Saga - 2019, Blaðsíða 70
um þau.63 Athygli er beint að hinum sögulegu þjóðréttindarökum
Jóns sem fram komu fyrst í Hugvekju til Íslendinga sem skrifuð var
nokkru seinna, eða árið 1848, og eru talin rauði þráðurinn í hug-
myndum hans. En Jón færði í fyrstu grundvallarritgerðum sínum
um íslensk stjórnmál stjórnunarmiðuð rök fyrir Alþingi á Íslandi.
Aðeins með sérstöku þingi fyrir Ísland sem og innlendu fram-
kvæmdarvaldi gæti stjórnin beitt sér fyrir þeim tilgangi sínum að
efla velferð og framfarir Íslendinga af fullum krafti. Jafnvel eftir að
Jón setti fram hin sögulegu réttindarök voru stjórnunarrökin áfram
leiðarstefið. Í fyrstu alþingisgreinum sínum kallaði Jón því ekki eftir
endurreisn Alþingis á grundvelli lýðstjórnarréttinda eða þjóðarrétt-
inda. Þvert á móti leitaði Jón til ríkisvísindanna og færði rök fyrir
því að Alþingi á Íslandi væri fyrst og fremst í samræmi við tilgang
stjórnarinnar.64
Vorið 1840 bárust fréttir af því að Kristján VIII. Danakonungur
hefði samþykkt að kanna grundvöll þess að setja á fót fulltrúaþing
á Íslandi. Jón fagnaði þessum fréttum og skrifaði ítarlega ritgerð um
málið í fyrsta árgangi Nýrra félagsrita sem hann hleypti af stokkun -
um árið 1841. Jón fjallaði um Alþingi út frá því hvernig ólík stað -
setning þess — í Danmörku eða á Íslandi — nálgaðist tilgang land -
stjórnarinnar. Í fyrstu alþingisgrein sinni staðhæfði Jón að „tilgángur
þíngsins er að mestu sá, eð efla framför alþýðu“.65 „Nytsemi þíngs-
ins“ ylti hins vegar á því að það væri staðsett innan landsteinanna.
Ef Íslandi yrði gert að senda örfáa fulltrúa á þing í öðrum ríkishlut-
um Danaveldis yrði þingið Íslendingum ekki að gagni og tilgangur-
inn glataðist. Jón krækti í landstjórnarviðmið úr sarpi ríkisvísinda
til að færa farsældarrök í átta liðum fyrir nauðsyn þess að stofna
fulltrúaþing fyrir Ísland sér í lagi.
Í stuttu máli einkenndust rök Jóns fyrir íslensku þjóðþingi af
þremur meginstefjum: fjarlægð Íslands frá Danmörku, ólíku ásig-
komulagi landanna og sérstakri þekkingu á högum Íslands. Í fyrsta
sveinn máni jóhannesson68
63 Sjá t.d.: Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson II, bls. 124–129, 384–385; Guðmund -
ur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 81–82; Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn
Alþingis og þjóðfundurinn, bls. 80–81; Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson I, bls.
219–220.
64 Jón Sigurðsson, „Hugvekja til Íslendinga“, Ný félagsrit 8 (1848), bls. 1–24; Jón
Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 59–134; Jón Sig -
urðs son, „Um alþíng“, Ný félagsrit 2 (1842), bls. 1–66.
65 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 89.