrænna miðalda. Þetta á meðal annars við þegar Auður
G. Magnúsdóttir les Íslendinga sögu Sturlu með einkar nákvæmum hætti út
frá kynjasjónarmiðum í grein sinni „Becoming visible: Viewing women in
Íslendinga saga“. Með rannsóknum á því hvað Sturla skrifar um ömmu
sína, Guðnýju Böðvarsdóttur, og frænkur sínar, dætur Snorra Sturlusonar,
ekki síst í ljósi þess hvað hann velur að skrifa um og skrifa ekki um, afhjúp -
ast heimur og forsendur kvenna á þessum tíma. Skyldleikabönd og nánd
Sturlu við þessar konur gefur honum einstakt tækifæri til að lýsa möguleik-
um og örlögum kvenna. Af Íslendinga sögu er augljóst að Sturla ber hag
frænkna sinna fyrir brjósti. Honum er til dæmis í mun að lýsa persónu -
legum harmleik Hallberu Snorradóttur og jafn áhugasamur er hann um að
lýsa sjálfstæði Þórdísar hálfsystur hennar. Hann dáist að ömmu sinni og
gegnum hana veitir hann okkur innsýn í fjárhagslegt og félagslegt svigrúm
kvenna, sér í lagi ekkna. Í grein sinni „Power, protection and pleasure“ sýnir
Philadelphia Ricketts einnig fram á hvernig konur í efri stéttum voru not -
aðar til að styrkja vináttubönd höfðingja í gegnum hjónabönd. Af þess um
greinum er ljóst að Íslendinga saga er margslungin heimild um kynjasögu
miðalda. Nákvæmur lestur af þessu tagi lofar einnig góðu fyrir frekari rann-
sóknir á öðrum slíkum heimildum.
Stíll samtíðarsagna, þar á meðal Íslendinga sögu, var lengi talinn „síðri“
en stíll Íslendingasagna. Á síðustu árum hefur þetta verið tekið til endur -
ritdómar222
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 222