Saga - 2018, Page 225
skoðunar og á það einnig við um verk Sturlu. Guðrún Nordal og Roberta
Frank nota tækifærið í sínum greinum til að sýna fram á að andstætt fyrri
skoðunum hafi Sturla ekki verið afleitt skáld, ekki þurr og líflaus, heldur
þvert á móti mjög retórískt meðvitaður. Sturla notfærði sér mismunandi frá-
sagnartækni til að auka raunsæi texta sinna og sviðsetja þá atburði sem
hann vildi varpa ljósi á án þess að vera of opinskár. Sem dæmi má nefna
lýsingar hans á deilum Skúla Bárðarsonar og Hákonar gamla. Þegar Hákonar
saga var skrifuð var valdabaráttu Skúla Bárðarsonar og Hákonar lokið; Skúli
var drepinn 1240 og Hákon dó 1263. En Margrét dóttir Skúla var gift Hákoni
og þegar sonur þeirra, Magnús konungur lagabætir, fékk Sturlu það verk -
efni að skrifa sögu föður síns varð hann að horfast í augu við það vanda -
sama verkefni að lýsa valdabaráttu Skúla og Hákonar án þess að taka aug-
ljósa afstöðu. Hér kom skólun Sturlu í retórík sér afar vel.
Frásagnareinkenni og „rödd“ Sturlu er einnig hugleikin öðrum höfund-
um bókarinnar. Þetta á meðal annars við um grein Hans Jacobs Ornings,
„Sturla Þórðarson’s Two Perspectives on Thirteenth-Century History: Royal
Chronicler vs. Icelandic Chieftain“, og grein eftir Theodore M. Andersson,
„Sturla Þórðarson’s Narrative Personalities“. Báðir höfundar bera saman
Hákonar sögu og Íslendinga sögu og komast að svipaðri niðurstöðu, nefnilega
að misræmið í þessum tveimur sögum eigi sér þá skýringu að þær séu
skrifaðar við ólíkar aðstæður. Við ritun Hákonar sögu hafi Sturla verið háður
þeirri söguskoðun sem Magnús konungur, sonur Hákonar, óskaði eftir. Við
ritun Íslendinga sögu megi hins vegar halda því fram að Sturla hafi verið sinn
eigin herra og því óháður skoðunum og óskum annarra. Um þetta eru þó
ekki allir fræðimenn sammála. Í grein sinni „A Personal Account: The
Official and the Individual in Hákonar saga Hákonarsonar“ nálgast Ármann
Jakobsson Sturlu frá öðru sjónarhorni. Hann beinir sjónum að persónunni
Sturlu og því hversu breytilegt tilfinningalíf mannfólks almennt getur verið,
ekki bara frá degi til dags heldur frá einni andrá til annarrar. Tilfinningar
eiga þar að auki til að vera þversagnakenndar. Til dæmis geta tilfinningar
sem við berum til ættingja og vina verið bæði flóknar og margslungnar. Með
þessu vill Ármann undirstrika að ólíkar áherslur á sameiginlega atburði
Íslendinga sögu og Hákonar sögu sé ekki hægt að skýra einungis út frá því að
Sturla hafi gegnt ólíkum hlutverkum við ritun þeirra. Eins og Ármann
bendir á var Sturla einnig í þjónustu konungs þegar hann skrifaði Íslendinga
sögu og því verður munur á milli þessara tveggja sagna ekki einungis
skýrður með því að hann hafi verið sjálfstæðari við ritun þeirrar seinni.
Nauðsynlegt sé að líta einnig til annarra og persónubundnari skýringa.
Dágóður hluti bókarinnar fjallar um ímynd Íslendinga. Gísli Sigurðsson
ræðir í grein sinni, „‘I’m on an island’: The Concept of Outlawry and
Sturla’s Book of Settlements“, hugtakið útlegð og færir rök fyrir að það sé bók-
menntalegur tilbúningur (literary construction) sem Sturla og Snorri Sturlu -
son noti í sínum verkum. Gísli telur að hugtakið ætti fremur að nota um álit
ritdómar 223
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 223