Saga - 2018, Síða 231
fram í því að eftir sættargerðina í Ögvaldsnesi hafi hún veitt eigin embættis -
mönnum að léni staði sem hún réð sjálf. Þessi atriði eru formlegs eðlis; þau
lúta að stjórnmálum og lögum og varða byggingarlag kirkjunnar sjálfrar,
sem einnig var bundið í lög. Félagsnet mestháttar klerka varð til innan þess-
ara strúktúra og er afleiðing þeirra en ekki forsenda. Um þetta er Sigurd son
ekki skýr en lýsir rannsókn sinni svo að hún snúi ekki aðeins að skipan
kirkjunn ar heldur sé hún einnig æfing í félags vís inda legri aðferð byggðri á
kenn ingum um félags net (181). Raun in er þó að í bókinni er engin rannsókn
á byggingarlagi kirkju stofn unarinnar enda eru heimildirnar, sem þar eru
notaðar, ekki til þess fallnar.
Til greiningar á kirkjustofnuninni þarf að nota form legar heimildir, svo
sem lög, statútur, skip an ir og skjöl sem stafa af starfsemi hennar. Augljóst
er að heimildir verða ekki notaðar nema að því leyti sem mögu legt er. Að
því víkur Sigurdson aðeins óbeint þar sem hún segir að næstum engar skjal-
legar heimildir séu til frá því fyrir aldamótin 1300 og ræðir hve fáar eru til
frá því fyrir miðja fimmtándu öld (bls. 57). Hún gefur þannig í skyn að
heimildir séu ekki fyrir hendi til ýtarlegri greiningar en vísar þó aðeins til
rannsókna á varðveittum handritum og telur uppritanir ekki með. Ég geri
að sjálfsögðu hvorki athugasemdir við ákvörðun hennar um aðferð né val á
heimildum til rannsóknar en geri hér að umræðuefni ákveðna rannsóknar-
hefð sem umræða Sigurdson byggist á og gengur út frá skorti á heimildum
um síðmiðaldir, sérstaklega um kirkjuleg málefni. Ég sýndi fram á að hug-
myndirnar um heimildafæð eru ekki á rökum reistar í bók minni frá 2007,
Bann fær ing og kirkjuvald 1275–1550. Lög og rann sókn ar for send ur, en raunar
þarf þó ekki annað en að skoða Íslenzkt fornbréfasafn til þess að koma auga á
að gróflega áætlað eru skjalheimildir þar fleiri en 360 talsins sem eiga við
tímabilið 1253‒1300. Frá fjórtándu öld eru ekki færri skrán ingar en tólf -
hundr uð. Afgerandi hluti þessara heimilda varðar kirkjustofnunina og, þótt
slíkar heimildir séu sannarlega fleiri frá því eftir 1430, virðist úr tals verðu
að moða um fyrri tíð. Sigurdson vísar raunar til heimilda í Fornbréfasafni í
greiningum sínum, en hún notar ekki lögin og varla heldur rannsóknir á
þeim. Þar er átt við sættargerðina í Túnsbergi frá 1277, skipanir og statútur,
sem eru all nokkr ar frá síðari hluta þrettándu og fyrri hluta fjórtándu aldar
(Bannfæring og kirkjuvald, bls. 386‒398). Það er einmitt í þessum heimildum
sem beinlínis er lýst stöðu, hlutverki, verkefnum, að ferð um og embættum
kirkjunn ar. Þá er enn ótalinn kristinréttur Árna frá 1275. Hann afgreiðir
Sigurdson með því að nefna lauslega tilgátur um að mögulega hafi tveir
kristinréttir verið við lýði á fjórtándu öld (26), sem er afleiðing hugmyndar-
innar um heimildaskort, en hefur þó aldrei verið ráðandi afstaða. Rann -
sóknir hafa miklu fremur bent til þess að kristinrétturinn hafi verið lög -
tekinn í báðum biskupsdæmum árið 1275, en hafi leikið vafi á gildi hans var
hann úr sögunni árið 1354 (Bannfæring og kirkjuvald, bls. 305, 441 o.áfr., sjá
sérstaklega bls. 444).
ritdómar 229
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 229